Lyfjaskortur

Fréttir varðandi lyfjaskort

Hér finnur þú upplýsingar lyf sem hafa farið á bið í lengri tíma og hugsanlegar lausnir hvernig hægt er að bregðast við. Þessar upplýsingar eru miðaðar til almennings, lækna og apóteka.

Tilkynna um lyfjaskort

Spurt og svarað um lyfjaskort

Grein um ástæður lyfjaskorts og möguleg úrræði

 

Furadantin


17. janúar 2019:

Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá heildsölu er nú búist við skráða lyfinu aftur í maí 2019.

2. október 2018:

Skráða lyfið Furadantin 50 mg töflur er ófáanlegt hjá heildsölu en óskráð lyf Nifurantin 50 mg töflur 100 stk. er fáanlegt og hefur verið birt í rafrænni undanþáguverðskrá. Því er hægt að ávísa lyfinu rafrænt. Einnig geta þeir sem ekki hafa aðgang að rafrænu undanþágulyfjakerfi ávísað lyfinu með undanþágulyfseðli á pappír. Lyfjastofnun mun samþykkja undanþágulyfseðla fyrir lyfið meðan skráða lyfið er ófáanlegt og apótek getur því afgreitt lyfseðilinn áður en formleg staðfesting berst. Samkvæmt upplýsingum heildsölu er búist við skráða lyfinu aftur í febrúar 2019.

Lyfjastofnun minnir á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

18. maí 2018:

Furadantin 50 mg töflur í 15 stykkja pakkningum sem hefur verið ófáanlegt er nú komið í sölu. Lyfið var fellt úr lyfjaverðskrá vegna birgðaskorts og kemur ekki aftur inn í hana fyrr en við næstu útgáfu 1. júní.  Lyfjagreiðslunefnd hefur heimilað sölu pakkningarinnar strax en ekki er hægt að ávísa henni með rafrænum hætti fyrr en 1. júní.

Tamoxifen Mylan

14.janúar 2019

Vegna ófyrirséðna aðstæðna kláruðust birgðir af undanþágulyfinu um skamman tíma í síðustu viku en samkvæmt upplýsingum frá heildsölu verður lyfið nú aftur fáanlegt frá og með 15.janúar.

2. janúar 2019

Skráða lyfið Tamoxifen Mylan töflur 10 mg og 20 mg er enn ófáanlegt hjá heildsölu og ekki von á því fyrr en í febrúar skv. upplýsingum heildsölu. Undanþágulyfið Tamoxifen 20 mg er fáanlegt gegn undanþágu. Undanþágulyfið var birt í rafrænni undanþágulyfjaverðskrá 1. desember sl. og því er hægt að ávísa lyfinu rafrænt. Einnig geta þeir sem ekki hafa aðgang að rafrænu undanþágulyfjakerfi ávísað lyfinu með undanþágulyfseðli á pappír. Lyfjastofnun mun samþykkja undanþágulyfseðla fyrir lyfið meðan skráða lyfið er ófáanlegt og apótek getur því afgreitt lyfseðilinn áður en formleg staðfesting berst.

Minnt er á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

14. nóvember 2018

Skráða lyfið Tamoxifen Mylan töflur 10 mg og 20 mg er ófáanlegt hjá heildsölu. Undanþágulyfið Tamoxifen 20 mg er fáanlegt gegn undanþágu. Undanþágulyfið hefur ekki verið birt í rafrænni undanþágulyfjaverðskrá og því verður að ávísa lyfinu með pappírsundanþágulyfseðli. Lyfjastofnun mun samþykkja undanþágulyfseðla fyrir lyfið meðan skráða lyfið er ófáanlegt og apótek getur því afgreitt lyfseðilinn áður en formleg staðfesting berst . Ekki þarf að sækja um lyfjaskírteini fyrir hvern og einn sjúkling. Sama gildir um undanþágulyfið Tamoxifen 10 mg en von er á því til landsins í næstu viku.

 Von er á skráðu lyfjunum til landsins í lok mánaðarins.

