Lyfjaskortur

Fréttir varðandi lyfjaskort

Hér finnur þú upplýsingar um lyf sem hafa farið á bið í lengri tíma og hugsanlegar lausnir hvernig hægt er að bregðast við.  Þessar upplýsingar eru ætlaðar almenningi, læknum og starfsfólki apóteka. Þetta er ekki tæmandi listi og í sumum tilvikum er ekki um lyfjaskort að ræða lengur. Athugið að yfirlit yfir tilkynntan lyfjaskort er nú aðgengilegt. Í sumum tilfellum eru fréttir birtar og eru þær þá aðgengilegar hér.

Tilkynningarskylda lyfjafyrirtækja

Tilkynna um lyfjaskort

Spurt og svarað um lyfjaskort

Grein um ástæður lyfjaskorts og möguleg úrræði 


Oxynorm Dispersa

17. október 2019

Lyfið Oxynorm Dispersa (Oxýkódonhýdróklóríð) 5, 10 og 20 mg töflur, er ófáanlegt hjá heildsala og í flestum apótekum. 

Útvegað hefur verið óskráð lyf frá sama framleiðanda Oxynorm 5 mg hylki, sem ekki hefur markaðsleyfi hér á landi. Lyfjastofnun mun samþykkja pappírs undanþágulyfseðla fyrir lyfið meðan skráða lyfið er ófáanlegt og apótek getaþví afgreitt undanþágulyfseðilinn áður en formleg staðfesting berst frá Lyfjastofnun. 

Óskráða lyfið er væntanlegt í rafræna undanþágulyfjaverðskrá 1. nóvember nk. og verður þá hægt að ávísa lyfinu með rafrænni undanþágulyfjaávísun.

Ráð til lyfjanotenda: Þeim lyfjanotendum sem grípa í tómt í apótekum er bent á að ræða við ávísansi lækni eða lyfjafræðing. Ef nauðsynlegt reynist að stöðva eða skipta um lyfjameðferð er mikilvægt að það sé gert í samráði við lækni.

Ráð til lækna: Undanþágulyfseðlar fyrir óskráða lyfið má álykta að verði afgreiddir samdægurs í apótekum, þar sem lyfjafræðingur þarf ekki að bíða eftir formlegu samþykki stofnunarinnar á meðan skráða lyfið er ófáanlegt. 

Lyfjastofnun minnir á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.


Nozinan

9. október 2019

Lyfið Nozinan (levomepromazine) 5 og 25 mg töflur, verður fyrirsjáanlega ófáanlegt á næstu dögum/vikum í apótekum. Ástæðan er framleiðslutengd vandamál þar sem markaðsleyfishafinn Meda leitar eftir nýjum framleiðanda fyrir lyfið. Lyfið er að mestu ófáanlegt á mörkuðum í Evrópu og ófyrirséð hvenær breyting verður þar á.

Útvegað hefur verið, amk. tímabundið, óskráð Nozinan lyf sem ekki hafa markaðsleyfi hér á landi en aðeins í styrkleikunum 25 og 100 mg. Hægt er að ávísa lyfjunum með rafrænni undanþágulyfjaávísun.

Ráð til lyfjanotenda: Þeim lyfjanotendum sem grípa í tómt í apótekum er bent á að kanna hvort lyfið sé fáanlegt í öðru apóteki hér á landi. Listi yfir apótek á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum stofnunarinnar hefur amk. Lyfjaver apótek í Raykjavík einhverjar birgðir af 5 mg töflum eins og er. 

Ef nauðsynlegt reynist að stöðva eða skipta um lyfjameðferð er mikilvægt að það sé gert í samráði við lækni.

Ráð til lækna: Ef til þess kemur að skortur verður á lyfinu þannig að ekki sé hægt að halda meðferð áfram eða aðlaga að þeim styrkleikum af óskráðu lyfi sem fáanlegt er, bendir stofnunin læknum á að kanna aðra lyfjameðferamöguleika sem eru á markaði, allt eftir því við hvaða ábendingu lyfið er notað. 

