Störf í boði

Teymisstjóri á skráningarsviði 

Lyfjastofnun auglýsir laust starf teymisstjóra í teymi klínískra lyfjarannsókna til afleysinga. Um er að ræða tímabundið starf í a.m.k. 1 ár. Leitað er að öflugum einstaklingi sem reiðubúinn er að vinna fjölbreytt og krefjandi starf. Starfshlutfall er 100%.

Helstu verkefni:

 • Stjórnun teymisins
 • Mat á öryggis- og fræðsluefni lyfja
 • Mat á umsóknum um klínískar lyfjarannsóknir
 • Mat á umsóknum um lausasöluheimildir lyfja
 • Ráðgjöf og vinna við klínískan gagnagrunn lyfja
 • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann

 

Menntunar- og hæfniskröfur:   

 • Meistarapróf í lyfjafræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
 • Menntun eða reynsla í klínískri lyfjafræði er æskileg
 • Reynsla af stjórnun og stefnumótun
 • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
 • Góð tölvufærni
 • Skipulagshæfni
 • Nákvæmni og samviskusemi
 • Leiðtogahæfni, frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Mjög góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum


Upplýsingar um starfið veita Jóhann M. Lenharðsson, sviðsstjóri skráningarsviðs, netf. johann.m.lenhardsson@lyfjastofnun.is, og Sigurlaug Kristín Jóhannsdóttir, mannauðsstjóri, netf. sigurlaug.kristin.johannsdottir@lyfjastofnun.is, í síma: 520-2100.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknir um starfið óskast sendar á netfangið atvinna@lyfjastofnun.is, merkt í efnislínu: „Teymisstjóri á skráningarsviði“. Æskilegt er að umsækjandinn geti hafið störf sem fyrst. Lyfjastofnun hvetur bæði karla og konur til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 16. júlí 2017.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests. 

Lyfjastofnun er ríkisstofnun sem heyrir undir heilbrigðisráðherra. Helstu hlutverk hennar eru að gefa út markaðsleyfi fyrir lyf á Íslandi í samvinnu við lyfjayfirvöld á Evrópska efnahagssvæðinu, hafa eftirlit  með lyfjafyrirtækjum og heilbrigðisstofnunum á Íslandi, meta gæði og öryggi lyfja og tryggja faglega upplýsingagjöf um lyf til heilbrigðisstarfsfólks og neytenda. Hjá Lyfjastofnun vinna 53 starfsmenn. Stofnunin var í 9. sæti í könnuninni Stofnun ársins 2017 yfir stofnanir með 50 starfsmenn eða fleiri. Lyfjastofnun leggur áherslu á gott vinnuumhverfi, starfsþróun og framfylgir stefnu um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu.

Sérfræðingur á skráningarsviði

Lyfjastofnun auglýsir laust starf sérfræðings í teymi klínískra lyfjarannsókna. Leitað er að öflugum einstaklingi sem reiðubúinn er að vinna fjölbreytt og krefjandi starf. Starfshlutfall er 100%.

Helstu verkefni:

 • Mat á öryggis- og fræðsluefni lyfja
 • Mat á umsóknum um klínískar lyfjarannsóknir
 • Mat á umsóknum um lausasöluheimildir lyfja
 • Ráðgjöf og vinna við klínískan gagnagrunn lyfja
 • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann

Menntunar- og hæfniskröfur:   

 • Meistarapróf í lyfjafræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
 • Menntun eða reynsla í klínískri lyfjafræði er æskileg
 • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
 • Góð tölvufærni
 • Nákvæmni og samviskusemi
 • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Mjög góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Skipulagshæfni


Upplýsingar um starfið veita Jóhann M. Lenharðsson, sviðsstjóri skráningarsviðs, netf. johann.m.lenhardsson@lyfjastofnun.is, og Sigurlaug Kristín Jóhannsdóttir, mannauðsstjóri, netf. sigurlaug.kristin.johannsdottir@lyfjastofnun.is, í síma: 520-2100.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknir um starfið óskast sendar á netfangið atvinna@lyfjastofnun.is, merkt í efnislínu: „Sérfræðingur í teymi klínískra rannsókna“. Æskilegt er að umsækjandinn geti hafið störf sem fyrst. Lyfjastofnun hvetur bæði karla og konur til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 16. júlí 2017.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests. 

