Umsóknir um flokkun vöru

Sækja skal skriflega um flokkun á vöru til Lyfjastofnunar á þar til gert umsóknareyðublað. Með umsókn skal fylgja:

  • Sýnishorn af tilbúinni vöru (merkimiðar nægja).
  • Nákvæm innihaldsskrá þar sem fram koma öll innihaldsefni vörunnar og magn hvers efnis.
  • Öll gögn sem innflytjandi/framleiðandi óskar eftir að tekið sé tillit til við mat á vörunni.

Gjald fyrir flokkun er samkvæmt gjaldskrá Lyfjastofnunar. Vinna við flokkun hefst þegar flokkunargjald hefur verið greitt.

Umsókn um flokkun vöru


Var efnið hjálplegt? Nei