Lyfjastofnun minnir á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

Til lyfjafræðinga í apótekum: Vegna fyrirspurna bendir Lyfjastofnun á að ef aðstæður koma upp að lyfjanotandi leiti í apótek með venjulega lyfjaávísun og ekki næst í ávísandi lækni til að ræða og upplýsa um undanþágulyfjaávísun fyrir óskráð lyf, þá geta  lyfjafræðingar lagt mat á aðstæður um hvort neyðartilfelli sé að ræða. Ef um neyðartilfelli er að ræða er það mat Lyfjastofnunar að lyfjafræðingar geti nýtt sér neyðarafgreiðslurétt sinn, skv. 19. gr. reglugerðar nr. 1266/2017 um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja og afgreitt lyfið áður en sú undanþágulyfjaávísun berst.  Lyfjastofnun minnir á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

Sinemet

29. september

Sinemet (báðir styrkleikar) og Sinemet depot mite 125 mg er ófáanlegt hjá heildsölu. 

Sinemet depot mite (125 mg) er væntanlegt aftur hjá heildsala í lok október og Sinemet 12,5/50mg í byrjun nóvember. Sinemet 25/100 mg  er aftur á móti ekki væntanlegt til landsins  fyrr en 31.01.2020. 

Lyfjastofnun ráðleggur lyfjanotendum að ráðfæra sig við ávísandi lækni og/eða lyfjafræðing ef breyta þarf meðferð vegna þess að lyfið er ófáanlegt.

Zantac mixtúra

27. september 2019 

Lyfið Zantac mixtúra hefur verið innkallað frá apótekum að frumkvæði markaðsleyfishafa. Ástæðan er varúðarráðstafanir þar sem nítrósamín hefur greinst yfir viðmiðunarmörkum í sumum ranitidín-lyfjum, og lyf sem innihalda virkt efni frá ákveðnum framleiðendum hafa verið innkölluð

Til lyfjanotenda: Engin bráð hætta er á ferðum fyrir lyfjanotendur heldur er um varúðarráðstafanir að ræða út frá gæðakröfum. Þetta þýðir að ekki er nauðsynlegt að skipta um lyf og mikilvægt er að lyfjanotendur hætti ekki meðferð sjálfir án samráðs við lækni. Sambærileg lyf eru fáanleg bæði gegn ávísun lyfseðils og í lausasölu. Ef nauðsyn krefur er hægt að hafa samband við lækni til að fá ávísað öðru lyfi þegar svo ber undir.

  • Óhætt er að halda áfram að taka lyfið ef meðferð er þegar hafin
  • Ekki hætta eða breyta meðferð án samráðs við lækni.
  • Ef nauðsynlegt reynist að stöðva eða skipta um lyfjameðferð vegna þess að lyfið er nú ófáanlegt, er mikilvægt að það sé gert í samráði við lækni. 
  • Vakni spurningar vegna meðhöndlunar með ranitidín-lyfjum ættirðu að tala við lækni eða lyfjafræðing í apóteki


Til lækna: Lyfið Nexium mixtúrukyrni er fánlegt og hægt að ávísa við sambærilegum ábendingum.

Lexotan

27. september 2019 

Lyfið Lexotan 3 mg töflur verður afskráð úr lyfjaverðskrá frá 1. október. Enn eru til einhverjar pakkningar af lyfinu í apótekum.

Ráð til lyfjanotenda: Þeim lyfjanotendum sem grípa í tómt í apótekum er bent á að kanna hvort lyfið sé fáanlegt í öðru apóteki hér á landi. Listi yfir apótek á Íslandi

Ef nauðsynlegt reynist að stöðva eða skipta um lyfjameðferð er mikilvægt að það sé gert í samráði við lækni.

Ráð til lækna: Ýmis önnur róandi- og kvíðastillandi lyf eru á markaði hér á landi og er læknum bent á að íhuga aðra meðferðar möguleika ef kostur er á. Fyrir þá sjúklinga sem þurfa nauðsynlega á brómazepam lyfi að halda verður undanþágulyfið Bromam 3 mg fáanlegt hjá heildsölu í lok október.