Minnt er á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

Klomipramin Mylan 10 mg töflur 100 stk                                                                 


10. janúar 2019

Klomipramin Mylan 10 mg töflur 100 stk eru ófáanlegar hjá innflytjanda. Hægt er að fá undanþágulyfið Anafranil 10 mg töflur 100 stk í staðinn og verður hægt að ávísa lyfinu rafrænt frá 1. febrúar nk. Þangað til þarf að ávísa lyfinu með undanþágulyfseðli á pappír. Lyfjastofnun mun samþykkja undanþágulyfseðla fyrir lyfið meðan skráða lyfið er ófáanlegt og apótek getur því afgreitt undanþágulyfseðilinn áður en formleg staðfesting berst . Ekki þarf að sækja um lyfjaskírteini fyrir hvern og einn sjúkling.

Von er á skráða lyfinu í lok febrúar 2019.

Minnt er á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

Pinex Junior 125 mg endaþarmsstílar (parasetamólstílar)    


27. desember 2018

125 mg parasetamólstílar eru ófáanlegir hjá innflytjanda sem stendur. Í apótekum eru til lyf sem innihalda sama virka efnið í öðrum styrkleika (60 mg stílar og 250 mg stílar) eða á öðru formi (mixtúra).  Einnig eru til önnur hitalækkandi og verkjastillandi lyf sem ætluð eru börnum. Í apótekum eru veittar ráðleggingar um val verkjastillandi/hitalækkandi lyfja.

Lyfjastofnun hefur gefið út markaðsleyfi fyrir nýtt lyf, Paracet 125 mg endaþarmsstíla. Vonir standa til þess að lyfið verði tilbúið til afgreiðslu eftir mánuð.

Hjartamagnýl 75 mg magasýruþolin tafla

21. desember 2018

Til að koma í veg fyrir skort, hefur Lyfjastofnun, veitt heimild til sölu ofangreinds lyfs í norskum pakkningum með öðru heiti og öðru norrænu vörunúmeri en kemur fram í lyfjaskrám. Um er að ræða eftirtalið:

Vnr 18 03 62 – Acetylsalisylsyre Actavis – magasýruþolin tafla – 75 mg – 100 stk.

Heiti lyfs í lyfjaskrám er Hjartamagnýl og norrænt vörunúmer Vnr 15 26 35

Pakkningar eru norskar, en lyfinu verður umpakkað með íslenskri áletrun á ytri umbúðum þar sem rétt norrænt vörunúmer kemur fram. Íslenskur fylgiseðill mun fylgja hverri pakkningu lyfsins.

Artzal 10 mg/ml stungulyf

14. desember 2018

Stungulyfið Artzal er ófáanlegt hjá innflytjanda og ekki er vitað hvenær von er á því aftur. Heildsalan Distica getur útvegað Fermathron 20 mg/2ml PFS (x1) frá Zimmer Biomet Germany sem einnig inniheldur natríumhýalúrónat. Fermathron er flokkað sem lækningatæki og því þarf ekki undanþágu til notkunar þess.

Minirin 60 míkróg frostþurrkaðar töflur

7. desember 2018

Minirin 60 míkróg frostþurrkaðar töflur eru ófáanlegar hjá innflytjanda. Á markaði eru 120 míkróg og 240 míkróg frostþurrkaðar töflur auk nefdropa og nefúða. Fyrir fullorðna sjúklinga sem nota 60 míkróg frostþurrkaðar töflur er fáanlegt lyfið Nocdurna í öðrum styrkleikum.

Ekki er vitað hvenær 60 míkróg töflur verða aftur fáanlegar.

Aspirin Actavis 300 mg töflur

26. nóvember 2018

Aspirin Actavis 300 mg töflur verða afskráðar á næstunni og koma ekki aftur.  Lyfið hefur verið selt án lyfseðils í apótekum.  Vakin er athygli á því að ýmis önnur verkjalyf fást án lyfseðils í apótekum, þar á meðal Treo freyðitöflur og Triplo freyðitöflur sem innihalda virka efnið asetýlsalisýlsýru (aspirín) eins og Aspirin Actavis en að auki koffein. Lyfjafræðingar í apótekum geta leiðbeint um val á verkjalyfjum. Ef sjúklingur þarf nauðsynlega á 300 mg asetýlsalisýlsýrutöflum að halda mun læknir geta sótt um undanþágu til notkunar á óskráðu lyfi.

Minnt er á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

Cyklokapron töflur

23. nóvember 2018

Cyklokapron töflur eru ófáanlegar hjá innflytjanda. Verið er að útvega undanþágulyf með sama nafni í 60 stykkja pakkningu og er það væntanlegt í lok nóvember. Hægt verður að ávísa lyfinu rafrænt frá 1. desember nk. Einnig geta þeir sem ekki hafa aðgang að rafrænu undanþágulyfjakerfi ávísað lyfinu með undanþágulyfseðli á pappír. Lyfjastofnun mun samþykkja undanþágulyfseðla fyrir lyfið meðan skráða lyfið er ófáanlegt og apótek getur því afgreitt undanþágulyfseðilinn áður en formleg staðfesting berst . Ekki þarf að sækja um lyfjaskírteini fyrir hvern og einn sjúkling.

Von er á skráða lyfinu í júní 2019.

Minnt er á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

Xylocain hlaup 20 mg/g - lyfið er nú fáanlegt

19. desember 2018

Skráða lyfið er nú fáanlegt aftur. Það kom aftur í sölu fyrr í mánuðinum.

21. nóvember 2018

Xylocain hlaup 20 mg/g hefur ekki verið fáanlegt hjá heildsölu um nokkuð skeið. Undanþágulyf með sama heiti (Xylocain 2% hlaup) er fáanlegt gegn undanþágu og hefur verið birt í rafrænnni undanþágulyfjaverðskrá. Því er hægt að ávísa lyfinu rafrænt. Einnig geta þeir sem ekki hafa aðgang að rafrænu undanþágulyfjakerfi ávísað lyfinu með undanþágulyfseðli á pappír. Lyfjastofnun mun samþykkja undanþágulyfseðla fyrir lyfið meðan skráða lyfið er ófáanlegt og apótek getur því afgreitt undanþágulyfseðilinn áður en formleg staðfesting berst.

Von er á skráða lyfinu aftur í byrjun desember (viku 49).

Minnt er á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

Imigran stungulyf

21. nóvember 2018

Imigran stungulyf er ekki fáanlegt hjá framleiðanda. Verið er að útvega undanþágulyf með sama nafni. Undanþágulyfið hefur ekki verið birt í rafrænni undanþágulyfjaverðskrá og því verður að ávísa lyfinu með pappírsundanþágulyfseðli. Lyfjastofnun mun samþykkja undanþágulyfseðla fyrir lyfið meðan skráða lyfið er ófáanlegt og apótek getur því afgreitt undanþágulyfseðilinn áður en formleg staðfesting berst . Ekki þarf að sækja um lyfjaskírteini fyrir hvern og einn sjúkling. Undanþágulyfið verður birt í rafrænni undanþágulyfjaverðskrá 1. desember nk.

Von er á skráða lyfinu í mars/apríl 2019.

Minnt er á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

Syntocinon

19. nóvember 2018

Skráða lyfið Syntocinon nefúði hefur verið ófáanlegt hjá heildsölu um nokkuð skeið. Undanþágulyf með sama heiti er fáanlegt gegn undanþágu og hefur verið birt í rafrænni undanþágulyfjaverðskrá. Því er hægt að ávísa lyfinu rafrænt. Einnig geta þeir sem ekki hafa aðgang að rafrænu undanþágulyfjakerfi ávísað lyfinu með undanþágulyfseðli á pappír. Lyfjastofnun mun samþykkja undanþágulyfseðla fyrir lyfið meðan skráða lyfið er ófáanlegt og apótek getur því afgreitt lyfseðilinn áður en formleg staðfesting berst. Ekki þarf að sækja um lyfjaskírteini fyrir hvern og einn sjúkling.

Ekki er vitað hvenær skráða lyfið verður aftur fáanlegt.

Minnt er á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

Syntocinon stungulyf sem eingöngu er notað á sjúkrahúsum er ekki heldur fáanlegt. Þar er einnig hægt að útvega undanþágulyf með sama heiti.

Estrogel

15. nóvember 2018

Skráða lyfið Estrogel hlaup er ófáanlegt og verður fellt úr lyfjaskrám 1. desember næstkomandi. Á markaði eru ýmis lyf sem einnig innihalda estradíól. Á markaði er forðaplásturinn Vivelle dot þar sem lyfið berst í gegnum húð, líkt og með Estrogel og einnig nokkrar tegundir af töflum. Læknum er bent á að nota skráð lyf ef þess er nokkur kostur. Fyrir þá sjúklinga sem ekki geta nýtt sér skráð lyf geta læknar sótt um notkun á undanþágulyfinu Oestrogel. Mikilvægt er að taka fram í rökstuðningi að ekki sé hægt að nota skráð lyf. Hægt er að ávísa undanþágulyfinu rafrænt. Einnig geta þeir sem ekki hafa aðgang að rafrænu undanþágulyfjakerfi ávísað lyfinu með undanþágulyfseðli á pappír.

