Störf í boði

Störf í boði

Sérfræðingur í lyfjaskráningum

Lyfjastofnun auglýsir laust starf sérfræðings í lyfjaskráningum í markaðsleyfadeild. Markaðsleyfadeild heyrir undir skráningarsvið Lyfjastofnunar. Leitað er að öflugum einstaklingi sem reiðubúinn er að sinna fjölbreyttu og krefjandi starfi. Starfshlutfall er 100%.

Helstu verkefni

 • Mat og afgreiðsla umsókna um ný markaðsleyfi sem og breytingar og viðhald markaðsleyfa lyfja
 • Þýðingar og mat lyfjatexta
 • Samskipti við erlendar lyfjastofnanir og markaðsleyfishafa lyfja
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Háskólapróf af heilbrigðis- eða raunvísindasviði sem nýtist í starfi
 • Reynsla af lyfjaskráningum
 • Þekking á íslenskri og evrópskri lyfjalöggjöf
 • Reynsla af vinnu við lyfjatexta á íslensku, ensku og norðurlandamálum
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku
 • Góð tölvukunnátta
 • Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni
 • Nákvæm, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
 • Frumkvæði og sveigjanleiki


Upplýsingar um starfið veita Þóra Lind Sigurðardóttir (thora.sigurdardottir@capacent.is) og Hanna María Jónsdóttir (hanna.jonsdottir@capacent.is) hjá Capacent ráðningum. 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Sækja þarf um starfið á vef Capacent, www.capacent.is

Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Æskilegt er að umsækjandinn geti hafið störf sem fyrst. Lyfjastofnun hvetur bæði karla og konur til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 9. september. nk.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests. 


Var efnið hjálplegt? Nei