Lyfjastofnun minnir á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

Elvanse Adult

27. september 2019 

Lyfið er uppselt hjá heildsölu það eru ennþá til einhverjar pakkningar í nokkrum apótekum en eru að klárast. Ný sending er væntanleg til dreifingaraðila 1. október.

Flunitrazepam Mylan

24. september 2019

Framleiðslu á lyfinu Flunitrazepam Mylan hefur verið hætt og lyfið áfskráð hér á landi, 30 stk. pakkningar eru ófáanlegar hjá heildsölu en 100 stk. pakkningar sem ætlaðar eru til lyfjaskömmtunar eru enn til.

Ráð til lyfjanotenda: Þeim lyfjanotendum sem grípa í tómt í apótekum er bent á að kanna hvort lyfið sé fáanlegt í öðru apóteki hér á landi. Listi yfir apótek á Íslandi. Einnig er hægt að leita til skömmtunarfyrirtækja þar sem að birgðir á skömmtunar pakkningu eru enn til í landinu.

Ef nauðsynlegt reynist að stöðva eða skipta um lyfjameðferð er mikilvægt að það sé gert í samráði við lækni.

 Ráð til lækna: Ýmis önnur svefnlyf eru á markaði hér á landi og er læknum bent á að íhuga aðra meðferðar möguleika ef kostur er á . Fyrir þá sjúklinga sem þurfa nauðsynlega á flunitrazepam lyfi að halda verður undanþágulyfið Rohypnol 1 mg 30 stk. fáanlegt eftir helgi.

20. september 2019

Lyfið Flunitrazepam Mylan í 30 stk. pakkningu er ófáanlegt hjá heildsölu og verður afskráð þar sem framleiðslu hefur verið hætt.

Lyfjabúðum er bent á að upplýsa viðskiptavini sína (sjúklinga eða lækna) um að hætt sé að framleiða lyfið og leita skuli annara meðferðarúrræða m.t.t. lyfja sem hafa markaðsleyfi hér á landi eftir því sem kostur er.

Óskráð lyf með sama virka innihaldsefni er væntanlegt í október en æskilegt er að læknar kanni fyrst hvort önnur lyf með markaðsleyfi geti komið til greina sem meðferðarúrræði eins og fyrr segir.

Ráð til lyfjanotenda: Þeim lyfjanotendum sem grípa í tómt í apótekum er bent á að kanna hvort lyfið sé fáanlegt í öðru apóteki hér á landi. Listi yfir apótek á Íslandi.

Ef nauðsynlegt reynist að stöðva eða skipta um lyfjameðferð er mikilvægt að það sé gert í samráði við lækni.

Stesolid

20. september 2019

Óskráð lyf Diazepam með sama virka innihaldsefni er nú fáanlegt bæði 2 og 5 mg og hægt að ávísa á undanþágu, en æskilegt er að læknar kanni fyrst hvort önnur lyf með markaðsleyfi geti komið til greina sem meðferðarúrræði.

Lyfjastofnun minnir á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

12. september 2019

Fyrirsjánlegt er að Stesolid töflur verði tímbaundið ófáanlegar hjá heildsölu á næstu dögum, en enn eru fáanlegar nokkrar pakkningar af Stesolid 2mg 25stk og Stesolid 5mg 100stk.

Von er á óskráðu lyfi sem inniheldur sama virka innihaldsefni, Diazepam 2mg 28stk. og Diazepam 5mg 28stk., í sölu á næstu dögum til að mæta skorti á lyfinu, eða þar til allar pakkningar af Stesolid verða komnar aftur í lok október.

Ráð til lyfjanotenda: Enn eru til einhverjar pakkningar í apótekum landsins. Lyfjastofnun beinir til þeirra lyfjanotenda sem grípa í tómt í apóteki að kanna hvort lyfið sé fáanlegt í öðru apóteki hér á landi. Listi yfir apótek á Íslandi.

Ef nauðsynlegt reynist að rjúfa eða skipta um lyfjameðferð er mikilvægt að það sé gert í samráði við lækni.

