Skyldur heildsala til að sannprófa öryggisþætti og óvirkja einkvæmt auðkenni
Samkvæmt 2. gr. reglugerðar um öryggisþætti á umbúðum mannalyfja, nr. 140/2019, ber lyfjaheildsölum hér á landi að sannprófa öryggisþætti og óvirkja einkvæmt auðkenni lyfja þegar þau eru afhent tilteknum aðilum sem hafa heimild til lyfjakaupa í heildsölu hér á landi. Er hér um að ræða innleiðingu á 23. gr. framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/161.
Samkvæmt reglugerð nr. 140/2019 er um að ræða eftirtalda aðila:
- læknum og tannlæknum vegna lyfja til notkunar í starfi,
- dýralæknum vegna lyfja til notkunar í starfi og til sölu hjá lyfsölu dýralækna,
- háskólum og öðrum rannsóknarstofnunum sem vinna að rannsóknum á lyfjum,
- dvalar- og hjúkrunarheimilum sem tilheyra ekki rekstri heilbrigðisstofnunar,
- embætti landlæknis vegna kaupa á almennum bóluefnum auk inflúensubóluefnis.
Stofnanir sem hafa heimild til lyfjakaupa í heildsölu og falla undir skilgreiningu d-liðs 1. mgr. 2. gr. reglugerðar um öryggisþætti á umbúðum mannalyfja, nr. 140/2019
Sjá nánar: