Störf í boði

Störf í boði

Deildarstjóri markaðsleyfadeildar á skráningarsviði

Lyfjastofnun auglýsir laust starf deildarstjóra í markaðsleyfadeild á skráningarsviði. Helstu verkefni markaðsleyfadeildar eru útgáfa markaðsleyfa og annarra leyfa, breyting, niðurfelling og afturköllun markaðsleyfa, yfirferð á þýðingu lyfjatexta, mat á lyfjaupplýsingum, undanþágulyf og ávísunar- og afgreiðsluheimildir lyfja.

Leitað er að öflugum einstaklingi sem reiðubúinn er að vinna fjölbreytt og krefjandi starf. Starfshlutfall er 100%

Helstu verkefni:

 • Stjórnun markaðsleyfadeildar
 • Verkefnastýring
 • Útgáfa markaðsleyfa
 • Breyting, niðurfelling og afturköllun markaðsleyfa
 • Mat á lyfjaupplýsingum, þ.m.t. þýðing texta
 • Ávísunar- og afgreiðsluheimildir lyfja

 

Menntunar- og hæfniskröfur:   

 • Meistarapróf í lyfjafræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af stjórnun og mannaforráðum
 • Reynsla af lyfjaskráningum
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
 • Kunnátta í norðurlandamáli er kostur
 • Góð tölvukunnátta
 • Mjög góð samskiptahæfni
 • Nákvæm, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Jákvæðni og sveigjanleiki
 • Leiðtogahæfni, frumkvæði og faglegur metnaður


Upplýsingar um starfið veita Jóhann M. Lenharðsson, sviðsstjóri skráningarsviðs, johann.m.lenhardsson@lyfjastofnun.is, og Sigurlaug Kristín Jóhannsdóttir, mannauðsstjóri, sigurlaug.kristin.johannsdottir@lyfjastofnun.is, eða í síma: 520-2100.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknir um starfið óskast sendar á netfangið atvinna@lyfjastofnun.is, merkt í efnislínu: „Deildarstjóri markaðsleyfadeildar“. Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Æskilegt er að umsækjandinn geti hafið störf sem fyrst. Lyfjastofnun hvetur bæði karla og konur til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 3. september nk.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests. 


Var efnið hjálplegt? Nei