Ráð til lyfjabúða: Fáanlegar pakkningarstærðir hverju sinni eiga ekki að takmarka afgreiðslu á því lyfi sem læknir ávísar. Þannig að ef ávísað er minna magni en minnsta pakkningastærð sem hægt er að afgreiða hverju sinni þá geta lyfjabúðir rofið pakkningar sbr. 16. gr. reglugerðar nr. 1266/2017 um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja

Euthyrox

19. júlí 2019

Euthyrox fæst nú afgreitt gegn venjulegri lyfjaávísun.

Til að bregðast við skorti hefur Lyfjastofnun veitt heimild til sölu á Euthyrox, 50 og 100 míkróg töflum, í hollenskum 90 stk. pakkningum án umpökkunar. Um er að ræða sama lyfið og skráð er í lyfjaskrám. Ekki þarf að ávísa lyfinu á undanþágulyfseðli.

Um er að ræða eftirfarandi vörunúmer:

  • Vnr 97 96 19 - Euthyrox - 50 - míkróg tafla – 90 stk.
  • Vnr 97 96 27 - Euthyrox - 100 - míkróg tafla – 90 stk


Mikilvægt er að sjúklingar viti að íslenskur fylgiseðill Euthyrox er aðgengilegur á vef Lyfjastofnunar. Apótek þurfa að benda sjúklingum á þetta.

Lyfjastofnun fer fram á að markaðsleyfishafi tryggi að apótek hafi eintök af fylgiseðlum á íslensku og að apótek afhendi hann sjúklingum sem eru að fá lyfið í fyrsta sinn. Sjá nánar í frétt á forsíðu

18. júlí 2019

Til að koma í veg fyrir skort hefur Lyfjastofnun veitt undanþágu til sölu á Euthyrox, 50 og 100 míkróg töflum, í hollenskum 90 stk pakkningum. Um er að ræða sama lyfið og skráð er í lyfjaskrám. Vakin er athygli á að íslenskur fylgiseðill er aðgengilegur á vef Lyfjastofnunar (sérlyfjaskrá).

Um eftirtaldar pakkningar er að ræða:

  • Vnr 97 96 19 - Euthyrox - 50 - míkróg tafla – 90 stk.
  • Vnr 97 96 27 - Euthyrox - 100 - míkróg tafla – 90 stk.

24. júní 2019

Óskráð Euthyrox lyf í erlendum pakkningum er nú fáanlegt hjá heildsölu. Hægt verður að ávísa lyfinu rafrænt frá 1. júlí nk. Einnig geta þeir sem ekki hafa aðgang að rafrænu undanþágulyfjakerfi ávísað lyfinu með undanþágulyfseðli á pappír. Lyfjastofnun mun samþykkja undanþágulyfseðla fyrir lyfið meðan skráða lyfið er ófáanlegt og apótek getur því afgreitt undanþágulyfseðilinn áður en formleg staðfesting berst . Ekki þarf að sækja um lyfjaskírteini fyrir hvern og einn sjúkling.

Lyfjastofnun minnir á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

5. júní 2019

Euthyrox 100 mcg töflur eru nú aftur ófáanlegar hjá heildsölu en ennþá eru til birgðir af Euthyrox 50 mcg töflum eins og er. Unnið er að því að útvega stærri birgðir en uppsöfnuð eftirspurn hjá birgja erlendis veldur því að um takmarkað framboð er að ræða eins og er.

3. júní 2019

Lyfið er nú aftur fáanlegt í báðum styrkleikum.

23.maí 2019

Euthyrox 100 mcg töflur hafa verið ófáanlegar hjá heildsölu frá því um miðjan mars og nú eru Euthyrox 50 mcg töflur einnig ófáanlegar hjá heildsölu og er von á báðum styrkleikum í fyrstu vikunni í júní.

Lyfið Levaxin er fáanlegt hjá heildsölu en það inniheldur sama virka efnið. Ef nauðsynlegt reynist að breyta eða stöðva lyfjameðferð þarf að gera það í samráði við lækni.

