Störf í boði

Störf í boði

Lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi


Lyfjastofnun óskar eftir að ráða í starf lögfræðings og persónuverndarfulltrúa

Lyfjastofnun auglýsir laust starf lögfræðings og persónuverndarfulltrúa. Leitað er að öflugum einstaklingi sem er reiðubúinn að vinna krefjandi og fjölbreytt starf. Starfið heyrir undir Skrifstofu forstjóra. Starfshlutfall er 60%.

Helstu verkefni lögfræðings

 • Lögfræðileg ráðgjöf til forstjóra, sviðsstjóra og annarra starfsmanna stofnunarinnar.
 • Túlkun og skýring laga og reglugerða eða annarra stjórnsýslufyrirmæla.
 • Umsjón með dómsmálum, kvörtunum og kærum sem snúa að starfssviði stofnunarinnar.
 • Undirbúningur og vinna við tillögur að endurskoðun eða breytingu á lögum eða reglugerðum.
 • Þátttaka í nefndarstörfum og störfum vinnuhópa innan og utan stofnunar, ásamt erlendu samstarfi.

Helstu verkefni persónuverndarfulltrúa:
 • Vinna að verkefnum vegna innleiðingar persónuverndarlöggjafar.
 • Veita ráðgjöf um túlkun á lögum um persónuvernd og úrlausn álitaefna.
 • Fræðsla til starfsmanna.
 • Vinna með og vera tengiliður við Persónuvernd.
 • Framkvæmd úttekta.

Menntunar- og hæfniskröfur:
 • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.
 • A.m.k. 3 ára starfsreynsla sem lögfræðingur sem nýtist í starfi.
 • Þekking á stjórnsýslurétti, persónuverndarlögum, Evrópurétti og löggjöf á sviði lyfja og lækningatækja.
 • Reynsla af gerð umsagna um lögfræðileg málefni.
 • Reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu.
 • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli ásamt færni til tjáningar í ræðu og riti.
 • Kunnátta í norðurlandamáli er kostur.
 • Mjög góð samskiptahæfni.
 • Nákvæm, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • Leiðtogahæfni, frumkvæði og metnaður í starfi.
 • Jákvæðni og sveigjanleiki.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Lyfjastofnun hvetur bæði karla og konur til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 7. október 2019.


Var efnið hjálplegt? Nei