Aukaverkana tilkynningar

Tilkynna skal aukaverkun þó aðeins sé grunur um að einkennin séu aukaverkun af völdum lyfs.

Lágmarksupplýsingar sem þarf til að tilkynna aukaverkun

 • Aldur og kyn sjúklings
 • Hvaða lyf er um að ræða
 • Hvaða aukaverkun er um að ræða
 • Hver tilkynnir

Til að fá sem bestar upplýsingar er æskilegt að spyrja sjúkling

 • hve lengi lyfjameðferð hefur varað
 • hver sé ábending lyfsins
 • hvenær aukaverkunin kom fram miðað við upphaf meðferðar
 • hvaða einkenni sjúklingurinn hafi
 • hvaða rannsóknir hafi verið gerðar
 • hvaða önnur lyf sjúklingurinn taki 
 • hvort lyfjameðferð hafi breyst vegna aukaverkunarinnar
 • hvort um sé að ræða annan sjúkdóm sem skipt getur máli
 • hvernig sjúklingnum líði núna

 

Þess ber að geta að Lyfjastofnun heitir fullum trúnaði við þann heilbrigðisstarfsmann sem tilkynnir. Nafn hans kemur hvergi fram í gögnum sem send eru í EudraVigilance gagnagrunninn né til markaðsleyfishafa.

 

Nánari upplýsingar varðandi aukaverkanatilkynningar