Lyfjaskilapokinn

Í öllum apótekum á höfuðborgarsvæðinu fæst lyfjaskilapokinn án endurgjalds. Ekki er skylda að skila lyfjum í lyfjaskilapokanum, það má einnig notast við aðra gegnsæja poka. 

Hvað má setja í lyfjaskilapokann?

  • Lyf sem ekki er lengur þörf fyrir
  • Umbúðir sem hafa komist í snertingu við lyfin því í þeim geta leynst lyfjaleifar

Ytri umbúðir má flokka eins og annan úrgang. Sprautunálum skal skilað í lokuðum ílátum til apóteka.

Afhverju Lyfjaskilapoki?   Lyf geta valdið skaða á umhverfinu og mega því aldrei fara í rusl, vask eða klósett. Pokanum er ætlað að vera áminning og hvatning til almennings um að taka til í lyfjahirslum heimilisins og skila þeim til öruggrar eyðingar í apótek. 

Afhverju er pokinn gegnsær?  Pokinn er gegnsær til þess að tryggja öryggi starfsfólks apóteka sem tekur við pokanum. Í honum mega ekki vera sprautunálar, þeim skal skilað í lokuðum ílátum til apóteka. Önnur ástæða þess að pokinn er gegnsær er að koma í veg fyrir að önnur efni en lyf og innri umbúðir þeirra fylgi með í lyfjaskilapokanum.

IMG_2393_1516962332407