Eftirlitsskyld efni

Innflutningur eftirlitsskyldra efna er háður innflutningsvottorði útgefnu af Lyfjastofnun.

Innflutningur

Innflutningur eftirlitsskyldra efna er háður innflutningsvottorði útgefnu af Lyfjastofnun sbr. 6. og 7. gr. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni. Þeir sem hyggjast flytja inn efni merkt DI og DII í reglugerð 233/2001 geta sótt um innflutningsvottorð hjá Lyfjastofnun.

Lyfjastofnun gefur út innflutningsvottorð og gilda þau til innflutnings út almanaksárið, nema fyrir pseudoephedrine, en sækja þarf um leyfi í hvert skipti sem lyfið er flutt inn.

Um hver áramót skulu innflytjendur senda upplýsingar til Lyfjastofnunar um hversu mikið hefur verið flutt inn árið á undan.

Innflytjandi þarf að gefa Lyfjastofnun upplýsingar um sölu á eftirlitsskyldum efnum óski Lyfjastofnun eftir þeim upplýsingum.

Lyfjastofnun gefur ekki út innflutningsvottorð fyrr en innflytjandi hefur sent Lyfjastofnun upplýsingar um innflutning og sölu eftirlitsskyldra efna frá árinu á undan.

Umsóknir

Sótt er um leyfi fyrir innflutningi á eftirlitsskyldum efnum einu sinni á ári og renna öll leyfi út í lok árs óháð því hvenær sótt er um leyfin. Ein undantekning er á þessu en sækja þarf um innflutning á pseudoephedrini við hvern innflutning. Umsóknir eru fylltar út rafrænt á mínum síðum.

Kostnaður við hvert leyfi er samkvæmt gjaldskrá Lyfjastofnunar, 15.700 kr.

Birt með fyrirvara um villur.

Síðast uppfært: 6. febrúar 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat