Dreifibréf

Dreifibréf Lyfjastofnunar frá árinu 2002 sem m.a. hafa verið send eftirlitsþegum stofnunarinnar, eftir eðli starfsemi þeirra.

2018

Dreifibréf 3/2018/LST - Paratabs retard fellt úr lyfjaskrám 1. júní 2018 eftir ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Læknar finni aðra viðeigandi lyfjameðferð fyrir þá sjúklinga sem ákvörðunin gæti haft áhrif á.

 

Dreifibréf 3/2018/LST

Paratabs retard fellt úr lyfjaskrám 1. júní 2018 eftir ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Læknar finni aðra viðeigandi lyfjameðferð fyrir þá sjúklinga sem ákvörðunin gæti haft áhrif á.

Í kjölfar málskots EMEA/H/A-31/1445 sem lauk með bindandi ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefur Lyfjastofnun ákveðið að íslensk markaðsleyfi lyfja sem innihalda parasetamól með breyttan losunarhraða skuli felld niður tímabundið. Í ljósi þessarar ákvörðunar verða þessi lyf felld úr lyfjaskrám frá og með 1. júní 2018. Á Íslandi nær ákvörðunin til eins lyfs sem er á markaði, Paratabs retard, forðatafla 500 mg., auk tveggja lyfja sem ekki hafa verið markaðssett.

Frá og með 1. júní nk. verður Paratabs retard fellt úr lyfjaskrám og verður þar af leiðandi ekki hægt að ávísa því né afgreiða það úr lyfjabúðum frá og með þeim degi. Læknum verður kleift að ávísa Paratabs retard til og með 31. maí 2018 og jafnframt er lyfjabúðum heimilt að afgreiða lyfið til og með 31. maí 2018.

Til þess að lágmarka áhrif ákvörðunarinnar á sjúklinga fer Lyfjastofnun þess á leit við ávísandi lækna að finna aðra viðeigandi lyfjamerðferð fyrir þá sjúklinga sem ákvörðunin kemur til með að hafa áhrif á, einkum þá sem eiga gildandi fjölnota seðil.

Athygli er vakin á því að ákvörðunin nær ekki til annarra lyfja sem innihalda parasetamól en þó nokkur slík lyf eru á markaði á Íslandi.

Ástæða ákvörðunarinnar er áhætta á eitrun hjá sjúklingum sem tekið hafa of stóran lyfjaskammt af parasetamóli með breyttan losunarhraða. Reynslan hefur sýnt að hefðbundnar aðferðir við meðhöndlun sjúklinga sem tekið hafa of stóran lyfjaskammt henta ekki þegar um parasetamól með breyttan losunarhraða er að ræða. Það er vegna þess hvernig parasetamól með breyttan losunarhraða losnar í líkamanum. Í mörgum tilfellum ofskömmtunar er óljóst hvort hún er af völdum parasetamóls með breyttan losunarhraða sem gerir heilbrigðisstarfsfólki erfitt fyrir að ákveða hvers konar meðhöndlun er þörf á. Í ofskömmtunartilfellum skiptir máli hvort um parasetamól með breyttan losunarhraða er að ræða því það hefur áhrif á ákvarðanir heilbrigðisstarfsfólks s.s. hvenær og hve lengi á að gefa sjúklingnum móteitur. Of hár lyfjaskammtur getur annars valdið alvarlegri lifrarbilun eða dauða. Lyfjastofnun áréttar að ávinningur Paratabs retard vegur hærra en áhættan sem fylgir notkuninni þegar lyfið er notað á réttan hátt og í ráðlögðum skammtastærðum.

Lyfjastofnun, 5. mars 2018

Dreifibréfið á prentformi


Dreifibréf 2/2018/LST - Paratabs retard fellt úr lyfjaskrám 1. júní 2018 eftir ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.


Dreifibréf 2/2018/LST

Paratabs retard fellt úr lyfjaskrám 1. júní 2018 eftir ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins

Í kjölfar málskots EMEA/H/A-31/1445 sem lauk með bindandi ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefur Lyfjastofnun ákveðið að íslensk markaðsleyfi lyfja sem innihalda parasetamól með breyttan losunarhraða skuli felld niður tímabundið. Í ljósi þessarar ákvörðunar verða þessi lyf felld úr lyfjaskrám frá og með 1. júní 2018. Á Íslandi nær ákvörðunin til eins lyfs sem er á markaði, Paratabs retard, forðatafla 500 mg., auk tveggja lyfja sem ekki hafa verið markaðssett.

