Heilbrigðisstofnanir

Lyfjastofnun annast eftirlit með heilbrigðisstofnunum sem starfræktar eru samkvæmt lögum nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu og falla undir þá skilgreiningu að vera eftirlitsþegar stofnunarinnar.

Lyfjakaup í heildsölu

5. mgr. 42. gr. lyfjalaga nr. 100/2020 kveður á um að sé ekki starfrækt sjúkrahússapótek á heilbrigðisstofnun sem starfrækt er á grundvelli laga um heilbrigðisþjónustu skal lyfjafræðingur m.a. bera ábyrgð á að afla lyfja, á geymslu þeirra, færslu tilskilinna skráa og eftirliti með notkun lyfjanna.

Samningur

Í ákvæði 6. mgr. sömu greinar kemur fram að hafi stofnunin ekki lyfjafræðing í þjónustu sinni skuli stjórn stofnunarinnar semja við utanaðkomandi lyfsöluleyfishafa, lyfjafræðing eða sjúkrahússapótek um þjónustu sem felur í sér ábyrgð á að afla lyfja og eftirlit með notkun þeirra.

Lyfjastofnun hefur gefið út leiðbeiningar fyrir heilbrigðisstofnanir varðandi samning um lyfjafræðilega þjónustu. Þar koma fram þau atriði sem lög og reglugerðir gera kröfu um að séu í slíkum samningnum. Skila skal afriti samnings um lyfjafræðilega þjónustu til Lyfjastofnunar sem gefur í kjölfarið út heimild á pöntun lyfja úr heildsölu fyrir viðkomandi heilbrigðisstofnun.

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar fyrir heilbrigðisstofnanir

Lyfjastofnun hefur gefið út leiðbeiningar fyrir heilbrigðisstofnanir varðandi samning um lyfjafræðilega þjónustu, ráðstafanir þegar skipt er um lyfjafræðing sem veitir lyfjafræðilega þjónustu á heilbrigðisstofnun sem er með lyfjabúr, eða ef starfsemi lyfjabúrs er hætt og leiðbeiningar um öflun, geymslu og meðferð lyfja á heilbrigðisstofnunum.

Listi

Listi yfir heilbrigðisstofnanir sem hafa heimild til lyfjakaupa í heildsölu

Listi Lyfjastofnunar yfir þær heilbrigðisstofnanir heimild hafa til að kaupa lyf úr lyfjaheildsölu, sbr. 34. gr. reglugerðar nr. 699/1996, um innflutning og heildsöludreifingu lyfja og staðfest er að hafi lyfjafræðing í þjónustu sinni eða hafi gert samning um lyfjafræðilega þjónustu við utanaðkomandi lyfsöluleyfishafa eða sjúkrahúsapótek eða eftir atvikum lyfjafræðing og Lyfjastofnun hefur samþykkt.

Síðast uppfært: 23. júní 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat