Lyfjaskortsfréttir

Lyfjastofnun birtir yfirlit um allan tilkynntan lyfjaskort sem er uppfært daglega.

Fréttir varðandi lyfjaskort

Upplýsingar um lyfjaskort eru ætlaðar almenningi, læknum og starfsfólki apóteka. Í mikilvægum tilfellum eru fréttir birtar um lyfjaskort og eru þær þá aðgengilegar hér.

Biðlistar lyfja

Lyfjaskortsfréttir

2. mars 2021

Valtrex 500mg 42 töflur er nú fáanlegt aftur hjá heildsala.

12.febrúar 2021

Frekari tafir hafa orðið á sendingu á Valtrex og Valablis 500mg 42stk. Valtrex er væntanlegt í byrjun mars en Valablis er ekki væntanlegt fyrr en í viku 20 skv. biðlistum.

Ráð til lækna og lyfjafræðinga: Valaciclovirum 500mg lyf eru fáanleg hjá heildsala í minni pakkningastærð, í 10 stk lausasölupakkningu.

21.janúar 2021

Skráð lyf sem innihalda valaciclovirum 500mg í pakkningastærðinni 40/42 og 90 töflur eru ófáanleg hjá heildala og í flestum apótekum.

Valtrex 500mg 42stk er væntanlegt í byrjun febrúar og Valablis 500mg 42stk er væntanlegt í kringum miðjan febrúar. Óvíst er hvenær Valaciclovir Actavis og Bluefish 500mg 42/90stk eru væntanlegt.

Ráð til lækna og lyfjafræðinga: Valaciclovirum 500mg lyf eru fáanleg hjá heildsala í minni pakkningastærð, í 10 stk lausasölupakkningu.

2. mars 2021

Skráða lyfið Persantin 100 mg 100 fh.töflur (vnr. 551043) er ófánlegt hjá heildsala og ekki væntanlegt aftur fyrr en í apríl.

Undanþágulyf sem inniheldur sama virka efni er fáanlegt hjá Parlogis:

vnr. 985765 Dipyridamole 100mg 84 töflur

21. desember 2020

Persantin 100 mg (vnr. 551043) verður ekki afskráð og er komið með nýjan markaðselyfishafa. Samkvæmt upplýsingum frá heildsölunni Parlogis sem dreifir lyfinu, er lyfið komið til landsins og verður birt í verðskrá 1. janúar. Hægt er að sækja um undanþágu fyrir notkun lyfsins á heilbr. stofnun í gegnum mínar síður Lyfjastofnunar fram að því að það er birt í verðskránni en eftir það verður hægt að auki að ávísa því á einstaklinga og stofur á ávísanagáttinni. Óskráða lyfið Persantin 100 mg (vnr. 984072) er nú ófáanlegt hjá heildsölunni Distica en von á frekari birgðum í mánuðinum og hægt að ávísa því í ávísuanrgátt.

26. nóvember 2020

Skráða lyfið Persantin 100mg 100 húðaðar töflur er nú ófáanlegt hjá heildsala og verða lyfin afskráð um áramót.

Ráð til lækna og lyfjafræðinga: Mögulega eru til einhverjir pakkar af lyfinu í einhverjum apótekum.

En til þess að bregðast við skorti hefur heildsalan Distica útvegað eftirfarandi undanþágulyf:

Vnr.984072 Persantin 100mg 50 fh.töflur

Ráð til lyfjanotenda:  Ef nauðsynlegt reynist að stöðva eða skipta um lyfjameðferð er mikilvægt að það sé gert í samráði við lækni.

2. mars 2021

Skráða lyfið Differin hlaup (adapalenum) 1mg/ml 60g er nú fáanlegt aftur hjá heildsala.

17. nóvember 2020

Skráða lyfið Differin hlaup (adapalenum) 1mg/ml 60g er nú ófáanlegt hjá heildsala og er óvíst hvenær það er væntanlegt aftur.

Ráð til lyfjafræðinga og lækna: Enn eru til einhverjar birgðir af lyfinu í apótekum landsins. Sambærilegt lyf (önnur virk efni, en sama ábending) er einnig fáanlegt hjá heildsala,vnr. 408675 Epiduo 0,1%/2,5% hlaup 60g.

Ráð til lyfjanotenda: Enn eru einhverjar birgðir til af lyfinu í apótekum landsins.

1. mars 2021

Undanþágulyfið Alimemazine Orifarm 40mg/ml dropar er nú ófáanlegt hjá heildsala, en einhverjar birgðir eru til í apótekum. Von er á lyfinu aftur til landsins í viku 10 ef allt gengur eftir.

19. febrúar 2021

Undanþágulyfið Alimemazine Orifarm 40mg/ml dropar er nú fáanlegt aftur hjá heildsala.

ATHUGIÐ: Alimemazine Orifarm 40mg/ml dropar innihalda átta sinnum hærri styrk en Vallergan 5mg/ml mixtúra, af virka efninu alimemazinum.

Sjá nánar um skammtastærðir í notkunarleiðbeiningum;

https://www.fass.se/LIF/product?nplId=20160927000027&userType=2

12.febrúar 2021

Undanþágulyfin Alimemazine Orifarm dropar og Phenergan mixtúra eru nú ófáanleg há heildsala. Alimemazine Orifarm er væntanlegt aftur í lok febrúar, en Phenergan er væntanlegt í byrjun mars.

Enn ertu til einhverjar birgðir af Alimemazine í apótekum.

Hjá heildsala er einnig eftirfarandi undanþágulyf fáanlegt Vnr. 151266 Vallergan 10mg 25 töflur

9. febrúar 2021

Skráða lyfið Vallergan mixtúra 5mg/ml mixtúra er nú ófáanlegt hjá heildsala og í flestum apótekum og verður afskráð.

Ráð til lækna: Undanþágulyf, sem inniheldur sama virka efni og er í Vallergan er fáanlegt. Vnr. 984519 Alimemazine Orifarm dropar, lausn 40 mg/ml, 50 ml.

ATHUGIÐ: Alimemazine Orifarm 40mg/ml dropar innihalda átta sinnum hærri styrk en Vallergan 5mg/ml mixtúra, af virka efninu alimemazinum.

Sjá nánar um skammtastærðir í notkunarleiðbeiningum;

https://www.fass.se/LIF/product?nplId=20160927000027&userType=2

Læknir sem ávísar lyfi sem ekki hefur íslenskt markaðsleyfi ber ábyrgð á að upplýsa sjúkling eða umráðamann um að lyfið hafi ekki íslenskt markaðsleyfi ásamt því að gera sjúklingi eða umráðamanni grein fyrir mögulegum aukaverkunum og öðrum upplýsingum sem kunna að vera nauðsynlegar við notkun lyfsins.

26. janúar 2020

Skráða lyfið Vallergan mixtúra 5mg/ml mixtúra er nú ófáanleg hjá heildsala og verður afskráð.

Ráð til lækna: Enn eru til einhverjar birgðir til af lyfinu í apótekum. Til þess að bregðast við afskráningu hefur Distica útvegað eftirfarandi undanþágulyf, sem inniheldur sama virka efni og er í Vallergan mixtúru, en þó í mun hærri styrk.

Vnr. 984519 Alimemazine Orifarm dropar, lausn 40 mg/ml, 50 ml.

ATHUGIÐ: Alimemazine Orifarm 40mg/ml dropar innihalda átta sinnum hærri styrk en Vallergan 5mg/ml mixtúra, af virka efninu alimemazinum.

Hjá Distica er einnig fáanlegt annað sambærilegt undanþágulyf með sömu ábendingu; Vnr. 567016 Phenergan 1mg/ml mixtúra.

Læknir sem ávísar lyfi sem ekki hefur íslenskt markaðsleyfi ber ábyrgð á að upplýsa sjúkling eða umráðamann um að lyfið hafi ekki íslenskt markaðsleyfi ásamt því að gera sjúklingi eða umráðamanni grein fyrir mögulegum aukaverkunum og öðrum upplýsingum sem kunna að vera nauðsynlegar við notkun lyfsins.

 Ráð til lyfjanotenda: Ef nauðsynlegt reynist að stöðva eða skipta um lyfjameðferð er mikilvægt að það sé gert í samráði við lækni.

