Niðurfelling markaðsleyfis/brottfall úr lyfjaskrám
Hafið eftirfarandi í huga þegar óskað er eftir niðurfellingu markaðsleyfis eða brottfalli upplýsinga úr lyfjaskrám:
- Umsókn um niðurfellingu markaðsleyfis eða brottfall upplýsinga úr lyfjaskrám skal senda Lyfjastofnun á eyðublaði til lyfjastofnun@lyfjastofnun.is.
- Gildistaka fyrir lyf á markaði er fyrsti dagur hvers mánaðar.
- Umsókn um niðurfellingu markaðsleyfis eða brottfall upplýsinga úr lyfjaskrám skal senda Lyfjastofnun minnst þremur mánuðum áður en gert er ráð fyrir að birgðir þrjóti.