Aukaverkanir

Tilkynningar um aukaverkanir bæði frá almenningi og heilbrigðisstarfsfólki gegna mikilvægu hlutverki við öflun upplýsinga um aukaverkanir lyfja.

Aukaverkun er m.a. skilgreind sem skaðleg og ótilætluð verkun lyfs við notkun samkvæmt samantekt á eiginleikum lyfs (SmPC). Nánari skilgreiningu má sjá með því að smella hér.

Lyfjagát (Pharmacovigilance) er eftirlit með aukaverkunum lyfja. Lyfjagát fjallar um allt sem viðkemur tilkynningu aukaverkana, skráningu þeirra og úrvinnslu.


Almennar upplýsingar

Hér má finna almennar upplýsingar um aukaverkanir lyfja, skilgreiningu á því hvað telst vera aukaverkun og mikilvægi lyfjagátar.

Lesa meira

Tilkynningar vegna lyfja fyrir menn.

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um aukaverkanatilkynningar lyfja fyrir menn, hvað á að tilkynna, hvernig það er gert og hvað verður um tilkynninguna.

Lesa meira

Tilkynningar vegna lyfja fyrir dýr

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um aukaverkanatilkynningar lyfja fyrir dýr, hvað á að tilkynna, hvernig það er gert og mikilvægi lyfjagátar fyrir dýralyf.

Lesa meira