Samhliða innflutningur

Ef annar aðili en markaðsleyfishafi eða aðili á hans vegum óskar eftir því að flytja inn til dreifingar lyf með markaðsleyfi hér á landi skal hann sækja um leyfi til samhliða innflutnings. Samhliða innflutningur er flutningur á lyfjum milli landa innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) skv. útgefnu leyfi yfirvalda innflutningslands. Yfirvöld þeirra landa sem innflutningurinn nær til ganga úr skugga um það að um sama lyf sé að ræða og fyrir er á markaði. Einungis þeir sem hafa leyfi til innflutnings og heildsöludreifingar lyfja (skv. reglugerð nr. 699/1996) geta sótt um leyfi til samhliða innflutnings.

Leiðbeiningar um samhliða innflutning

Umsóknareyðublað: Samhliða innflutningur


Var efnið hjálplegt? Nei