Störf í boði hjá Lyfjastofnun

Deildarstjóri upplýsingatæknideildar

Vegna aukinna verkefna óskar Lyfjastofnun eftir að ráða öflugan einstakling til að veita forstöðu deild sem sér um rekstur og uppbyggingu tölvukerfa stofnunarinnar. Leitað er eftir sveigjanlegum og jákvæðum leiðtoga sem er reiðubúinn að vinna fjölbreytt og krefjandi starf. Umsóknarfrestur er til 15. júní nk. Nánari upplýsingar má finna á alfred.is.

Deildarstjóri mannauðsmála

Lyfjafstofnun óskar eftir að ráða deildarstjóra mannauðsmála til starfa. Starfið heyrir undir sviðsstjóra fjármála og reksturs. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Hlutverk deildarstjóra mannauðsmála er að móta stefnu í mannauðsmálum stofnuninnar í samráði við framkvæmdaráð og fylgja eftir faglegri framkvæmd hennar. Umsóknarfrestur er til 10. júní nk. Nánari upplýsingar má finna á alfred.is .

Sex sumarstörf fyrir háskólanema

Lyfjastofnun auglýsir laus til umsóknar sex sumarstörf fyrir háskólanema, en um tveggja mánaða fullt starf er að ræða. Nánari upplýsingar má finna á vef Vinnumálastofnunar. Umsóknarfrestur er til 5. júní nk.


Var efnið hjálplegt? Nei