Lyfjaskortur

Fréttir varðandi lyfjaskort

Hér finnur þú upplýsingar lyf sem hafa farið á bið í lengri tíma og hugsanlegar lausnir hvernig hægt er að bregðast við. Þessar upplýsingar eru miðaðar til almennings, lækna og apóteka.

Spurt og svarað um lyfjaskort

Grein um ástæður lyfjaskorts og möguleg úrræði

Buspiron Mylan

22. október 2018 Til lækna:

Skráða lyfið Buspiron Mylan töflur 5 mg og 10 mg, 100 stk. er ófáanlegt hjá heildsölu. Undanþágulyf, Busp töflur 5 mg og 10 mg 100 stk er fáanlegt. Hægt er að ávísa Busp rafrænt. Einnig geta þeir sem ekki hafa aðgang að rafrænu undanþágulyfjakerfi ávísað Busp með undanþágulyfseðli á pappír

Samkvæmt upplýsingum frá heildsölu er ástæða skortsins framleiðslutöf hjá birgja og er nú fyrirséð að skorturinn vari lengur en gert hafði verið ráð fyrir í fyrstu. Áætlað er Buspiron Mylan verði fáanlegt aftur um mitt næsta ár.

Lyfjastofnun minnir á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

Furadantin

2. október 2018: Til lækna

Skráða lyfið Furadantin 50 mg töflur er ófáanlegt hjá heildsölu en óskráð lyf Nifurantin 50 mg töflur 100 stk. er fáanlegt og hefur verið birt í rafrænni undanþáguverðskrá. Því er hægt að ávísa lyfinu rafrænt. Einnig geta þeir sem ekki hafa aðgang að rafrænu undanþágulyfjakerfi ávísað lyfinu með undanþágulyfseðli á pappír. Samkvæmt upplýsingum heildsölu er búist við skráða lyfinu aftur í febrúar 2019.

Lyfjastofnun minnir á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

Exemestan Actavis - Exmestan Actavis er nú fáanlegt

1. október 2018

Lyfið Exemestan Actavis er nú fáanlegt.

18. september 2018: Til sjúklinga

Lyfið Exemestan Actavis 25 mg töflur (samheitalyf) hefur verið ófáanlegt í heildsölu síðan 15. maí sl. Aromasin 25 mg töflur (frumlyfið) sem inniheldur sama virka efni er til í heildsölu. Aromasin er með greiðsluþátttöku og fellur undir greiðsluþrep samkvæmt reglum Sjúkratrygginga Íslands. Von er á Exemestan Actavis 1. október nk.

Ef samheitalyfið fer á bið þá eykst greiðsluhluti Sjúkratrygginga Íslands og verð frumlyfsins verður viðmiðunarverð. 


Folic Acid - Folsyra Evolan er nú fáanlegt

15.október 2018: Til lækna

Folsyra Evolan 5 mg töflur komu á markað 1.október 2018 og eru nú fáanlegar.

14.september 2018: Til lækna

Skráða lyfið Folic Acid 5 mg töflur 28 stk. er ófáanlegt í heildsölu en óskráð lyf, Folsaure 5 mg töflur er fáanlegt og hefur verið birt í rafrænni undanþágulyfjaverðskrá. Því er hægt að ávísa lyfinu rafrænt. Einnig geta þeir sem ekki hafa aðgang að rafrænu undanþágulyfjakerfi ávísað lyfinu með undanþágulyfseðli á pappír. Ekki liggur fyrir hvenær skráða lyfið verður fáanlegt aftur.

Cardosin Retard og Carduran Retard


8. nóvember 2018

Til að koma í veg fyrir skort, hefur Lyfjastofnun, veitt heimild til sölu ofangreinds lyfs í sænskum pakkningum, með öðru heiti og öðru norrænu vörunúmeri en kemur fram í lyfjaskrám. Um er að ræða eftirtalið:


  • Vnr 02 15 00 – Doxazosin Actavis (SE) – forðatafla – 4 mg – 100 stk.

Heiti lyfs í lyfjaskrám er Cardosin Retard og norrænt vörunúmer Vnr 01 33 02.

