Störf í boði

 


Lyfjastofnun er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir velferðarráðuneytið. Hjá Lyfjastofnun eru flestir starfsmenn háskólamenntaðir og/eða með sérþekkingu á lyfjamálum. Krafist er fyllsta hlutleysis í störfum.

Hjá Lyfjastofnun er m.a.unnið að:

  • mati á gæðum og öryggi lyfja
  • eftirliti samkvæmt lyfjalögum
  • upplýsingagjöf fyrir heilbrigðisstéttir og almenning
  • neytendavernd

Lyfjastofnun vill laða til sín vel menntað og metnaðarfullt starfsfólk og bjóða því góða aðstöðu til að þroskast í starfi.

Umsóknir er hafi að geyma upplýsingar um menntun, fyrri störf, meðmælendur og annað er máli skiptir, skal skilað til Lyfjastofnunar, Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík eða í tölvupósti á  merkt: atvinna@lyfjastofnun.is merkt: Starfsumsókn.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna.