Tilkynningar vegna lyfja fyrir dýr

Dýralyf

Lyfjastofnun skráir allar ætlaðar alvarlegar og óvæntar aukaverkanir dýralyfja á Íslandi sem hún fær upplýsingar um. Þessar upplýsingar eru síðan sendar til Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) í EudraVigilance Vet. gagnagrunninn og til markaðsleyfishafa.

Hver á að tilkynna?

Lyfjagát dýralyfja byggir á upplýsingum frá dýralæknum. Æskilegt er að dýraeigendur hafi samband við dýralækni vakni grunur um aukaverkun dýralyfs. Mikilvægt er að tilkynna þó einungis sé grunur um tengsl lyfs og aukaverkunar. Lyfjastofnun hefur gefið út bækling um lyfjagát dýralyfja.

Einnig er hægt að tilkynna aukaverkunina til lyfjafræðings í apóteki eða beint til Lyfjastofnunar.

Hvernig á að tilkynna?

Sérstakt eyðublað er að finna á heimasíðu Lyfjastofnunar, sem ætlað er til tilkynninga á aukaverkunum dýralyfja. Senda má ítarlega greinargerð með tilkynningu um aukaverkun, ef þörf krefur.

Lágmarksupplýsingar sem þurfa að koma fram eru:

 • Hver tilkynnir
 • Dýrategund
 • Hvaða lyf er talið tengjast aukaverkuninni (fullt heiti sérlyfs)
 • Lýsing aukaverkunar

Annað sem æskilegt er að komi fram er:

 • Hver gaf lyfið
 • Ástæða lyfjameðferðar, skammtur og hvernig gefið
 • Tími frá síðasta skammti þar til aukaverkun varð
 • Hversu mörg dýr fengu einkenni
 • Hvernig voru einkennin meðhöndluð
 • Hverjar voru afleiðingarnar
 • Niðurstöður rannsókna/krufningar

Var efnið hjálplegt? Nei