Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Mitomycin medac

Sía þarf öll lyf medac GmbH sem innihalda mítómýsin um agnasíu áður en þau eru gefin í bláæð, þangað til aðrar leiðbeiningar berast.

Markaðsleyfishafi lyfsins medac GmbH hefur sent bréf til heilbrigðisstarfsmanna með mikilvægum upplýsingum um að sía þurfi öll lyf medac GmbH sem innihalda mítómýsin um agnasíu (5 µm möskvastærð) áður en þau eru gefin í bláæð, þangað til aðrar leiðbeiningar berast.

  • Mitomycin medac er eingöngu fáanlegt á Íslandi sem duft og leysir fyrir þvagblöðrulausn, og því væri um notkun utan samþykktra ábendinga að ræða, sé það gefið í bláæð.
  • Á grundvelli þeirra upplýsinga sem liggja fyrir stafar engin hætta af notkun lyfsins til gjafar í þvagblöðru. Framboð mítómýsín-lyfja frá medac GmbH er ennþá tryggt.

Bréfið er sent til krabbameinslækna og sjúkrahúsapóteka. Viðtakendur bréfsins eru hvattir til að láta aðra heilbrigðisstarfsmenn vita um efni bréfsins eftir því sem við á.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um Mitomicyn medac í sérlyfjaskrá.

Yfirlit yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat