Tannlæknar

Starfssvið Lyfjastofnunar tengist starfsemi tannlækna þar sem þeir ávísa lyfjum og nota lyf í sínu starfi. 

Vegna heimildar tannlækna til að ávísa lyfjum hvílir á þeim sama siðferðilega skylda og læknum að tilkynna um aukaverkanir. Stofnunin hvetur tannlækna til að tilkynna aukaverkanir og má finna leiðbeiningar þar að lútandi undir valhnappnum hér til vinstri á síðunni.

Reglugerð nr. 1077/2006, um ávísanir tannlækna ásamt reglugerðarbreytingu 874/2010, fjallar um sérákvæði sem eiga við um heimildir tannlækna til að ávísa lyfjum, vegna verksviðs tannlækna. 

Bent er á lyfjaverðskrá sem lyfjagreiðslunefnd birtir á vef sínum mánaðarlega. Þar er að finna upplýsingar um þau lyf sem tannlæknum er heimilt að ávísa hverju sinni.


Var efnið hjálplegt? Nei