Lyfjastofnun tekur nýja þjónustugátt til notkunar
Nú er unnið að því að færa rafræn eyðublöð Lyfjastofnunar á Ísland.is. Á meðan innleiðingunni stendur verða Mínar síður á Lyfjastofnun.is áfram aðgengilegar og þar má finna öll þau eyðublöð sem hafa verið aðgengileg fram að þessu. Sem hluti af innleiðingunni verður nú hægt að senda inn fjölda eyðublaða stafrænt sem áður var aðeins hægt að senda inn sem skrár. Jafnframt fær hvert eyðublað einkvæmt númer til aðgreiningar. Yfirlit yfir stöðu einstaka eyðublaða í innleiðingunni má nálgast hér.

Gömlu mínar síður á Lyfjastofnun.is
Á gömlu mínum síðum Lyfjastofnunar má áfram senda inn öll þau eyðublöð sem hafa verið aðgengileg þar fram að þessu.

Ný þjónustugátt á Ísland.is
Á nýrri þjónustugátt Lyfjastofnunar á Ísland.is má senda inn nýjar og uppfærðar útgáfur af umsóknum og eyðublöðum.