Lyfjastofnun er ríkisstofnun sem heyrir undir heilbrigðisráðherra. Helstu hlutverk hennar eru að gefa út markaðsleyfi fyrir lyf á Íslandi í samvinnu við lyfjayfirvöld á Evrópska efnahagssvæðinu, hafa eftirlit  með lyfjafyrirtækjum og heilbrigðisstofnunum á Íslandi, meta gæði og öryggi lyfja og tryggja faglega upplýsingagjöf um lyf til heilbrigðisstarfsfólks og neytenda. Hjá Lyfjastofnun vinna 53 starfsmenn. Stofnunin var í 9. sæti í könnuninni Stofnun ársins 2017 yfir stofnanir með 50 starfsmenn eða fleiri. Lyfjastofnun leggur áherslu á gott vinnuumhverfi, starfsþróun og framfylgir stefnu um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu.

Sérfræðingar á skráningarsviði

Lyfjastofnun auglýsir laus tvö störf sérfræðinga í gæðamatsteymi. Leitað er að öflugum einstaklingum sem reiðubúnir eru að vinna krefjandi og áhugaverð störf. Starfshlutfall er 100%.

Helstu verkefni:

 • Mat á efna- og lyfjafræðilegum gögnum (Module 3) vegna skráninga lyfja
 • Náin samvinna við aðrar lyfjastofnanir á Evrópska efnahagssvæðinu
 • Þverfagleg teymisvinna innan Lyfjastofnunar á mismunandi sviðum
 • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann


Menntunar- og hæfniskröfur:   

 • Meistarapróf í lyfja-, efna- eða lífefnafræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
 • Doktorspróf sem nýtist í starfi er æskilegt   
 • Haldgóð þekking á tölfræði er æskileg
 • Reynsla af mati á aðgengisrannsóknum er æskileg
 • Mjög góð enskukunnátta í ræðu og riti
 • Góð tölvufærni
 • Gott vald á framsetningu efnis á rituðu og mæltu máli
 • Skipulagshæfni
 • Nákvæmni, samviskusemi og ögun í vinnubrögðum
 • Geta til að vinna undir álagi
 • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Mjög góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum


Upplýsingar um störfin veita Jóhann M. Lenharðsson, sviðsstjóri skráningarsviðs, netf. johann.m.lenhardsson@lyfjastofnun.is, og Olaf Ludek, teymisstjóri gæðamatsteymis, netf. olaf.ludek @lyfjastofnun.is, í síma: 520-2100.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknir um störfin óskast sendar á netfangið atvinna@lyfjastofnun.is, merkt í efnislínu: „Sérfræðingar í gæðamatsteymi“. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Lyfjastofnun hvetur bæði karla og konur til að sækja um störfin.

Umsóknarfrestur er til og með 16. júlí 2017.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests. 

Lyfjastofnun er ríkisstofnun sem heyrir undir heilbrigðisráðherra. Helstu hlutverk hennar eru að gefa út markaðsleyfi fyrir lyf á Íslandi í samvinnu við lyfjayfirvöld á Evrópska efnahagssvæðinu, hafa eftirlit  með lyfjafyrirtækjum og heilbrigðisstofnunum á Íslandi, meta gæði og öryggi lyfja og tryggja faglega upplýsingagjöf um lyf til heilbrigðisstarfsfólks og neytenda. Hjá Lyfjastofnun vinna 53 starfsmenn. Stofnunin var í 9. sæti í könnuninni Stofnun ársins 2017 yfir stofnanir með 50 starfsmenn eða fleiri. Lyfjastofnun leggur áherslu á gott vinnuumhverfi, starfsþróun og framfylgir stefnu um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu.