Störf í boði

Lyfjatæknir í stoðþjónustu


Lyfjastofnun auglýsir laust starf lyfjatæknis í stoðþjónustu á fjármálasviði. Í stoðþjónustu eru umsóknir vegna lyfja og erindi sem Lyfjastofnun berast til úrlausnar bókuð og þeim er komið í réttan farveg innan stofnunarinnar. Símsvörun og móttaka viðskiptavina er hluti af stoðþjónustu. Stoðþjónustan vinnur náið með starfsfólki eftirlits- og skráningarsviðs við vinnslu erinda og umsókna sem stofnuninni berast.

Leitað er að öflugum einstaklingi sem er reiðubúinn að vinna krefjandi og áhugavert starf. Starfshlutfall er 100%.

 Helstu verkefni:

 • Umsjón með erindum vegna lyfjaumbúða og fylgiseðla
 • Bókun umsókna vegna lyfja og innsendra erinda í tölvukerfi stofnunarinnar
 • Skrifstofustörf fyrir skrifstofu forstjóra o.fl.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:   

 • Lyfjatæknimenntun
 • Góð íslensku- og enskukunnátta er mikilvæg og kunnátta í norðurlandamáli er kostur
 • Mjög góð tölvukunnátta og færni í að tileinka sér nýjungar
 • Mjög góð samskiptahæfni, rík þjónustulund og jákvæðni
 • Frumkvæði og metnaður í starfi

Upplýsingar um starfið veitir Erna Jóna Gestsdóttir, deildarstjóri stoðþjónustu, erna.jona.gestsdottir@lyfjastofnun.is, eða í síma 520-2100.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og SFR.

Umsóknir um starfið óskast sendar á netfangið atvinna@lyfjastofnun.is, merkt í efnislínu: „lyfjatæknir í stoðþjónustu“. Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Æskilegt er að umsækjandinn geti hafið störf sem fyrst. Lyfjastofnun hvetur bæði karla og konur til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl 2018.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests. 


Almennur sérfræðingur  í markaðsleyfadeild á skráningarsviði

 

Lyfjastofnun auglýsir laust starf almenns sérfræðings í markaðsleyfadeild á skráningarsviði. Helstu verkefni markaðsleyfadeildar eru útgáfa markaðsleyfa og annarra leyfa, breyting, niðurfelling og afturköllun markaðsleyfa, yfirferð á þýðingu lyfjatexta, mat á lyfjaupplýsingum, undanþágulyf og ávísunar- og afgreiðsluheimildir lyfja.

Leitað er að öflugum einstaklingi sem reiðubúinn er að vinna fjölbreytt og krefjandi starf. Starfið er tímabundið til eins árs. Starfshlutfall er 100%

Helstu verkefni:

 • Undirbúningur útgáfu markaðsleyfa og störf tengd viðhaldi þeirra
 • Afgreiðsla og utanumhald lyfjaverkefna

Menntunar- og hæfniskröfur:           

 • Háskólapróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af lyfjaskráningum
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
 • Kunnátta í norðurlandamáli er kostur
 • Góð tölvukunnátta
 • Mjög góð samskiptahæfni
 • Nákvæm, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Jákvæðni og sveigjanleiki
 • Frumkvæði og faglegur metnaður
 • Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi

Upplýsingar um starfið veita Valgerður G. Gunnarsdóttir, deildarstjóri markaðsleyfadeildar, valgerdur.gudrun.gunnarsdottir@lyfjastofnun.is og Sigurlaug Kristín Jóhannsdóttir, mannauðsstjóri, sigurlaug.kristin.johannsdottir@lyfjastofnun.is, eða í síma: 520-2100.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknir um starfið óskast sendar á netfangið atvinna@lyfjastofnun.is, merkt í efnislínu: „Almennur sérfræðingur í markaðsleyfadeild“. Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Æskilegt er að umsækjandinn geti hafið störf sem fyrst. Lyfjastofnun hvetur bæði karla og konur til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl nk.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests.


Sérfræðingur í markaðsleyfadeild á skráningarsviði

 

Lyfjastofnun auglýsir laust starf sérfræðings í markaðsleyfadeild á skráningarsviði. Helstu verkefni markaðsleyfadeildar eru útgáfa markaðsleyfa og annarra leyfa, breyting, niðurfelling og afturköllun markaðsleyfa, yfirferð á þýðingu lyfjatexta, mat á lyfjaupplýsingum, undanþágulyf og ávísunar- og afgreiðsluheimildir lyfja.