Lyfjastofnun minnir á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.


Norgesic

15. nóvember 2018

Skráða lyfið Norgesic töflur hefur verið illfáanlegt til nokkurs tíma en inn á milli hafa komið takmarkaðar sendingar af skráðu lyfi. Undanþágulyf með sama nafni hefur verið fáanlegt gegn undanþágu. Hægt er að ávísa undanþágulyfinu rafrænt. Einnig geta þeir sem ekki hafa aðgang að rafrænu undanþágulyfjakerfi ávísað lyfinu með undanþágulyfseðli á pappír. Lyfjastofnun mun samþykkja undanþágulyfseðla fyrir lyfið meðan skráða lyfið er ófáanlegt og apótek getur því afgreitt lyfseðilinn áður en formleg staðfesting berst. Ekki þarf að sækja um lyfjaskírteini fyrir hvern og einn sjúkling.

Von er á skráðu lyfjunum til landsins upp úr miðjum desember (í viku 51).

Lyfjastofnun minnir á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega


Buspiron Mylan

22. október 2018 Til lækna:

Skráða lyfið Buspiron Mylan töflur 5 mg og 10 mg, 100 stk. er ófáanlegt hjá heildsölu. Undanþágulyf, Busp töflur 5 mg og 10 mg 100 stk er fáanlegt. Hægt er að ávísa Busp rafrænt. Einnig geta þeir sem ekki hafa aðgang að rafrænu undanþágulyfjakerfi ávísað Busp með undanþágulyfseðli á pappír. Lyfjastofnun mun samþykkja undanþágulyfseðla fyrir lyfið meðan skráða lyfið er ófáanlegt og apótek getur því afgreitt lyfseðilinn áður en formleg staðfesting berst.

Samkvæmt upplýsingum frá heildsölu er ástæða skortsins framleiðslutöf hjá birgja og er nú fyrirséð að skorturinn vari lengur en gert hafði verið ráð fyrir í fyrstu. Áætlað er Buspiron Mylan verði fáanlegt aftur um mitt næsta ár.

Lyfjastofnun minnir á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

Exemestan Actavis - Lyfið er nú fáanlegt

1. október 2018:

Lyfið Exemestan Actavis er nú fáanlegt.

18. september 2018:

Lyfið Exemestan Actavis 25 mg töflur (samheitalyf) hefur verið ófáanlegt í heildsölu síðan 15. maí sl. Aromasin 25 mg töflur (frumlyfið) sem inniheldur sama virka efni er til í heildsölu. Aromasin er með greiðsluþátttöku og fellur undir greiðsluþrep samkvæmt reglum Sjúkratrygginga Íslands. Von er á Exemestan Actavis 1. október nk.

Ef samheitalyfið fer á bið þá eykst greiðsluhluti Sjúkratrygginga Íslands og verð frumlyfsins verður viðmiðunarverð. 


Folic Acid - Folsyra Evolan er nú fáanlegt

15.október 2018:

Folsyra Evolan 5 mg töflur komu á markað 1.október 2018 og eru nú fáanlegar.

14.september 2018:

Skráða lyfið Folic Acid 5 mg töflur 28 stk. er ófáanlegt í heildsölu en óskráð lyf, Folsaure 5 mg töflur er fáanlegt og hefur verið birt í rafrænni undanþágulyfjaverðskrá. Því er hægt að ávísa lyfinu rafrænt. Einnig geta þeir sem ekki hafa aðgang að rafrænu undanþágulyfjakerfi ávísað lyfinu með undanþágulyfseðli á pappír. Ekki liggur fyrir hvenær skráða lyfið verður fáanlegt aftur.

Cardosin Retard og Carduran Retard - Cardosin Retard er nú fáanlegt


8. nóvember 2018

Til að koma í veg fyrir skort, hefur Lyfjastofnun, veitt heimild til sölu Cardosin Retard í sænskum pakkningum, með öðru heiti og öðru norrænu vörunúmeri en kemur fram í lyfjaskrám. Um er að ræða eftirtalið:


  • Vnr 02 15 00 – Doxazosin Actavis (SE) – forðatafla – 4 mg – 100 stk.

