Umsóknir

Ávana og fíkniefni


Ekki verður tekið á móti umsóknum um inn- og útflutningsleyfi ávana- og fíkniefna frá 16. júlí 2018 til 7. ágúst 2018 vegna sumarleyfa starfsfólks. 

Umsóknir sem þarfnast afgreiðslu fyrir sumarleyfi þurfa að berast fyrir 12. júlí 2018. Neyðartilvikum verður sinnt eins fljótt og unnt er.

Sótt er um leyfi fyrir hverri sendingu vegna innflutnings eða útflutnings á ávana- og fíkniefnum.  Einungis þau fyrirtæki sem hafa leyfi til innflutnings lyfja geta sótt um leyfi til innflutnings eða útflutnings ávana- og fíkniefna.  Eftir að búið er að fylla út umsóknina með nauðsynlegum upplýsingum er hún send Lyfjastofnun á lyfjastofnun@lyfjastofnun.is. Það er á ábyrgð umsækjanda að upplýsingar í umsókn séu réttar. Með umsókn fyrir útflutningsleyfi þarf að fylgja innflutningsleyfi frá innflutningslandi.

Kostnaður við leyfi er samkvæmt gjaldskrá Lyfjastofnunar.

Athugið að inn- og útflutningsleyfi ávana- og fíkniefna verða afgreidd á mánudögum frá og með 11. júní 2018 en ekki á miðvikudögum eins og áður var.

Innflutningsleyfi

Útflutningsleyfi

Eftirlitsskyld efni

Sótt er einu sinni ári um leyfi fyrir innflutningi á eftirlitsskyldum efnum og renna öll leyfi út í lok árs óháð því hvenær sótt er um leyfin. Ein undantekning er á þessu en sækja þarf um innflutning á pseudoephedrini við hvern innflutning. Eftir að búið er að fylla út umsóknina með nauðsynlegum upplýsingum er umsóknin send Lyfjastofnun á lyfjastofnun@lyfjastofnun.is. Það er á ábyrgð umsækjanda að upplýsingar í umsókn séu réttar.

Kostnaður við leyfi er samkvæmt gjaldskrá Lyfjastofnunar.

Innflutningsvottorð

Innflutningsleyfi vegna pseudoephedrins


Var efnið hjálplegt? Nei