26. febrúar 2021

Allar pakkningastærðir af Arthrotec og Arthrotec Forte eru ófáanlegar.

Arthrotec 50,2 mg 100 stk. er ekki væntanlegt til landsins fyrr enn 22.03.21.

Arthrotec Forte 75,2 mg 20 og 100 stk. pakkningar eru ekki væntanlegar fyrr enn maí 2021.

Ráð til lyfjanotenda: Ef nauðsynlegt reynist að stöðva eða skipta um lyfjameðferð er mikilvægt að það sé gert í samráði við lækni.

 

19. febrúar 2021

Skráðar forðatöflur sem innihalda Oxycodonum 5mg eru ófáanlegar hjá heildsala.

Oxikodon Depot Actavis 5mg forðatöflur

OxyContin Depot 5mg forðatöflur

Lyfin eru væntanleg aftur í byrjun mars.

Ráð til lækna og lyfjafræðinga: Enn eru til einhverjar birgðir af lyfjunum í apótekum. Lyfið er fáanlegt hjá heildsala í sama styrk en á öðru lyfjaformi, OxyNorm Dispersa 5mg munndreifitöflur.

Ráð til lyfjanotenda: Enn eru til einhverjar birgðir af lyfjunum í einhverjum apótekum. Ef nauðsynlegt reynist að stöðva eða skipta um lyfjameðferð er mikilvægt að það sé gert í samráði við lækni.

26. febrúar 2021

Skráða lyfið Litarex er nú aftur fáanlegt hjá heildsala.

19. febrúar 2021

Skráða lyfið Litarex forðatöflur er nú ófáanlegt hjá heildsala. Lyfið er væntanlegt aftur til landsins í byrjun næstu viku.

Ráð til lækna og lyfjafræðinga: Enn eru til einhverjar birgðir af lyfinu í apótekum.

Ráð til lyfjanotenda: Enn eru til einhverjar birgðir af lyfinu í apótekum. Lyfjanotendum er bent á að hringja á undan sér í apótek og kanna hvort lyfið sé fáanlegt í viðkomandi apóteki. Listi yfir apótek á Íslandi.

26. febrúar 2021

Eftirfarandi pakkningar eru nú fáanlegar hjá heildsölu:

Stesolid 5 mg 50 stk.

Stesolid 5 mg 100 stk.

Stesolid 2 mg 100 stk.

19. febrúar 2021

Skráða lyfið Stesolid 5 mg 25 stk. pakkningin er komin og fáanleg hjá heildsölu.

Eftirfarandi pakkningar eru væntanlegar í sölu hjá heildsala um miðja næstu viku:

Stesolid 5 mg 50 stk.

Stesolid 5 mg 100 stk.

Stesolid 2 mg 100 stk.

25. janúar 2021

Undanþágulyfin Diazepam 2 og 5 mg eru nú aftur fáanleg hjá heildsölu.

Frekari tafir hafa orðið á komu Stesolids en fyrsta pakkningin sem er væntanleg (5 mg 25 stk.) kemur til landsins 9. febrúar.

19. janúar 2021

Enn frekari tafir eru á komutíma á undanþágulyfjunum Diazepam 5mg og Diazepam 2mg töflum. Óvíst er hvenær lyfin eru væntanleg aftur til heildsala.

Ráð til lyfjanotenda: Ef nauðsynlegt reynist að stöðva eða skipta um lyfjameðferð er mikilvægt að það sé gert í samráði við lækni.

18. janúar 2021

Frekari töf hafa orðið á komu lyfsins til landsins og eru lyfin ekki væntanleg fyrr enn byrjun febrúar.

Undanþágulyfin Diazepam 5 mg og Diazepam 2 mg eru einnig ófáanleg hjá heildsala en verið er vinna í því að fá meiri birgðir til landsins. Vonast er til að undanþágulyfin verði komin til heildsölu á föstudaginn.