Frá og með 1. júní nk. verður Paratabs retard fellt úr lyfjaskrám og verður þar af leiðandi ekki hægt að ávísa því né afgreiða það úr lyfjabúðum frá og með þeim degi. Læknum verður kleift að ávísa Paratabs retard til og með 31. maí 2018 og jafnframt er lyfjabúðum heimilt að afgreiða lyfið til og með 31. maí 2018.

Athygli er vakin á því að ákvörðunin nær ekki til annarra lyfja sem innihalda parasetamól en þó nokkur slík lyf eru á markaði á Íslandi. Ástæða ákvörðunarinnar er áhætta á eitrun hjá sjúklingum sem tekið hafa of stóran lyfjaskammt af parasetamóli með breyttan losunarhraða. Reynslan hefur sýnt að hefðbundnar aðferðir við meðhöndlun sjúklinga sem tekið hafa of stóran lyfjaskammt henta ekki þegar um parasetamól með breyttan losunarhraða er að ræða. Það er vegna þess hvernig parasetamól með breyttan losunarhraða losnar í líkamanum. Í mörgum tilfellum ofskömmtunar er óljóst hvort hún er af völdum parasetamóls með breyttan losunarhraða eða án forðaverkunar sem gerir heilbrigðisstarfsfólki erfitt fyrir að ákveða hvers konar meðhöndlun er þörf á. Í ofskömmtunartilfellum skiptir máli hvort um parasetamól með breyttan losunarhraða er að ræða því það hefur áhrif á ákvarðanir heilbrigðisstarfsfólks s.s. hvenær og hve lengi á að gefa sjúklingnum móteitur. Of hár lyfjaskammtur getur annars valdið alvarlegri lifrarbilun eða dauða. Lyfjastofnun áréttar að ávinningur Paratabs retard vegur hærra en áhættan sem fylgir notkuninni þegar lyfið er notað á réttan hátt og í ráðlögðum skammtastærðum.

Lyfjastofnun, 27. febrúar 2018

Dreifibréf á prentformi


Dreifibréf 1/2018/LST - Afgreiðsla EES lyfjaávísana. Mat lyfjafræðinga á réttri útgáfu og lögmæti lyfjaávísana.


Dreifibréf 1/2018/LST

Afgreiðsla EES lyfjaávísana Mat lyfjafræðinga á réttri útgáfu og lögmæti lyfjaávísana

Samkvæmt 3. gr. reglugerðar nr. 421/2017 um gerð lyfseðla og ávísun lyfja eru lyfjaávísanir lækna sem hafa starfsleyfi á Evrópska efnahagssvæðinu gildar hér á landi, endi fullvissi lyfjafræðingur sig um að útgefandi lyfseðils hafi lækningaleyfi í viðkomandi ríki.

Samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 1266/2017, um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja, sem tekur gildi 3. apríl 2018 er afgreiðsla lyfs gegn lyfjaávísun skilgreind á eftirfarandi hátt: „Þegar lyfjafræðingur staðfestir að lyfjaávísun sé rétt útgefin, gengur úr skugga um að hún sé lögmæt og að rétt lyf hafi verið tekið til og rétt áritað.“1 Í 26. gr. sömu reglugerðar kemur fram að lyfjaávísanir lækna sem hafa starfsleyfi á Evrópska efnahagssvæðinu séu gildar hér á landi og að um afgreiðslu slíkra lyfja skuli fara samkvæmt íslenskum reglum.

Vegna vaxandi fjölda evrópskra lyfseðla hér á landi þar sem ávísað er ávana- og fíknilyfjum vill Lyfjastofnun vekja athygli lyfjafræðinga á að þeim er heimilt að hafna því að afgreiða lyfseðil ef þeir geta ekki með óyggjandi hætti staðfest að lyfjaávísun sé rétt útgefin og lögmæt.

Lyfjastofnun 9. febrúar 2018

Dreifibréfið á prentformi


2017

Dreifibréf 2/2017/LST - Mistök við afgreiðslu lyfja í lyfjabúðum. Tilkynningarskylda lyfjabúða

Dreifibréf 2/2017/LST

Mistök við afgreiðslu lyfja í lyfjabúðum. Tilkynningarskylda lyfjabúða

Ákvæði 36. gr. reglugerðar um lyfsöluleyfi og lyfjabúðir nr. 426/1997 kveður á um tilkynningarskyldu lyfjabúða vegna alvarlegra mistaka. Verði í lyfjabúð alvarleg mistök skulu þau þá þegar tilkynnt Lyfjastofnun. Lyfjastofnun framkvæmir sérstaka rannsókn á málsatvikum í kjölfarið og tekur saman skýrslu þar um. Samkvæmt ákvæðinu skal skýrslan látin málsaðilum í té og eitt eintak hennar skal senda velferðaráðuneytinu.

Samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. 56. gr. sömu reglugerðar skal færa atvikaskrá í lyfjabúð um mistök er verða við afgreiðslu lyfseðils eða afhendingu lyfja. Færsla atvikaskrár skal hið minnsta sýna hvað úrskeiðis fór og ráðstafanir til úrbóta. Þegar alvarleg mistök verða við afgreiðslu lyfs skal Lyfjastofnun þegar sent afrit atvikaskrár vegna mistakanna. Mikilvægt er að vanda skráningu atviksins þannig að þeir sem lesa skráninguna, en þekkja ekki til atviksins, geti áttað sig á hvað gerðist.

Eftirtalin atvik skilgreinir Lyfjastofnunar sem alvarleg atvik sem tilkynna skal stofnuninni í samræmi við 36. gr. og 56. gr. reglugerðar um lyfsöluleyfi og lyfjabúðir: 

  • Afhent er rangt lyf, þ.e. ekki það lyf sem ávísað var á þeim lyfseðli sem lá til grundvallar afhendingunni. 
  • Afhent er rangt magn lyfs, þ.e. ekki það magn sem ávísað var á þeim lyfseðli sem lá til grundvallar afhendingunni. 
  • Afhentur er rangur styrkleiki lyfs, þ.e. ekki sá styrkleiki lyfs sem ávísað var á þeim lyfseðli sem lá til grundvallar afhendingunni. 
  • Afhent er lyf án eða með röngum notkunarleiðbeiningum, þ.e. ekki þeim fyrirmælum sem fram koma á lyfseðli sem lá til grundvallar afhendingunni. 
  • Afhent er lyf eða skammtastærð lyfs sem lyfjafræðingur veit, eða mátti vita, að ekki hefði átt að afhenda sbr. 3. mgr. 2. gr. reglugerðar um afgreiðslu lyfseðla, áritun og afhendingu lyfja, nr. 422/2017. 
  • Önnur atvik þar sem mistök við afgreiðslu eiga sér stað sem valda, eða kynnu að valda, viðskiptavini heilsutjóni.


Lyfjastofnun telur að framangreind atvik hafi átt sér stað ef viðskiptavinur yfirgefur lyfjabúð með lyf eða aðra vöru eftir að einhver af ofangreindum atvikum hafa átt sér stað.

Lyfjastofnun 7. nóvember 2017

Dreifibréfið á prentformi


Dreifibréf 1/2017/LST - Förgun fyrndra/ónýtra eftirritunarskyldra lyfja

Dreifibréf 1/2017/LST

Förgun fyrndra/ónýtra eftirritunarskyldra lyfja

Lyfjastofnun bendir á að samkvæmt 1. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni skulu fyrnd eða ónýt eftirritunarskyld lyf úr birgðum lyfjabúða send Lyfjastofnun til förgunar með ábyrgðarpósti eða afhent starfsmanni stofnunarinnar.

Þrátt fyrir framangreint ákvæði er skv. 2. mgr. 5. gr. sömu reglugerðar heimilt að skila fyrndum eftirritunarskyldum lyfjum til lyfjaheildsölu ef unnt er að fá þau endurgreidd að hluta eða fullu. Staðfesting lyfjaheildsölu á móttöku lyfjanna skal varðveita í lyfjabúð í að minnsta kosti 2 ár.

Samkvæmt 3. og 4. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar getur Lyfjastofnun heimilað, að eftirritunarskyldum lyfjum sé fargað á vegum lyfjabúðar. Slík heimild skal vera skrifleg og setja má skilyrði um framkvæmd og annað er stofnunin telur nauðsynlegt. Jafnframt kemur fram að óheimilt sé að farga ávana- og fíkniefnum nema í samráði við Lyfjastofnun og að viðstöddum starfsmanni stofnunarinnar.

Samkvæmt 3. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar skal senda eftirritunarskyld lyf sem skilað er til lyfjabúðar með tryggilegum hætti til förgunar með öðrum lyfjum.


Verklag lyfjabúða -yfirlit

Lyf í birgðum lyfjabúða

Þegar eftirritunarskyld lyf fyrnast í birgðum lyfjabúða er lyfjabúðin ábyrg fyrir því að lyfjunum sé fargað á tryggilegan hátt. Samkvæmt framangreindum reglugerðarákvæðum hefur lyfjabúðin þrjár leiðir til að koma lyfjunum til förgunar:

1. Senda lyfin til förgunar hjá Lyfjastofnun. 

  • Lyfin skulu send í ábyrgðarpósti eða afhent starfsmanni Lyfjastofnunar. 
  • Lyfjunum skal fylgja fylgibréf þar sem tilgreint er um hvaða lyf ræðir, í hvaða magni, hver sé sendandi og dagsetning sendingar. 
  • Best er að senda lyfin jafnóðum en ef þau eru geymd í lyfjabúðinni þ.e. ekki send jafnóðum til förgunar skal haldið utan um magn þeirra og þau talin um hver mánaðamót, rétt eins og önnur eftirritunarskyld lyf. Þetta er mikilvægt til að staðfesta að ekkert hafi horfið af lagernum.


2. Senda lyfin til heildsölu og fá staðfestingarnótu sem geyma skal í tvö ár í lyfjabúðinni.

3. Óska eftir heimild Lyfjastofnun til farga lyfjunum. Slík heimild skal vera skrifleg og utanumhald skal vera samkvæmt skilyrðum stofnunarinnar og að viðstöddum starfsmanni stofnunarinnar.

Dreifibréfið á prentformi

2016

Dreifibréf 01/2016/LST - Tímabundin heimild til að gegna störfum aðstoðarlyfjafræðings – ábyrgð lyfjafræðinga og heimildir lyfjafræðinema

Dreifibréf 01/2016/LST

Tímabundin heimild til að gegna störfum aðstoðarlyfjafræðings – ábyrgð lyfjafræðinga og heimildir lyfjafræðinema

Samkvæmt 29. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 getur Lyfjastofnun veitt lyfjafræðinema, sem lokið hefur 4. árs námi og tveggja mánaða verknámi í lyfjabúð, leyfi til að gegna störfum aðstoðarlyfjafræðings tímabundið. Í slíkum tilvikum skal lyfjafræðinemi starfa með og á ábyrgð lyfjafræðings. Nánar er tekið á þessu skilyrði í 5. mgr. 47. gr. reglugerðar nr. 426/1997 um lyfsöluleyfi og lyfjabúðir, þar sem segir að lyfjafræðinema sé óheimilt að sinna aðstoðarlyfjafræðingsstörfum nema í viðurvist lyfjafræðings eða staðgengils hans, er einnig skuli vera lyfjafræðingur.

Ábyrgð lyfjafræðinga og tryggingar                                                                                 Lyfjastofnun bendir á að samkvæmt 10. gr. reglugerðar nr. 1090/2012 um menntun, réttindi og skyldur lyfjafræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi ber lyfjafræðingur ábyrgð á því að aðstoðarmenn og nemar, sem starfa undir hans stjórn, hafi næga hæfni og þekkingu og fái nauðsynlegar leiðbeiningar og tilsögn til að inna af hendi störf sem hann felur þeim.

Þá bendir stofnunin á að samkvæmt 25. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 er heilbrigðisstarfsmönnum sem starfa sjálfstætt og fyrirtækjum sem veita heilbrigðisþjónustu skylt að hafa vátryggingu sem uppfyllir skilyrði laga um sjúklingatryggingu og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra laga. Samkvæmt 1. gr. laga um sjúklingatryggingu nr. 111/2000 eiga sjúklingar, sem verða fyrir líkamlegu eða geðrænu tjóni hér á landi í tengslum við rannsókn eða sjúkdómsmeðferð m.a. hjá heilbrigðismanni sem starfar sjálfstætt og hlotið hefur löggildingu Embættis landlæknis til starfsins, rétt til bóta samkvæmt lögunum. Í 9. gr. umræddra laga eru bótaskildir aðilar skilgreindir og þar kemur fram að í þeim hópi eru m.a. heilbrigðisstarfsmenn sem starfa sjálfstætt og hafa hlotið löggildingu Embættis landlæknis til starfsins.

Lyfjastofnun hvetur alla lyfjafræðinga sem taka að sér að bera ábyrgð á lyfjafræðinema sem fær tímabundna heimild til að gegna störfum aðstoðarlyfjafræðings að kynna sér til hvaða þátta ábyrgðartrygging hans nær.

Heimild lyfjafræðinema                                                                                                  Lyfjafræðinemi, sem fengið hefur tímabundna heimild til að starfa sem aðstoðarlyfjafræðingur, hefur heimild til að sinna öllum þeim störfum sem aðstoðarlyfjafræðingur sinnir s.s. afgreiðslu og afhendingu lyfja og ritun lyfseðla sem lesnir eru fyrir í síma, að því gefnu að sá lyfjafræðingur sem ber ábyrgð á störfum hans treysti nemanum til að vinna verkið og hafi falið honum að vinna það.

Lyfjastofnun ítrekar að lyfjafræðinema er óheimilt að sinna aðstoðarlyfjafræðingsstörfum nema í viðurvist lyfjafræðings eða staðgengils hans, er einnig skal vera lyfjafræðingur. Það er á ábyrgð bæði lyfjafræðinema sem hlotið hefur framangreint leyfi og þess lyfjafræðings sem ber ábyrgð í viðkomandi í lyfjabúð að farið sé eftir þeim ákvæðum í lögum og reglugerðum sem um þetta leyfi gilda.

Lyfjastofnun bendir á að tímabundið leyfi til að starfa sem aðstoðarlyfjafræðingur gildir einungis í þeirri lyfjabúð sem sótt er um. Óski lyfjafræðinemi eftir að taka til starfa í annarri lyfjabúð en getið er í umsókninni, skal hann senda inn nýja umsókn þess efnis, en er þó heimilt að vísa til fyrri umsóknar hvað varðar staðfestingu á að lokið sé tveggja mánaða verknámi í lyfjabúð.

Með útgáfu dreifibréfs þessa fellur úr gildi Dreifibréf nr. 06/2007/LS Lyfjastofnun 18. febrúar 2016

Dreifibréfið á prentformi.

2010

Dreifibréf 03/2010/LS - Lyfjaverðskrá


Dreifibréf 03/2010/LS

Lyfjaverðskrá

Að gefnu tilefni vill Lyfjastofnun koma eftirfarandi á framfæri varðandi Lyfjaverðskrá:

Samkvæmt 11. gr. reglugerðar nr. 213/2005 um lyfjagreiðslunefnd, gefur lyfjagreiðslunefnd út lyfjaverðskrá þar sem fram kemur viðmiðunarverðskrá, greiðsluþátttaka almannatrygginga hvers lyfs, hámarksverð og greiðsluþátttökuverð allra lyfseðilsskyldra lyfja og allra dýralyfja, ásamt heildsöluverði.

Lyfjaverðskrá er gefin út mánaðarlega með gildistöku fyrsta hvers mánaðar. Verð á lyfseðilsskyldum lyfjum og öllum dýralyfjum í skránni er gildandi hámarksverð í smásölu með 25,5% virðisaukaskatti. Óheimilt er að selja lyf á hærra verði og miða skal við verðskrá þess mánaðar sem lyfið er selt í.

Það skal einnig áréttað að álagning á lausasöludýralyf er ekki frjáls, þau eru með hámarkssmásöluverð.

Lyfjastofnun 8. júlí 2010

Dreifibréfið á prentformi


Dreifibréf 02/2010/LS - Lyf á undanþágulista

Dreifibréf 02/2010/LS - Lyf á undanþágulista

Dreifibréf 01/2010/LS - Lyf afgreitt með undantekningarheimild lyfjafræðings

2009

Dreifibréf 04/2009/LS - Afgreiðslutilhögun á Ritalin® og Amfetamín® töflum

Dreifibréf 03/2009/LS - Afgreiðsla fjölnota lyfseðils

Dreifibréf 02/2009/LS - Ráðning staðgengils lyfsöluleyfishafa

Dreifibréf 01/2009/LS - Breyting á reglugerð nr. 91/2001

2008

Dreifibréf 10.11.2008 - Geislavirk lyf - Breytt fyrirkomulag innflutnings, sölu og afhendingar