Heiti lyfs í lyfjaskrám er Cardosin Retard og norrænt vörunúmer Vnr 01 33 02.

Pakkningar eru sænskar, en lyfinu verður umpakkað þannig að límmiði með íslenskri áletrun verður á ytri umbúðum. Rétt norrænt vörunúmer kemur sömuleiðis fram þar, og íslenskur fylgiseðill mun fylgja hverri pakkningu lyfsins. 

22. september 2018

Cardosin Retard er núna fáanlegt í heildsölu.                                                                           

13. september 2018: Til lækna

Skráðu lyfin Cardosin Retard 4 mg forðatöflur og Carduran Retard 4 mg forðatöflur eru ófáanleg í heildsölu. 

Óskráða lyfið Doxazosin 4 mg töflur er fáanlegt og hefur verið birt í rafrænni undanþáguverðskrá og er því hægt að ávísa lyfinu rafrænt. Vakin er athygli á því að um er að ræða annað lyfjaform, töflur en ekki forðatöflur. Lyfjahvörf lyfjaformanna eru ólík, t.d. er frásog af töflunum meira og ójafnara (toppar) en af skráðu forðatöflunum. Lyfjastofnun vill því benda læknum á upplýsingar um frásog í kafla 5.2 í samantekt á eiginleikum (SmPC) skráðu lyfjanna Carduran Retard og Cardosin Retard þar sem þau eru borin saman við venjulegar töflur.

Þeir læknar sem ekki hafa aðgang að rafrænu undanþágulyfjakerfi geta ávísað lyfinu með undanþágulyfseðli á pappír.

Lyfjastofnun minnir á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

Colrefuz

24. ágúst 2018: Til lækna

Skráða lyfið Colrefuz 500 míkróg. töflur er ófáanlegt hjá heildsölu en óskráð lyf Colchicine 500 míkróg. töflur er nú fáanlegt og hefur verið birt í rafrænni undanþáguverðskrá. Því er hægt að ávísa lyfinu rafrænt. Einnig geta þeir sem ekki hafa aðgang að rafrænu undanþágulyfjakerfi ávísað lyfinu með undanþágulyfseðli á pappír. Lyfjastofnun mun samþykkja undanþágulyfseðla fyrir lyfið meðan skráða lyfið er ófáanlegt og apótek getur því afgreitt lyfseðilinn áður en formleg staðfesting berst. Ekki liggur fyrir hvenær skráða lyfið verður fáanlegt aftur.

Lyfjastofnun minnir á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.


Quinine Sulfate Actavis - Lyfið er nú fáanlegt

11. september 2018

Quinine Sulfate Actavis er núna fáanlegt í heildsölu.

10. júlí 2018: Til lækna:

Quinine Sulfate Actavis 200 mg töflur, 28 stk. sem hefur  verið  ófáanlegt síðan í febrúar er nú komið aftur í sölu. Lyfið var fellt úr lyfjaverðskrá vegna birgðaskorts en mun birtast aftur í næstu útgáfu þann 1. ágúst. Lyfjagreiðslunefnd hefur heimilað sölu pakkningarinnar strax en ekki verður hægt að ávísa lyfinu rafrænt fyrr en 1. ágúst.


Co-trimoxazole

9.júlí 2018: Til lækna

Skráða lyfið Co-trimoxazole er ófáanlegt hjá heildsölu en óskráð lyf, Co-Trimoxazole 480 mg töflur, 28 stk. er nú fáanlegt og hefur verið birt í rafrænni undanþáguverðskrá. Því er hægt að ávísa lyfinu rafrænt. Einnig geta þeir sem ekki hafa aðgang að rafrænu undanþágulyfjakerfi ávísað lyfinu með undanþágulyfseðli á pappír. Lyfjastofnun mun samþykkja undanþágulyfseðla fyrir lyfið meðan skráða lyfið er ófáanlegt og apótek getur því afgreitt lyfseðilinn áður en formleg staðfesting berst. Ekki liggur fyrir hvenær skráða lyfið verður fáanlegt aftur.

Lyfjastofnun minnir á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

  

Testogel - Lyfið er nú fáanlegt

31. ágúst 2018:

Testogel er núna fáanlegt í heildsölu.