Ráð til lyfjanotenda: Enn eru til einhverjar birgðir af Diazepam 2 mg töflum í apótekum. Lyfjanotendum er bent á að hringja á undan sér í apótek og kanna hvort lyfið sé fáanlegt í viðkomandi apóteki. Listi yfir apótek á Íslandi. Ef nauðsynlegt reynist að stöðva eða skipta um lyfjameðferð er mikilvægt að það sé gert í samráði við lækni.

 

5. nóvember 2020

Til þess að bregðast við skorti á Stesolid 5 mg og 2 mg, hefur heildsalan Parlogis útvegað eftirfarandi undanþágulyf sem eru fáanleg og birt í undanþágulyfjaverðskrá;

Vnr. 980335 Diazepam 5mg 28 töflur
Vnr. 980343 Diazepam 2mg 28 töflur

9. október 2020

Allar pakkningastærðir af Stesolid 5 mg og 2 mg eru ófáanlegar. Lyfið er ekki væntanlegt aftur fyrr en í lok desember 2020/ byrjun janúar 2021.

Ráð til lyfjanotenda: Enn eru til birgðir af lyfjunum í apótekum landsins. Lyfjanotendum er bent á að hringja á undan sér í apótek og kanna hvort lyfið sé fáanlegt í viðkomandi apóteki. Listi yfir apótek á Íslandi.

Ef nauðsynlegt reynist að stöðva eða skipta um lyfjameðferð er mikilvægt að það sé gert í samráði við lækni.

Ráð til lækna: Undanþágulyfið Diazepam 2 mg 28 stk. töflur (vnr.980343) er fáanlegt hjá heildsala með fyrningu 30.11.2020. Unnið er að því að útvega meira af Diazepam 2 mg og 5 mg með betri fyrningu.

Lyfjastofnun minnir á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

19. febrúar 2021

Skráða lyfið er væntanlegt aftur til landsins í byrjun næstu viku.

29. janúar 2021

Frekari tafir hafa orðið á komu lyfsins og er það ekki væntanlegt aftur fyrr enn miðjan maí 2021.

13.nóvember

Skráða lyfið Stesolid eþ-lausn 10 mg/2,5 ml er ófáanlegt hjá heildsala og er ekki væntanlegt aftur fyrr enn 11. janúar 2021. Undanþágulyfið Diazepam 10 mg/2,5 ml * 5 eþ-lausn (vnr. 984999) er væntanlegt til landsins á næstu dögum.

19.febrúar 2021

Eftirfarandi skráð lyf sem innihalda desmopressinum eru ófáanleg hjá heildsala;

Minirin nefúði 0,1 mg/ml

Minirin nefdropar 0,1 mg/ml

Octostim nefúði 0,15mcg/ml

Óvíst er hvenær lyfin koma aftur.

Ráð til lækna og lyfjafræðinga:  Til að bregðast við skorti hefur Vistor útvegað eftirfarandi undanþágulyf sem innihalda sama virka efni:

Vnr.984171 Minirin nefúði 2,5mcg/sk 5ml

Ráð til lyfjanotenda:  Ef nauðsynlegt reynist að stöðva eða skipta um lyfjameðferð er mikilvægt að það sé gert í samráði við lækni.

15.febrúar 2021

Risolid 10mg 100stk er nú fáanlegt aftur hjá heildsala.

Risolid 10mg töflur eru með deiliskoru og því er hægt að ávísa 2½ x 10mg töflu í stað 1x 25mg töflu.

15.janúar 2021

Skráðu lyfin Risolid 25mg og 10mg filmuhúðaðar töflur eru nú ófáanleg hjá heildsala. Risolid 10mg er væntanlegt í lok janúar en óvíst er hvenær 25mg er væntanlegt aftur. Verið er að kanna hvort hægt sé að flýta sendingu á Risolid 10mg til landsins.

Ráð til lækna og lyfjafræðinga: Birgðir eru búnar í flestum apótekum.

Ráð til lyfjanotenda: Ef nauðsynlegt reynist að stöðva eða skipta um lyfjameðferð er mikilvægt að það sé gert í samráði við lækni.

 

26. nóvember 2020

Skráða lyfið Risolid 25mg, 24 filmuhúðaðar töflur eru nú ófáanlegt hjá heildsala og eru ekki væntanleg aftur fyrr en í seinni hluta desembermánaðar.