Dreifibréf 21.10 2008 - Fylgiseðlar og áletranir umbúða

Dreifibréf 7. 10. 2008 - Breytt fyrirkomulag afgreiðslu lyfja með markaðsleyfi sem ekki

                                      hafa verið markaðssett

Dreifibréf 07/2008/LS - Reglugerð nr. 1065/2008 um póstverslun með lyf

Dreifibréf 06/2008/LS - Breytingar á reglugerðum nr. 91/2001 og 111/2001

Dreifibréf 05/2008/LS - Sala nikótínlyfja og flúorlyfja utan lyfjabúða

Dreifibréf 04/2008/LS - Afrit undanþágulyfseðla

Dreifibréf 03/2008/LS - Mönnun lyfjabúða

Dreifibréf 02/2008/LS - Sala lyfjaheildsala á dýralyfjum

Dreifibréf 01/2008/LS - Lyf til nota í starfi lækna

2007

Dreifibréf 09/2007/LS - Glúkósamín flokkað sem lyf

Dreifibréf 07/2007/LS - Breytingar á reglugerðum nr. 111/2001 og 91/2001

Dreifibréf 06/2007/LS - Heimildir lyfjafræðinema sem hlotið hafa tímabundið leyfi til

                                        að gegna störfum aðstoðarlyfjafræðings - FALLIÐ ÚR GILDI, sjá 01/2016

Dreifibréf 05/2007/LS - Flokkun Bioperine sem lyf

Dreifibréf 04/2007/LS - Breytt flokkun á Cordyceps sinensis

Dreifibréf 03/2007/LS - Heimildir læknanema til að ávísa lyfjum

Dreifibréf 02/2007/LS - Samningar um lyfjafræðilega þjónustu

Dreifibréf 01/2007/LS - Umsókn um nýtt lyfsöluleyfi

2006

Dreifibréf 02/2006/LS - Afgreiðsla lyfseðla í lyfjabúðum

Dreifibréf 01/2006/LS - Reglugerðarákvæði um tilkynningarskyldu lyfsöluleyfishafa vegna
                                          alvarlegra atvika


2005

Dreifibréf 02/LS/2005 - Sjúkrahús og aðrar stofnanir hafa lyfjafræðing í þjónustu sinni

Dreifibréf 08/2005/LS - Reglugerðarákvæði um gerð lyfseðla og sendingum þeirra í  
                                          lyfjabúð með myndsendinu.

Dreifibréf 05/2005/LS - Póstsending lyfja

Dreifibréf 04/2005/LS - Breytt afgreiðslutilhögun á Concerta forðatöflum og Ritalin Uno
                                          hylkjum

Dreifibréf 3/2005/LS -  Hillumerkingar

2004

Dreifibréf 8/2004/LS -  Lyfjaauglýsingar

Dreifibréf 7/2004/LS – Misnotkun á ferðaveikilyfjum

Dreifibréf 1/2004/LS – Mönnun lyfjabúða

2003

Dreifibréf 07/2003/LS - Sala Postinor taflna sem neyðargetnaðarvörn í lausasölu

Dreifibréf 06/2003/LS - Yfirlit um plöntulyf, örgresisefni, stýriefni og útrýmingarefni

Dreifibréf 04/2003/LS - Ný reglugerð um lyfjaskömmtun

Dreifibréf 03/2003/LS - Tilkynningar um stuld og fölsun lyfseðla

 

2002

Dreifibréf 15/2002/LS – Breyting á afgreiðslutilhögun 

Dreifibréf 14/2002 /LS– Afgreiðsla lyfja án markaðsleyfis

Dreifibréf 13/2002/LS – Áritun forskriftarlyfja 

Dreifibréf 9/2002/LS  - Árétta að ekki er heimilt að taka við lyfjum frá viðskiptavinum
                                        nema til eyðingar

Dreifibréf 5/2002/LS  - Óundirritaðir lyfseðla sendir í myndsendi

Dreifibréf 4/2002/LS  - Persónuupplýsingar komist ekki í hendur óviðkomandi aðila

Dreifibréf 3/2002/LS  - Ráðning staðgengils lyfsöluleyfishafa og starfsleyfi lyfjafræðinga og
                                         lyfjafræðikandídata

Var efnið hjálplegt? Nei