Greinar / Útgefið efni

Fylgiseðlar lyfja

28.10.2015

Fylgiseðill lyfs er yfirleitt laust blað eða bæklingur í lyfjapakkningunni. Einnig getur fylgiseðill verið hluti af merkimiða pakkningar og er þá oft um nokkurs konar flettimiða að ræða. Oftast er fylgiseðillinn á íslensku.

Mikilvægi þess að notendur lyfja kynni sér vel og vandlega upplýsingar í fylgiseðlunum verður aldrei ofmetið. Ef þörf er fyrir frekari upplýsingar er mikilvægt að leita til læknis eða lyfjafræðings.

Mjög mikilvægt er að notendur lyfja fylgist vel með uppfærslum á fylgiseðlum hverju sinni sem þeir fá lyf afhent. Með því að bera dagsetninguna saman við dagsetningu fylgiseðils sem maður fékk síðast kemur strax í ljós hvort um breyttan texta er að ræða.

lesum_sedilinn_monologo_dropsh_copy

  1. Fylgiseðlar lyfja (28.10.2015)
  2. Mikilvægi fylgiseðla ( 2.11.2015)
  3. Hvaða upplýsingar eru í fylgiseðlinum? (6.11.2015)
  4. Breytast upplýsingar í fylgiseðlum eða er fylgiseðillinn alltaf eins? (9.11.2015)
Til baka Senda grein