9.júlí 2018: Til lækna:

Testogel hlaup 50 mg í skammtapoka hefur verið ófáanlegt um nokkra hríð en óskráða lyfið Tostrex er nú fáanlegt á ný og er hægt að ávísa því rafrænt. Einnig geta þeir sem ekki hafa aðgang að rafrænu undanþágulyfjakerfi ávísað lyfinu með undanþágulyfseðli á pappír. Ekki liggur fyrir hvenær skráða lyfið verður fáanlegt aftur.

Lyfjastofnun minnir á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

22.maí 2018 - Til lækna:

Testogel hlaup 50 mg í skammtapoka hefur verið ófáanlegt undanfarið en hægt hefur verið að ávísa óskráðu Testogel og Tostran hlaupi á undanþágulyfseðli. Þessi lyf eru nú einnig ófáanleg en hægt er að ávísa Tostrex hlaupi 2% 60 mg á undanþágulyfseðli. Það verður þó ekki hægt að ávísa því á rafrænum undanþágulyfseðli fyrr en 1.júní þegar ný undanþágulyfjaverðskrá verður gefin út. Lyfjastofnun minnir á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

Typhim Vi - Lyfið er nú fáanlegt

11.júní 2018 - Undanþága: veitt heimild til sölu í sænsk-finnskum pakkningum

Til að koma í veg fyrir skort hefur Lyfjastofnun veitt heimild til sölu 2000 pakkninga lyfsins Typhim Vi í sænsk-finnskum pakkningum. Þær eru með öðru norrænu vörunúmeri en er að finna í lyfjaskrám. Norrænt vörunúmer á sænsk-finnskum pakkningum er Vnr 18 18 62, en Vnr 02 83 14 er í lyfjaskrám.

Um eftirtalda pakkningu er að ræða:

  • Vnr 02 83 14 - Typhim Vi - 25 míkróg/0,5 ml - stungulyf, lausn – áfyllt sprauta


Nystimex - Lyfið er nú fáanlegt

16.maí 2018 - Til lækna:

Skráða lyfið Nystimex (nýstatín), sem hefur verið ófáanlegt er nú komið í sölu. Nota skal venjulegan lyfseðil til að ávísa lyfinu. 


Twinrix,  Havrix og Varilrix

6. desember 2018  

Skortur er á bóluefnunum Twinrix Adult og Havrix . Skv. upplýsingum innflytjanda hafa bóluefnin verið ófáanlegt hjá framleiðanda en von er á þeim fyrir jól. Ekki er skortur á Twinrix fyrir börn ( Twinrix Peadiatric ).  Bóluefnið Varilrix sem er bóluefni gegn hlaupabólu er einnig ófáanlegt. Skv. upplýsingum innflytjanda er von á því í lok mánaðarins.

24.apríl 2018  

Skortur er á bóluefnunum Havrix og Twinrix sem gefin eru til varnar lifrarbólgu A annars vegar, og lifrarbólgu A og B hins vegar.  Ástæðan er framleiðsluvandi og því er um skort á heimsvísu að ræða.

Lyfjastofnun hefur unnið að því undanfarið að finna lausn á vandanum í samstarfi við umboðsaðila og innflytjanda. 

Bóluefnið Havrix, er ekki fáanlegt hér á landi. Hins vegar er fáanlegt annað bóluefni í sama lyfjaflokki sem er ekki á markaði á Íslandi, Vaqta, en hægt er að afgreiða það sem undanþágulyf með rafrænum og skjótvirkum hætti. Af því komu 200 skammtar til landsins í byrjun vikunnar og 100 skammtar eru væntanlegir í næstu viku.

Bóluefnið Twinrix er einnig ófáanlegt tímabundið hérlendis. Twinrix, eins og Havrix, er framleitt í tvenns konar styrkleika, annars vegar fyrir börn, hins vegar fyrir fullorðna. Samkvæmt upplýsingum frá innflytjanda er Twinrix fyrir fullorðna ekki væntanlegt fyrr en í október næstkomandi, en Twinrix fyrir börn verður hægt að fá í byrjun næstu viku. Þá ættu 680 skammtar þess bóluefnis að vera komnir til landsins.Biðlistar lyfja

Lyf sem eru á markaði en af einhverjum orsökum eru ekki til hjá lyfjaheildverslunum, tímabundið, eru birt á biðlistum fyrirtækjanna. Einnig birta Sjúkratryggingar Íslands sameiginlegan biðlista allra lyfjaheildverslana en þó ekki með öllum upplýsingum sem koma fram á biðlistum þeirra.


Uppfært 10.1.2019

Var efnið hjálplegt? Nei