Ráð til lækna og lyfjafræðinga: Enn eru einhverjar birgðir af Risolid 25mg í einhverjum apótekum. Einnig er fáanlegt hjá heildsala skráða lyfið Risolid 10mg 100 fh.töflur. Risolid 10mg töflur eru með deiliskoru og því er hægt að ávísa 2½ x 10mg töflu í stað 1x 25mg töflu.

Ráð til lyfjanotenda: Enn eru til einhverjar birgðir af lyfinu í apótekum. Lyfjanotendum er bent á að hringja á undan sér í apótek og kanna hvort lyfið sé fáanlegt í viðkomandi apóteki. Listi yfir apótek á Íslandi.

29. janúar 2021

Frekari tafir hafa orðið á komu lyfsins og er það ekki væntanlegt aftur fyrr enn miðjan maí 2021.

27. ágúst 2020

Stungulyfið Stesolid Novum er ófáanlegt hjá framleiðanda og er ekki væntanlegt aftur fyrr enn miðjan janúar 2021. Sambærilegt undanþágulyf Diazepam stl. 5 mg/ml (vnr. 976582) er fáanlegt hjá heildsala.

15.janúar 2021

Skráða lyfið OxyNorm Dispersa 10mg töflur er nú ófáanlegt hjá heildsala. Lyfið er væntanlegt aftur um miðjan apríl.

Ráð til lækna og lyfjafræðinga: Enn eru til einhverjar birgðir af lyfinu í apótekum. Lyfið er fáanlegt í öðrum styrkleikum hjá heildsala. Læknum er bent á að ávísa 2 x OxyNorm Dispersa 5mg á meðan 10mg eru í skorti.

15. janúar 2021

Skráðu lyfin Rimactan 150mg og 300mg eru nú ófáanleg hjá heildsala og óvíst er hvenær lyfin eru væntanleg aftur. Eftirfarandi undanþágulyf sem innihalda sama virka efni, eru fáanleg hjá heildsala:

Vnr.979776 Rifadin 150mg 100 hylki

Vnr.979784 Rifadin 300mg 100 hylki

26.nóvember 2020

Skráðu lyfin Rimactan 150mg og 300mg eru nú ófáanleg hjá heildsala. Rimactan 150mg er væntanlegt aftur í lok desember en óvíst er hvenær Rimactan 300mg er væntanlegt aftur.

Ráð til lækna og lyfjafræðinga: Enn eru einhverjar birgðir af Rimactan 150mg hylkjum í einhverjum apótekum. Einnig eru fáanleg hjá heildsala eftirfarandi undanþágulyf sem innihalda sama virka efni og er í Rimactan:

Vnr.979776 Rifadin 150mg 100 hylki

Vnr.979784 Rifadin 300mg 100 hylki

Ráð til lyfjanotenda: Enn eru til einhverjar birgðir af lyfinu í apótekum. Lyfjanotendum er bent á að hringja á undan sér í apótek og kanna hvort lyfið sé fáanlegt í viðkomandi apóteki. Listi yfir apótek á Íslandi.

14.janúar 2021

Skráðu lyfin Fenemal Meda 15mg og 50mg eru nú ófáanleg hjá heildsala og verða afskráð. Ástæða fyrir afskráningu er að lyfin eru hætt í framleiðslu hjá birgja.

Ráð til lækna og lyfjafræðinga: Enn eru til einhverjar birgðir af lyfinu í apótekum. Til þess að bregðast við skorti hefur heildsalan Parlogis útvegað eftirfarandi undanþágulyf sem inniheldur sama virka efni og er í Fenemal Meda;

Vnr.984387 Aphenylbarbit 15mg 100 töflur

Vnr. 984379 Aphenylbarbit 50mg 100 töflur

7.janúar 2021

Skráða lyfið Cotrim 80/400mg 30 töflur kom á markað 1.janúar sl. og er fáanlegt hjá heildsölunni Distica.

21. desember

Vegna þess að misfórst að uppfæra skráningu í lyfjaverðskrá um birgðaskort var um tíma ekki hægt að ávísa undanþágulyfinu Co-trimoxazole ,en það er fáanlegt hjá heildsölunni Parlogis.

