Lyfjaskilapokinn

Í öllum apótekum á höfuðborgarsvæðinu fæst lyfjaskilapokinn án endurgjalds. Það má einnig notast við aðra gegnsæja poka. 

Pokanum er ætlað að vera áminning og hvatning til almennings um að taka til í lyfjahirslum heimilisins og skila þeim til öruggrar eyðingar í apótek.

Lesa meira

Lyfjum skilað í apótek til eyðingar

Lyf sem ekki er lengur þörf fyrir og umbúðir sem hafa komist í snertingu við lyfin skal skila í glærum poka í apótek. Ytri umbúðir lyfjanna má fjarlægja og flokka eins og annan úrgang. Sprautunálum skal skilað í apótek í lokuðum ílátum. Lesa meira

Geymsla lyfja og geymsluskilyrði

Virka efnið í lyfjum brotnar niður með tímanum. Þess vegna hafa öll lyf fyrningardagsetningu og mikilvægt er að þau séu geymd við rétt skilyrði. Upplýsingar um geymsluskilyrði eru á umbúðunum og í fylgiseðli.

Lesa meira

Þannig er best að geyma lyf á heimilum

Fylgið þessum einföldu ráðum um örugga geymslu lyfja til að draga úr hættu á að börn eða aðrir taki inn lyf fyrir slysni.

Lesa meira

Skilum gömlum lyfjum til eyðingar í apótek

Að skila gömlum lyfjum til eyðingar í apótek er öruggasta leiðin til að losa sig við lyf. Ekki henda lyfjum í rusl, vask eða klósett vegna umhverfisáhrifa. 

Lesa meira

Þannig er tekið til í lyfjaskápnum

Fylgið þessum einföldu ráðum um tiltekt í lyfjaskápnum og aukið öryggi heimilisins.

Lesa meira