Panta símtal

  Á vefsíðu Lyfjastofnunar er mikið af gagnlegum upplýsingum. Áður en símtal er pantað er gagnlegt að hafa í huga að starfsmenn sem sinna netspjalli geta leiðbeint með upplýsingar á vefsíðu Lyfjastofnunar, þannig er hægt í einhverjum tilfellum að fá svar strax með netspjalli. Ef starfsmaður sem sinnir netspjalli getur ekki svarað sendir hann skilaboð áfram og haft verður samband með tölvupósti.

  Ef pantað er símtal verður í einhverjum tilfellum svarað með tölvupósti, til dæmis ef svar er að finna á vefsíðu Lyfjastofnunar. Einstaklingum er bent á að nota netspjallið, einnig hentar það vel til dæmis fyrir starfsmenn heilbrigðisstofnana vegna afgreiðslu undanþágulyfseðla.

  Fyrir flóknari erindi, eins og frá starfsmönnum umboðsaðila sem sinna vinnu við skráningarferla lyfja getur það hentað vel að panta símtal. Símtölum er forgangsraðað við pöntun og greiningu erindisins, þegar erindi eru leyst með símtali er hringt annað hvort á milli kl. 10-11 eða 14-15.


  Síðast uppfært: 28. nóvember 2023
  Var efnið hjálplegt Nei

  Hvað þarf að laga?


  LiveChat