Tilkynning um lyfjaskort

Markaðsleyfishafar og umboðsmenn

Markaðsleyfishöfum ber að tilkynna fyrirsjáanlegan lyfjaskort til Lyfjastofnunar. Tilkynningar skulu berast að minnsta kosti tveimur mánuðum áður en lyfið fer að skorta eða eins fljótt og auðið er í sérstökum aðstæðum.

Markaðsleyfishafar og umboðsmenn tilkynna lyfjaskort með því að fylla út tilkynningareyðublað og senda það á netfangið lyfjaskortur@lyfjastofnun.is

Eyðublað fyrir markaðsleyfishafa og umboðsmenn til að láta vita af lyfjaskorti (word).

Almenningur

Hér fyrir neðan getur almenningur sent Lyfjastofnun nafnlausa ábendingu um lyfjaskort. Upplýsingar um lyfjaskort veita yfirsýn og gera Lyfjastofnun kleift að grípa til ráðstafana þegar þess gerist þörf.


Tilkynna lyfjaskort

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Var efnið hjálplegt? Nei