Pakkningar eru sænskar, en lyfinu verður umpakkað þannig að límmiði með íslenskri áletrun verður á ytri umbúðum. Rétt norrænt vörunúmer kemur sömuleiðis fram þar, og íslenskur fylgiseðill mun fylgja hverri pakkningu lyfsins. 


22. september 2018

Cardosin Retard er núna fáanlegt í heildsölu.                                                                           

13. september 2018: Til lækna

Skráðu lyfin Cardosin Retard 4 mg forðatöflur og Carduran Retard 4 mg forðatöflur eru ófáanleg í heildsölu. 

Óskráða lyfið Doxazosin 4 mg töflur er fáanlegt og hefur verið birt í rafrænni undanþáguverðskrá og er því hægt að ávísa lyfinu rafrænt. Vakin er athygli á því að um er að ræða annað lyfjaform, töflur en ekki forðatöflur. Lyfjahvörf lyfjaformanna eru ólík, t.d. er frásog af töflunum meira og ójafnara (toppar) en af skráðu forðatöflunum. Lyfjastofnun vill því benda læknum á upplýsingar um frásog í kafla 5.2 í samantekt á eiginleikum (SmPC) skráðu lyfjanna Carduran Retard og Cardosin Retard þar sem þau eru borin saman við venjulegar töflur.

Þeir læknar sem ekki hafa aðgang að rafrænu undanþágulyfjakerfi geta ávísað lyfinu með undanþágulyfseðli á pappír.

Lyfjastofnun minnir á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

Colrefuz

24. ágúst 2018: Til lækna

Skráða lyfið Colrefuz 500 míkróg. töflur er ófáanlegt hjá heildsölu en óskráð lyf Colchicine 500 míkróg. töflur er nú fáanlegt og hefur verið birt í rafrænni undanþáguverðskrá. Því er hægt að ávísa lyfinu rafrænt. Einnig geta þeir sem ekki hafa aðgang að rafrænu undanþágulyfjakerfi ávísað lyfinu með undanþágulyfseðli á pappír. Ekki liggur fyrir hvenær skráða lyfið verður fáanlegt aftur.

Lyfjastofnun minnir á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.


Quinine Sulfate Actavis - Lyfið er nú fáanlegt

11. september 2018

Quinine Sulfate Actavis er núna fáanlegt í heildsölu.

10. júlí 2018: Til lækna:

Quinine Sulfate Actavis 200 mg töflur, 28 stk. sem hefur  verið  ófáanlegt síðan í febrúar er nú komið aftur í sölu. Lyfið var fellt úr lyfjaverðskrá vegna birgðaskorts en mun birtast aftur í næstu útgáfu þann 1. ágúst. Lyfjagreiðslunefnd hefur heimilað sölu pakkningarinnar strax en ekki verður hægt að ávísa lyfinu rafrænt fyrr en 1. ágúst.


Co-trimoxazole

9.júlí 2018: Til lækna

Skráða lyfið Co-trimoxazole er ófáanlegt hjá heildsölu en óskráð lyf, Co-Trimoxazole 480 mg töflur, 28 stk. er nú fáanlegt og hefur verið birt í rafrænni undanþáguverðskrá. Því er hægt að ávísa lyfinu rafrænt. Einnig geta þeir sem ekki hafa aðgang að rafrænu undanþágulyfjakerfi ávísað lyfinu með undanþágulyfseðli á pappír. Ekki liggur fyrir hvenær skráða lyfið verður fáanlegt aftur.

Lyfjastofnun minnir á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

  

Testogel - Lyfið er nú fáanlegt

31.ágúst 2018

Testogel er núna fáanlegt í heildsölu.

9.júlí 2018: Til lækna:

Testogel hlaup 50 mg í skammtapoka hefur verið ófáanlegt um nokkra hríð en óskráða lyfið Tostrex er nú fáanlegt á ný og er hægt að ávísa því rafrænt. Einnig geta þeir sem ekki hafa aðgang að rafrænu undanþágulyfjakerfi ávísað lyfinu með undanþágulyfseðli á pappír. Ekki liggur fyrir hvenær skráða lyfið verður fáanlegt aftur.