Lyfið Bactrim í sama styrk og með sömu virku innihaldsefni er ófáanlegt hjá heildsölu og hefur verið um skeið.

Ráð til lækna: Samkvæmt upplýsingum frá Embætti Landlæknis á nú að vera hægt að ávísa Co-trimoxazole í ávísunargátt og eru læknar beðnir um að gera það í stað BActrim sem er ófáanlegt.

Ráð til lyfjafræðinga: Lyfjafræðingar eru beðnir um að afgreiða Co-trimoxazole gegn Bactrim ávísun ef ekki næst í lækni og lyfjafræðingur metur aðstæður svo, með vísan í 20. gr. reglugerðar nr. 740/2020.

 

30. nóvember 2020

Bæði undanþágulyfin Co-trimoxazole og Bactrim 80/400 mg eru nú ófáanleg hjá heildsala. Von er á sendingu af Co-trimoxazole í þessari viku.

Ráð til ávísandi lækna: Mögulegt er að lyfjabúðir eigi einhverjar pakkningar af lyfjunum eftir og er ráðlagt að kanna hjá lyfjabúðum hvort lyfið sé til áður en þeim er ávísað.

20. nóvember 2020

Undanþágulyfið Co-Trimoxazole 80/400mg er nú fáanlegt aftur hjá heildsala.

20. ágúst 2020

Undanþágulyfið Co-Trimoxazole 80/400 mg er ófáanlegt hjá heildsala en undanþágulyfið Bactrim 80/400 mg 20 stk. (vnr. 983602) inniheldur sömu sömu virku efni og er fáanlegt hjá heildsala.

 

  1. desember 2020

Skráða lausasölulyfið Naproxen Mylan 250mg 20 töflur er nú ófáanlegt hjá heildsala og óvíst er hvenær lyfið er væntanlegt aftur.

Ráð til lyfjafræðinga og lækna: Enn eru til einhverjar birgðir af lausasölulyfinu í apótekum landsins. Einnig er fáanlegt gegn lyfseðli vnr.142034 Naproxen Mylan 500mg 100stk, sem má brjóta í tvo jafna helminga.

Ráð til lyfjanotenda: Enn eru einhverjar birgðir til af lyfinu í apótekum landsins. Einnig er fáanlegt gegn lyfseðli vnr.142034 Naproxen Mylan 500mg 100stk, sem má brjóta í tvo jafna helminga.

17. nóvember 2020

Skráða lyfið Esopram 15mg filmuhúðaðar töflur 100stk er nú ófáanlegt hjá heildsala. Óvíst er hvenær von er á lyfinu aftur.

Ráð til lyfjafræðinga og lækna: Enn eru til einhverjar birgðir af lyfinu í apótekum landsins. Einnig er fáanlegt hjá heildsala annað samheitalyf, Escitalopram Bluefish 15 mg fh.töflur og frumlyfið Cipralex 15 mg fh.töflur.

Ráð til lyfjanotenda: Enn eru einhverjar birgðir til af lyfinu í apótekum landsins. Einnig er fáanlegt annað samheitalyf, Escitalopram Bluefish 15 mg fh.töflur og frumlyfið Cipralex 15 mg fh.töflur.

9.nóvember

Undanþágulyfið Dehydrobenzperidol stl. 2,5 mg/ml 10*1 ml er ófáanlegt hjá birgja erlendis en í staðinn hefur Parlogis útvegað undanþágulyfið Dridol 2,5 mg/ml stl. 10 * 1 ml lykjur.

4.nóvember 2020

Til þess að bregðast við skorti hefur Distica útvegað eftirfarandi undanþágulyf, sem er væntanlegt í sölu í lok vikunnar:
984519 Estracyt 140mg hörð hylki 100stk

21. október 2020

Skráða krabbameinslyfiið Estracyt 140mg hörð hylki, 100stk er nú ófáanlegt hjá heildsala og verður afskráð.

Ráð til lækna: Hafa skal samband við lyfjaheildsölur ef læknir metur að nauðsynlegt sé að kanna hvort hægt sé að útvega undanþágulyf.