Tamoxifen Mylan

11. júlí 2019

Vegna tæknilegra vandamála við framleiðslu verður skráða lyfið Tamoxifen Mylan 20 mg 100 stk. töflur ófáanlegt að sögn fram til október/nóvember á þessu ári. Óskráð lyf hefur verið útvegað (Vnr. 969115 Tamoxifen 20 mg töflur 100 stk.) og er fáanlegt hjá heildsölu og verður hægt að ávísa lyfinu á undanþágu um leið og birgðir af skráða lyfinu klárast.  Undanþágulyfið er birt í rafrænni undanþágulyfjaverðskrá og því verður hægt að ávísa lyfinu rafrænt. Einnig geta þeir sem ekki hafa aðgang að rafrænu undanþágulyfjakerfi ávísað lyfinu með undanþágulyfseðli á pappír. Lyfjastofnun mun samþykkja undanþágulyfseðla fyrir lyfið meðan skráða lyfið er ófáanlegt og apótek getur því afgreitt lyfseðilinn áður en formleg staðfesting berst.

Minnt er á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

13. mars 2019 

Skráða lyfið Tamoxifen Mylan er nú aftur fáanlegt hjá heildsölu. Lyfið hefur verið ófáanlegt í þó nokkurn tíma.

14. janúar 2019

Vegna ófyrirséðna aðstæðna kláruðust birgðir af undanþágulyfinu um skamman tíma í síðustu viku en samkvæmt upplýsingum frá heildsölu verður lyfið nú aftur fáanlegt frá og með 15.janúar.

2. janúar 2019

Skráða lyfið Tamoxifen Mylan töflur 10 mg og 20 mg er enn ófáanlegt hjá heildsölu og ekki von á því fyrr en í febrúar skv. upplýsingum heildsölu. Undanþágulyfið Tamoxifen 20 mg er fáanlegt gegn undanþágu. Undanþágulyfið var birt í rafrænni undanþágulyfjaverðskrá 1. desember sl. og því er hægt að ávísa lyfinu rafrænt. Einnig geta þeir sem ekki hafa aðgang að rafrænu undanþágulyfjakerfi ávísað lyfinu með undanþágulyfseðli á pappír. Lyfjastofnun mun samþykkja undanþágulyfseðla fyrir lyfið meðan skráða lyfið er ófáanlegt og apótek getur því afgreitt lyfseðilinn áður en formleg staðfesting berst.

Minnt er á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

14. nóvember 2018

Skráða lyfið Tamoxifen Mylan töflur 10 mg og 20 mg er ófáanlegt hjá heildsölu. Undanþágulyfið Tamoxifen 20 mg er fáanlegt gegn undanþágu. Undanþágulyfið hefur ekki verið birt í rafrænni undanþágulyfjaverðskrá og því verður að ávísa lyfinu með pappírsundanþágulyfseðli. Lyfjastofnun mun samþykkja undanþágulyfseðla fyrir lyfið meðan skráða lyfið er ófáanlegt og apótek getur því afgreitt lyfseðilinn áður en formleg staðfesting berst . Ekki þarf að sækja um lyfjaskírteini fyrir hvern og einn sjúkling. Sama gildir um undanþágulyfið Tamoxifen 10 mg en von er á því til landsins í næstu viku.

Von er á skráðu lyfjunum til landsins í lok mánaðarins.

Minnt er á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

Lyfjaskortur - yfirlit

Lyfjastofnun birtir yfirlit um tilkynntan lyfjaskort sem er uppfært vikulega.

Sjá yfirlit.


Biðlistar lyfja

Lyf sem eru á markaði en af einhverjum orsökum eru ekki til hjá lyfjaheildverslunum, tímabundið, eru birt á biðlistum fyrirtækjanna. Einnig birta Sjúkratryggingar Íslands sameiginlegan biðlista allra lyfjaheildverslana en þó ekki með öllum upplýsingum sem koma fram á biðlistum þeirra.


Athugið að þó að lyf sé á biðlista heildsölu er ekki þar með sagt að skortur sé á umræddu lyfi í apótekum.
Var efnið hjálplegt? Nei