Tannlæknar

Starfssvið Lyfjastofnunar tengist starfsemi tannlækna þar sem þeir ávísa lyfjum og nota lyf í sínu starfi. Lyfjastofnun hefur tekið saman lyfjalista yfir þau lyf sem tannlæknar mega ávísa sjúklingum sínum eða sér til nota í starfi. Lyfjalistinn er aðgengilegur hér

Lyfjastofnun bendir tannlæknum á að vegna heimildar þeirra til að ávísa lyfjum hvílir á þeim sama siðferðilega skylda og læknum að tilkynna um aukaverkanir. Stofnunin hvetur tannlækna til að tilkynna aukaverkanir og má finna leiðbeiningar þar að lútandi undir valhnappnum hér til vinstri á síðunni.


Var efnið hjálplegt? Nei