Ráð til lyfjanotenda: Ef nauðsynlegt reynist að stöðva eða skipta um lyfjameðferð er mikilvægt að það sé gert í samráði við lækni.

15. október 2020

Skráðu lyfin Imdur 60mg og 30mg forðatöflur, allar pakkningastærðir eru nú ófáanleg hjá heildsala og óvíst er hvenær þau eru væntanleg aftur.

Ráð til lækna og lyfjafræðinga: Enn eru til birgðir af lyfjunum í apótekum landsins. Lyfjanotendum er bent á að hringja á undan sér í apótek og kanna hvort lyfið sé fáanlegt í viðkomandi apóteki. Listi yfir apótek á Íslandi. Einnig eru fáanleg samheitalyfin Fem-Mono Retard og Ismo 60mg forðatöflur. Töflurnar eru með deiliskoru og má skipta í jafna helminga.

Ráð til lyfjanotenda: Enn eru til birgðir af Imdur 30mg og 60mg í apótekum landsins. Lyfjanotendum er bent á að hringja á undan sér í apótek og kanna hvort lyfið sé fáanlegt í viðkomandi apóteki. Listi yfir apótek á Íslandi.

9. október 2020

Óskráða lyfið Vancomycin 125 mg 30 stk. hörð hylki (vnr. 979239) er ófáanlegt hjá heildsala en búið er að útvega annað óskráð lyf frá sama framleiðanda, Vancocin 125 mg 28 stk. hörð hylki (vnr. 983678).

9. september 2020

Skráðu lyfin Detrusitol Retard 2mg og 4mg forðahylki, báðar pakkningastærðir eru ófáanlegar hjá heildsala. Von Detrusitol Retard 4mg aftur í viku 41 en skortur verður á Detrusitol 2mg þangað til í mars 2021.

Ráð til lyfjanotenda og lækna: Enn eru einhverjar birgðir til af lyfjunum í nokkrum apótekum á landinu. Lyfjanotendum er bent á að hringja á undan sér í apótek og kanna hvort lyfið sé fáanlegt í viðkomandi apóteki. Listi yfir apótek á Íslandi.

18. febrúar 2020

Lausasölulyfið Vanquin (Pyrvinum) 50mg húðaðar töflur er ófáanlegt hjá heildsölu.

Fyrirsjáanlegt er að Vanquin verður ekki fáanlegt nema í takmörkuðu magni frá framleiðanda og heildsölu fram á árið 2021.

Vanquin er eina lausasölulyfið á markaði sem notað er til meðferðar á Njálg.

Á markaði er til annað lyf við Njálg, lyfið Vermox (Mebendazolum) 100mg töflur og Vermox mixtúra/dreifa 20mg/ml. Athugið að lyfið Vermox er lyfseðilskylt.

Ráð til lyfjanotenda: Enn eru til einhverjar pakkningar af Vanquin í apótekum landsins. Lyfjastofnun beinir til þeirra lyfjanotenda sem grípa í tómt í apóteki að kanna hvort lyfið sé fáanlegt í öðru apóteki hér á landi. Listi yfir apótek á Íslandi.

Ef nauðsynlegt reynist að rjúfa eða skipta um lyfjameðferð er mikilvægt að það sé gert í samráði við lækni.

Ráð til lækna og lyfjabúða: Búast má við aukinni eftirspurn eftir lyfjaávísun og sölu lyfinu Vermox á meðan Vanquin er í skorti..

Lyf sem eru á markaði en af einhverjum orsökum eru ekki til hjá lyfjaheildverslunum, tímabundið, eru birt á biðlistum fyrirtækjanna. Einnig birta Sjúkratryggingar Íslands sameiginlegan biðlista allra lyfjaheildverslana en þó ekki með öllum upplýsingum sem koma fram á biðlistum þeirra.

Athugið að þó að lyf sé á biðlista heildsölu er ekki þar með sagt að skortur sé á umræddu lyfi í apótekum.

Biðlistar lyfja

Sjúkratryggingar Íslands

Distica hf.

Lyfjaver ehf.

Parlogis hf.

Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?