Lyfjaskortur

Fréttir varðandi lyfjaskort


10. júlí 2018: Til lækna: Vegna Quinine Sulfate Actavis

Quinine Sulfate Actavis 200 mg töflur, 28 stk. sem hefur  verið  ófáanlegt síðan í febrúar er nú komið aftur í sölu. Lyfið var fellt úr lyfjaverðskrá vegna birgðaskorts en mun birtast aftur í næstu útgáfu þann 1. ágúst. Lyfjagreiðslunefnd hefur heimilað sölu pakkningarinnar strax en ekki verður hægt að ávísa lyfinu rafrænt fyrr en 1. ágúst.

9. júlí 2018: Til lækna: vegna skorts á Co-trimoxazole

Skráða lyfið Co-trimoxazole er ófáanlegt hjá heildsölu en óskráð lyf, Co-Trimoxazole 480 mg töflur, 28 stk. er nú fáanlegt og hefur verið birt í rafrænni undanþáguverðskrá. Því er hægt að ávísa lyfinu rafrænt. Einnig geta þeir sem ekki hafa aðgang að rafrænu undanþágulyfjakerfi ávísað lyfinu með undanþágulyfseðli á pappír. Ekki liggur fyrir hvenær skráða lyfið verður fáanlegt aftur.

Lyfjastofnun minnir á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

  

9. júlí 2018: Til lækna: Vegna skorts á Testogel

Testogel hlaup 50 mg í skammtapoka hefur verið ófáanlegt um nokkra hríð en óskráða lyfið Tostrex er nú fáanlegt á ný og er hægt að ávísa því rafrænt. Einnig geta þeir sem ekki hafa aðgang að rafrænu undanþágulyfjakerfi ávísað lyfinu með undanþágulyfseðli á pappír. Ekki liggur fyrir hvenær skráða lyfið verður fáanlegt aftur.

Lyfjastofnun minnir á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

Vegna valsartan innköllunar

5. júlí 2018 - Til lækna: Vegna innköllunar á valsartan fá sjúklingar neðangreind lyf ekki afgreidd úr apótekum frá og með 5. júlí 2018. Verið er að vinna í að auka birgðir af háþrýstingslyfjum sem mögulegt er að ávísa í stað innkallaðra valsartan lyfja.

Læknar þurfa að ganga úr skugga um að lyfið sem ávísað er í stað valsartan sé fáanlegt í apóteki til þess að forðast meðferðarrof og aukið álag.

Listi yfir valsartan lyf sem innköllunin nær til (pdf)

Upplýsingar til sjúklinga vegna valsartan innköllunar 

11. júní 2018 - Undanþága: Typhim Vi í sænsk-finnskum pakkningum

Til að koma í veg fyrir skort hefur Lyfjastofnun veitt heimild til sölu 2000 pakkninga lyfsins Typhim Vi í sænsk-finnskum pakkningum. Þær eru með öðru norrænu vörunúmeri en er að finna í lyfjaskrám. Norrænt vörunúmer á sænsk-finnskum pakkningum er Vnr 18 18 62, en Vnr 02 83 14 er í lyfjaskrám.

Um eftirtalda pakkningu er að ræða:

  • Vnr 02 83 14 - Typhim Vi - 25 míkróg/0,5 ml - stungulyf, lausn – áfyllt sprauta

  • 22.maí 2018 - Til lækna: Vegna skorts á Testogel

Testogel hlaup 50 mg í skammtapoka hefur verið ófáanlegt undanfarið en hægt hefur verið að ávísa óskráðu Testogel og Tostran hlaupi á undanþágulyfseðli. Þessi lyf eru nú einnig ófáanleg en hægt er að ávísa Tostrex hlaupi 2% 60 mg á undanþágulyfseðli. Það verður þó ekki hægt að ávísa því á rafrænum undanþágulyfseðli fyrr en 1.júní þegar ný undanþágulyfjaverðskrá verður gefin út. Lyfjastofnun minnir á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

  • 18. maí 2018 - Til lækna:

Furadantin 50 mg töflur í 15 stykkja pakkningum sem hefur verið ófáanlegt er nú komið í sölu. Lyfið var fellt úr lyfjaverðskrá vegna birgðaskorts og kemur ekki aftur inn í hana fyrr en við næstu útgáfu 1. júní.  Lyfjagreiðslunefnd hefur heimilað sölu pakkningarinnar strax en ekki er hægt að ávísa henni með rafrænum hætti fyrr en 1. júní. 


  • 16. maí 2018 -Til lækna:

Skráða lyfið Nystimex (nýstatín), sem hefur verið ófáanlegt er nú komið í sölu. Nota skal venjulegan lyfseðil til að ávísa lyfinu. 


Spurt og svarað um lyfjaskort

Grein um ástæður lyfjaskorts og möguleg úrræði

Biðlistar lyfja

Lyf sem eru á markaði en af einhverjum orsökum eru ekki til hjá lyfjaheildverslunum, tímabundið, eru birt á biðlistum fyrirtækjanna. Einnig birta Sjúkratryggingar Íslands sameiginlegan biðlista allra lyfjaheildverslana en þó ekki með öllum upplýsingum sem koma fram á biðlistum þeirra.

Undanþágulyf

Læknir getur sótt um leyfi til Lyfjastofnunar til að nota undanþágulyf fyrir sjúkling sinn þegar ekki er hægt að nota önnur lyf sem markaðssett eru á Íslandi. Þegar slíkt leyfi er veitt er lyfið notað á ábyrgð læknisins. Verið getur að lyfið hafi markaðsleyfi í einhverju nágrannalandanna en upplýsingar um þessi lyf er ekki að finna á vefsíðu Lyfjastofnunar hvorki til heilbrigðisstarfsmanna né sjúklinga og íslenskur fylgiseðill er ekki í pakkningum lyfsins.

Hægt er að senda rafræna undanþágubeiðni vegna þeirra lyfja sem er að finna í rafrænni undanþágulyfjaverðskrá Lyfjagreiðslunefndar (athugið að velja viðeigandi ár og undanþáguverðskrána). -Lyf sem ekki eru í rafrænni undanþágulyfjaverðskrá verður að sækja um á pappír. Þetta gildir t.d. þegar sótt er um ákveðið lyf í fyrsta skipti.

Spurt og svarað um undanþágulyf

Uppfært 9.7.2018

Var efnið hjálplegt? Nei