Störf í boði

 


Lyfjastofnun er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir velferðarráðuneytið. Hjá Lyfjastofnun eru flestir starfsmenn háskólamenntaðir og/eða með sérþekkingu á lyfjamálum. Krafist er fyllsta hlutleysis í störfum.

Hjá Lyfjastofnun er m.a.unnið að:

 • mati á gæðum og öryggi lyfja
 • eftirliti samkvæmt lyfjalögum
 • upplýsingagjöf fyrir heilbrigðisstéttir og almenning
 • neytendavernd

Lyfjastofnun vill laða til sín vel menntað og metnaðarfullt starfsfólk og bjóða því góða aðstöðu til að þroskast í starfi.

Umsóknir er hafi að geyma upplýsingar um menntun, fyrri störf, meðmælendur og annað er máli skiptir, skal skilað til Lyfjastofnunar, Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík eða í tölvupósti á  merkt: atvinna@lyfjastofnun.is merkt: Starfsumsókn.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna.

Lyfjastofnun óskar eftir að ráða lyfjatækni í stoðþjónustu

 

Lyfjastofnun leitar að lyfjatækni i krefjandi og áhugavert starf. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi.

Starfið felst í fjölbreyttum verkefnum í samvinnu við eftirlits- og skráningarsvið stofnunarinnar:


 • Bókun umsókna og innsendra erinda í tölvukerfi stofnunarinnar
 • Umsjón með erindum vegna umbúða og fylgiseðla lyfja
 • Flokkun og frágangur á undanþáguumsóknum
 • Umsjón með símsvörun, fundarherbergjum, innkaupum og matsal
 • Móttaka viðskiptavina og undirbúningur funda
 • Almenn skrifstofustörf fyrir skrifstofu forstjóra o.fl.
 • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann

 

Menntunar- og hæfniskröfur:  

 • Lyfjatæknimenntun
 • Góð almenn tölvuþekking og færni í að tileinka sér nýjungar
 • Góð færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
 • Frumkvæði og metnaður í starfi
 • Góð íslensku- og enskukunnátta er mikilvæg og kunnátta í norðurlandamáli er kostur
 • Stundvísi og samviskusemi

Upplýsingar um starfið veitir Erna Jóna Gestsdóttir, deildarstjóri stoðþjónustu í síma: 520-2100

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og SFR.

Umsóknir um starfið óskast sendar á netfangið atvinna@lyfjastofnun.is. Æskilegt er að starfsmaðurinn geti hafið störf sem fyrst. Lyfjastofnun hvetur bæði konur og karla til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 3. apríl 2017.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests.  

Lyfjastofnun er ríkisstofnun sem heyrir undir heilbrigðisráðherra. Helstu hlutverk hennar eru að gefa út markaðsleyfi fyrir lyf á Íslandi í samvinnu við lyfjayfirvöld á Evrópska efnahagssvæðinu, hafa eftirlit   með lyfjafyrirtækjum og heilbrigðisstofnunum á Íslandi, meta gæði og öryggi lyfja og tryggja faglega upplýsingagjöf um lyf til heilbrigðisstarfsfólks og neytenda. Hjá Lyfjastofnun starfa 55 starfsmenn í 50 stöðugildum. Lyfjastofnun er góður vinnustaður þar sem framfylgt er stefnu um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu.

Sjá nánari upplýsingar um Lyfjastofnun á vefsíðu stofnunarinnar www.lyfjastofnun.is.