Leitað er að öflugum einstaklingi sem reiðubúinn er að vinna fjölbreytt og krefjandi starf. Starfshlutfall er 100%

Helstu verkefni:

 • Útgáfa markaðsleyfa
 • Breyting, niðurfelling og afturköllun markaðsleyfa
 • Mat á lyfjaupplýsingum, þ.m.t. þýðing texta
 • Ávísunar- og afgreiðsluheimildir lyfja

 

Menntunar- og hæfniskröfur:   

 • Meistarapróf í lyfjafræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af lyfjaskráningum
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
 • Kunnátta í norðurlandamáli er kostur
 • Góð tölvukunnátta
 • Mjög góð samskiptahæfni
 • Nákvæm, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Jákvæðni og sveigjanleiki
 • Frumkvæði og faglegur metnaður
 • Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi

 

Upplýsingar um starfið veita Valgerður G. Gunnarsdóttir, deildarstjóri markaðsleyfadeildar, valgerdur.gudrun.gunnarsdottir@lyfjastofnun.is , og Sigurlaug Kristín Jóhannsdóttir, mannauðsstjóri, sigurlaug.kristin.johannsdottir@lyfjastofnun.is, eða í síma: 520-2100.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknir um starfið óskast sendar á netfangið atvinna@lyfjastofnun.is, merkt í efnislínu: „Sérfræðingur í markaðsleyfadeild“. Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Æskilegt er að umsækjandinn geti hafið störf sem fyrst. Lyfjastofnun hvetur bæði karla og konur til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl nk.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests. 


Sérfræðingur í lyfjaöryggisdeild á eftirlitssviði

Lyfjastofnun auglýsir laust starf sérfræðings í lyfjaöryggisdeild á eftirlitssviði. Helstu verkefni lyfjaöryggisdeildar eru: Lyfjaskortur, úrvinnsla og yfirferð aukaverkanatilkynninga, mat og birting öryggis- og fræðsluefnis lyfja, stoðskrá lyfja og mat og afgreiðsla umsókna vegna klínískra lyfjarannsókna.

Leitað er að öflugum einstaklingi sem er reiðubúinn að vinna fjölbreytt og krefjandi starf og taka þátt í mótun nýrra verkefna og verkferla hjá Lyfjastofnun. Starfið er tímabundið til eins árs. Starfshlutfall er 100%.

Helstu verkefni:

 • Umsjón með úrvinnslu og afgreiðslu mála sem upp koma í tengslum við skort á lyfjum, þ.m.t. mótun verkferla, ráðgjöf og samskipti við hagsmunaaðila
 • Umsjón með stoðskrá lyfja, þ.m.t. mótun verkferla, ráðgjöf og samskipti við hagsmunaaðila
 • Úrvinnsla og yfirferð aukaverkanatilkynninga
 • Mat á öryggis- og fræðsluefni
 • Afgreiðsla umsókna um klínískar lyfjarannsóknir

 

Menntunar- og hæfniskröfur:   

 • Meistarapróf í lyfjafræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
 • Menntun eða reynsla í klínískri lyfjafræði er kostur
 • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
 • Góð tölvukunnátta, reynsla af vinnu við lyfjaupplýsingakerfi er æskileg
 • Mjög góð samskiptahæfni
 • Nákvæm, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Jákvæðni og sveigjanleiki
 • Frumkvæði og faglegur metnaður
 • Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi


Upplýsingar um starfið veita Eva Björk Valdimarsdóttir, deildarstjóri lyfjaöryggisdeildar, eva.bjork.valdimarsdottir@lyfjastofnun.is, og Sigurlaug Kristín Jóhannsdóttir, mannauðsstjóri, sigurlaug.kristin.johannsdottir@lyfjastofnun.is, eða síma: 520-2100.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknir um starfið óskast sendar á netfangið atvinna@lyfjastofnun.is, merkt í efnislínu: „Sérfræðingur í lyfjaöryggisdeild“. Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Æskilegt er að umsækjandinn geti hafið störf sem fyrst. Lyfjastofnun hvetur bæði karla og konur til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl nk.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests. 


Var efnið hjálplegt? Nei