Gæðastaðlar (GXP)

Öll meðhöndlun og umsýsla lyfja s.s. framleiðsla, innflutningur, dreifing, notkun, verkun og tilraunir með lyf lúta ákveðnum skilgreindum gæðastöðlum sbr. staðla sem tilgreindir eru undir valhnappnum Gæðastaðlar vinstra megin á síðunni.

GMP

Eftirfarandi reglur gilda fyrir góða starfshætti í lyfjagerð - Good Manufacturing Practice (GMP)

Íslensk þýðing á GMP reglum frá 1997. ATH! Íslenskri þýðingu hefur ekki verið haldið við til samræmis við breytingar sem orðið hafa síðan 1997. Ekki er því hægt að nota íslensku þýðinguna við lyfjaframleiðslu. Hún getur hins vegar gagnast við hlið ensku útgáfunar t.d. varðandi orðanotkun og skilning á þeim greinum sem engin breyting hefur orðið á.

GMP reglur – ensk útgáfa framkvæmdastjórnar Evrópu, EudraLex - Volume 4 Good manufacturing practice (GMP) Guidelines.

GDP

Eftirfarandi reglur gilda fyrir góða starfshætti við lyfjadreifingu - Good Distribution Practice (GDP)

GDP reglur – ensk heildarútgáfa

GPP

Samtökin Pharmaceutical Inspection Co-operation Scheme (PIC/S) hafa gefið út leiðbeiningar fyrir góða starfshætti í lyfjabúðum - Good Pharmacy Practice (GPP). Leiðbeiningarnar eru ekki bindandi hér á landi en geta gagnast þeim sem stunda lyfjaframleiðslu í lyfjabúðum og heilbrigðisstofnunum.

GPP reglur – Good Practices for the Preperation of Medicinal Products in Healthcare Establishments.

GCP

Eftirfarandi reglur gilda fyrir góða starfshætti í klínískum lyfjarannsóknum - Good Clinical Practice (GCP)

Eudralex Volume 10 Clinical Trial Guidelines

GCP reglur - Good Clinical Practices

GVP

Eftirfarandi reglur gilda fyrir góða starfhætti við lyfjagát – Good Pharmacovigilance practice. (GVP)

Good Pharmacovigilance practices

Var efnið hjálplegt? Nei