Lyfjastofnun minnir á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

Typhim Vi - Lyfið er nú fáanlegt

11.júní 2018 - Undanþága: veitt heimild til sölu í sænsk-finnskum pakkningum

Til að koma í veg fyrir skort hefur Lyfjastofnun veitt heimild til sölu 2000 pakkninga lyfsins Typhim Vi í sænsk-finnskum pakkningum. Þær eru með öðru norrænu vörunúmeri en er að finna í lyfjaskrám. Norrænt vörunúmer á sænsk-finnskum pakkningum er Vnr 18 18 62, en Vnr 02 83 14 er í lyfjaskrám.

Um eftirtalda pakkningu er að ræða:

  • Vnr 02 83 14 - Typhim Vi - 25 míkróg/0,5 ml - stungulyf, lausn – áfyllt sprauta


Testogel - Lyfið er nú fáanlegt

22.maí 2018 - Til lækna:

Testogel hlaup 50 mg í skammtapoka hefur verið ófáanlegt undanfarið en hægt hefur verið að ávísa óskráðu Testogel og Tostran hlaupi á undanþágulyfseðli. Þessi lyf eru nú einnig ófáanleg en hægt er að ávísa Tostrex hlaupi 2% 60 mg á undanþágulyfseðli. Það verður þó ekki hægt að ávísa því á rafrænum undanþágulyfseðli fyrr en 1.júní þegar ný undanþágulyfjaverðskrá verður gefin út. Lyfjastofnun minnir á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

Furadantin

18.maí 2018 - Til lækna:

Furadantin 50 mg töflur í 15 stykkja pakkningum sem hefur verið ófáanlegt er nú komið í sölu. Lyfið var fellt úr lyfjaverðskrá vegna birgðaskorts og kemur ekki aftur inn í hana fyrr en við næstu útgáfu 1. júní.  Lyfjagreiðslunefnd hefur heimilað sölu pakkningarinnar strax en ekki er hægt að ávísa henni með rafrænum hætti fyrr en 1. júní.

 

Nystimex - Lyfið er nú fáanlegt

16.maí 2018 - Til lækna:

Skráða lyfið Nystimex (nýstatín), sem hefur verið ófáanlegt er nú komið í sölu. Nota skal venjulegan lyfseðil til að ávísa lyfinu. 


Twinrix og Havrix - Flestar pakkningar nú fáanlegar

24.apríl 2018  

Skortur er á bóluefnunum Havrix og Twinrix sem gefin eru til varnar lifrarbólgu A annars vegar, og lifrarbólgu A og B hins vegar.  Ástæðan er framleiðsluvandi og því er um skort á heimsvísu að ræða.

Lyfjastofnun hefur unnið að því undanfarið að finna lausn á vandanum í samstarfi við umboðsaðila og innflytjanda. 

Bóluefnið Havrix, er ekki fáanlegt hér á landi. Hins vegar er fáanlegt annað bóluefni í sama lyfjaflokki sem er ekki á markaði á Íslandi, Vaqta, en hægt er að afgreiða það sem undanþágulyf með rafrænum og skjótvirkum hætti. Af því komu 200 skammtar til landsins í byrjun vikunnar og 100 skammtar eru væntanlegir í næstu viku.

Bóluefnið Twinrix er einnig ófáanlegt tímabundið hérlendis. Twinrix, eins og Havrix, er framleitt í tvenns konar styrkleika, annars vegar fyrir börn, hins vegar fyrir fullorðna. Samkvæmt upplýsingum frá innflytjanda er Twinrix fyrir fullorðna ekki væntanlegt fyrr en í október næstkomandi, en Twinrix fyrir börn verður hægt að fá í byrjun næstu viku. Þá ættu 680 skammtar þess bóluefnis að vera komnir til landsins.Biðlistar lyfja

Lyf sem eru á markaði en af einhverjum orsökum eru ekki til hjá lyfjaheildverslunum, tímabundið, eru birt á biðlistum fyrirtækjanna. Einnig birta Sjúkratryggingar Íslands sameiginlegan biðlista allra lyfjaheildverslana en þó ekki með öllum upplýsingum sem koma fram á biðlistum þeirra.


Uppfært 8.11.2018

Var efnið hjálplegt? Nei