Mannauðs- og jafnréttisstefna

Tilgangur með mannauðs- og jafnréttisstefnu Lyfjastofnunar er að leggja grunn að því að Lyfjastofnun sé eftirsóknarverður vinnustaður, fyrir öflugt og metnaðarfullt starfsfólk sem hefur breiða hæfni, þekkingu og reynslu sem talin er nauðsynleg fyrir starfsemi stofnunarinnar.

Til að svo megi verða skal tryggt að fólk sem hefur störf hjá stofnuninni hafi þá menntun og reynslu sem krafist er. Þá skulu starfsmenn, eftir því sem unnt er, fá tækifæri til að afla sér þekkingar, reynslu og menntunar sem nýtist þeim í starfi.

Þá er það tilgangur þessarar stefnu að mynda umgjörð eflingu þess mannauðs sem hjá stofnuninni starfar hverju sinni, með hvaða hætti eru unnið að því að efla vellíðan og skapa öryggi á vinnustaðnum.

Stefnan er sett af forstjóra Lyfjastofnunar að fenginni tillögu frá mannauðsstjóra stofnunarinnar.

Umfang

Stefnan gildir fyrir alla starfsemi Lyfjastofnunar. 

Ábyrgð

Forstjóri Lyfjastofnunar ber ábyrgð á að mannauðs- og jafnréttisstefna sé mótuð, henni sé fylgt eftir og haldið við. Mannauðsstjóri hefur yfirumsjón með og annast innleiðingu stefnunnar. Stjórnendur framfylgja stefnunni, fyrir þá starfsemi sem þeir bera ábyrgð á.

Stefna og stefnumið

Lyfjastofnun hefur ávallt yfir að skipa hæfu, vel menntuðu og metnaðarfullu starfsfólki og býður þeim aðstöðu til að þroskast í starfi.   Starfsfólk hefur þá menntun og reynslu sem krafist er til að takast á hendur þau fjölbreyttu verkefni sem stofnuninni eru falin samkvæmt þeirri löggjöf sem hún starfar eftir. 

Starfsumhverfi

Lyfjastofnun hefur það að markmið að skapa starfsmönnum sínum öruggt og eflandi starfsumhverfi.

Áhersla er lög góða upplýsingamiðlun til starfsfólks og að samskipti séu uppbyggileg og endurspeglist af virðingu.

Lyfjastofnun leggur áherslu á sveigjanlegt vinnuumhverfi og viðveru á vinnustað svo að starfsfólk geti viðhaldið jafnvægi í lífi og starfi. Reglur um viðveru starfsfólks eru útfærðar sérstaklega í viðverustefnu stofnunarinnar

Jafnrétti og jöfn laun

Lyfjastofnun stefnir að því að jafnrétti meðal þjóðfélagsþegna sé virt og að jafnrétti sé í samræmi við lög er varða jafna stöðu og jafnan rétt á vinnumarkaði. Þetta felur meðal annars í sér að starfsfólki er ekki mismunað eftir kynferði, aldri, trúarbrögðum, skoðunum, þjóðerni, kynþætti, kynhneigð, efnahag, ætterni, fjölskyldutengslum eða stöðu að öðru leyti. Þetta á sérstaklega við um nýráðningar og breytingar á stöðu eða starfskjörum. Allt starfsfólk stofnunarinnar nýtur jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Samskipti

Lyfjastofnun vill skapa starfsumhverfi og menningu þar sem starfsfólki líður vel. Slíkt er gert með markvissu forvarnarstarfi, skýrum verkferlum og stuðningi. Forvarna- og viðbragðsáætlun vegna eineltis, kynferðis- eða kynbundið áreiti og ofbeldi, (hér eftir nefnd EKKO).

Með forvarnar- og viðbragðsáætlun eru skilgreind úrræði unnið að forvörnum og verkferlar tilgreindir, í samræmi við ákvæði laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni, sem og annað ofbeldi.

Starfsþróun

Lögð er áhersla á faglega þjálfun, endurmenntun og starfsþróun meðal starfsmanna, til að tryggja þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að ná árangri í starfi, til að stofnunin sé á hverjum tíma sem best í stakk búin til að takast á við þau verkefni sem henni eru falin og ekki síður til að stuðla að þroska og starfsánægju starfsfólks. Starfþróunarsamtöl eru reglubundin innan stofnunar og hafa það meðal annars að markmiði að koma hvetja til umræðu um símenntun og starfsþróun.

Mælikvarðar

  • Vottun jafnlaunakerfis
  • Starfað er samkvæmt jafnréttisáætlun stofnunarinnar
  • Viðhorfskannanir meðal starfsfólks þar sem starfsánægja er mæld út frá skilgreindum þáttum, markmið að starfsánægja mælist á styrkleikabili
  • Árleg regluleg starfsmannasamtöl tekin við allt starfsfólk þar sem líðan og viðhorf þess er rætt og þörf til starfsþjálfunar og endurmenntunar er metin og viðbrögð ákveðin

Upplýsingagjöf

Upplýsingagjöf um árangur innleiðingar og eftirlits með mannauðs- og jafnréttisstefnu á sér stað reglulega á innri samskiptasvæðum stofnunarinnar, eftir því sem niðurstöður mælinga liggja fyrir.

Gildistaka og endurskoðun

Stefna þessi gildir frá og með staðfestingu forstjóra sem birtist samkvæmt samþykktarferli skjala stjórnunarkerfis.

Framkvæmdaráð Lyfjastofnunar rýnir og endurskoðar mannauðs- og jafnréttisstefnu á þriggja ára fresti.

Uppfært í september 2023

Síðast uppfært: 5. september 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat