Fréttir

Lyfjastofnun Evrópu til Amsterdam - 21.11.2017

Nú er ljóst að EMA, Lyfjastofnun Evrópu, flyst til Amsterdam áður en kemur að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í mars 2019. Niðurstöðunnar hafði verið beðið með eftirvæntingu en nítján borgir sóttust eftir að fá stofnunina til sín; þrjár drógu umsókn sína til baka undir lokin.

Lesa meira

Evrópskt átak til að fjölga tilkynntum aukaverkunum - 20.11.2017

Lyfjastofnun setur í dag af stað átak á samfélagsmiðlum til þess að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsfólks um mikilvægi þess tilkynna aukaverkanir af völdum lyfja.

Lesa meira

Nýtt frá CVMP - nóvember - 16.11.2017

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir dýr (CVMP) fundaði dagana 7.-9. nóvember. 

Lesa meira

Nýtt frá CHMP - nóvember - 16.11.2017

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn (CHMP) hélt fund dagana 6.-9. nóvember. 

Lesa meira

Átakið bar árangur - 15.11.2017

Lyfjastofnun efndi til átaksverkefnisins Lyfjaskil – taktu til!  dagana 2.–10. mars 2017. Markmiðið var að draga úr því magni lyfja sem hent er í klósett, vask eða almennt sorp, og hvetja til þess að að ónotuðum lyfjum sé skilað til eyðingar í apótek. Enn fremur að auka öryggi í því sem snýr að geymslu lyfja á íslenskum heimilum. 

Lesa meira

Bréf til heilbrigðisstarfsfólks (DHPC) – Gilenya og hætta á alvarlegum hjartsláttartruflunum. - 14.11.2017

Upplýsingar lyfsins verða uppfærðar með nýjum frábendingum og varúðarreglum til að minnka hættuna á slíkum aukaverkunum.

Lesa meira

Notkun þunglyndislyfja á Íslandi - 14.11.2017

Notkun þunglyndislyfja hefur aukist á síðustu tíu árum. Íslendingar skera sig verulega frá norrænu þjóðunum í samanburði notkunar hjá einstaklingum undir 15 ára aldri. Ekkert sérstakt gefur til kynna að þunglyndi sé algengara hér á landi en annars staðar. Skýring á mikilli notkun þunglyndislyfja hér gæti verið fólgin í færri meðferðarúrræðum en þekkist í öðrum löndum.

Lesa meira

Undanþága fyrir Clozapin Medical - 14.11.2017

Veitt hefur verið heimild til sölu Clozapin Medical 25 mg tafla, 500 stk með vörunúmer 53 78 42 til að koma í veg fyrir skort. Lesa meira

Nýjum evrópskum lögum ætlað að koma í veg fyrir að fölsuð lyf berist til neytenda - 10.11.2017

Athygli markaðs-, heildsölu-, lyfsöluleyfishafa og lyfjaframleiðenda er vakin á reglugerð Evrópusambandsins um öryggisþætti lyfja (e. Safety Features). Reglugerðin tekur gildi 9. febrúar 2019 og er ætlað að tryggja rekjanleika lyfjapakkninga á Evrópska efnahagssvæðinu þannig að fölsuð lyf berist ekki inn í aðfangakeðju og að lokum til neytenda. Íslensk þýðing reglugerðarinnar liggur ekki enn fyrir.

Lesa meira

Undanþága fyrir Fentanyl Actavis - 7.11.2017

Lyfjastofnun hefur veitt heimild til sölu ofangreinds lyfs til apóteka í sænskum pakkningum með öðrum norrænum vörunúmerum en koma fram í lyfjaskrám.

Lesa meira

Ný lyf á markað 1. nóvember 2017 - 7.11.2017

Fimm ný lyf komu á markað 1. nóvember 2017

Lesa meira

Heimild heildsala til að selja tiltekin óskráð lyf án undanþágunúmers framlengd - 7.11.2017

Heimild heildsala til að selja þrjú vörunúmer án þess að fyrir liggi samþykkt undanþágunúmer hefur verið framlengd til 1. desember 2018. Lesa meira

Nýtt apótek – ÍslandsApótek - 6.11.2017

Nýtt apótek opnar að Laugavegi 46, 101 Reykjavík

Lesa meira

Altargo af markaði - 3.11.2017

Altargo smyrsli 1% verður fellt úr lyfjaskrám 1. desember nk. að ósk markaðsleyfishafa.

Lesa meira

Áætlun EMA vegna Brexit - 2.11.2017

Nýverið sendi Lyfjastofnun Evrópu (EMA) frá sér áætlun um starfsemina í aðdraganda og kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Stofnunin hefur frá upphafi verið í Lundúnum og flutningur því famundan.

Lesa meira

Nýtt frá PRAC – október 2017 - 1.11.2017

Sérfræðinefnd lyfjastofnunar Evrópu, EMA, um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja, PRAC, fundaði dagana 23.-26. október síðastliðinn. Þrennt var til umræðu á fundinum, MS-lyfið Zinbryta, hydroxyetýl-sterkja, og flupirtín-lyf. 

Lesa meira

Ólögleg sala verkjalyfja – lögregla telur lyfjalöggjöf takmarka möguleika til aðgerða - 30.10.2017

Í nýútkominni skýrslu lögreglunnar er sérstaklega rætt um sterk verkjalyf og stera, og sagt að borið hafi á miklu framboði slíkra lyfja. Salan fari einkum fram í lokuðum hópum á Facebook. Lyfjastofnun hefur boðað að takmarka það magn sem ávísa má af ávana- og fíknilyfjum þannig að ávísun þeirra takmarkist við tilgreint hámarksmagn hvers lyfs. Með því telur Lyfjastofnun að draga megi úr heildarmagni lyfjanna sem er í umferð hverju sinni og þannig sé a.m.k. hægt að draga úr áðurnefndri misnotkun. Hjá Lyfjastofnun er nú í undirbúningi nánari útfærsla á þessum aðgerðum að teknu tilliti til þeirra athugasemda sem fram hafa komið.

 

Lesa meira

Notkun sýklalyfja handa dýrum - 27.10.2017

Sjöunda ársskýrsla ESVAC um sölu sýklalyfja handa dýrum árið 2015 hefur verið birt. Sala sýklalyfja hér á landi handa dýrum sem gefa af sér afurðir til manneldis minnkaði lítillega milli áranna 2014 og 2015.

Lesa meira

EudraVigilance óaðgengilegur 8.-21. nóvember - 26.10.2017

EudraVigilance gagnagrunnurinn mun liggja niðri á tímabilinu 8. til 21. nóvember 2017 og ekki verður hægt að skrá inn aukaverkanatilkynningar í hann á því tímabili. Nýtt EudraVigilance kerfi verður tekið í gagnið 22. nóvember. Lyfjastofnun mun taka á móti aukaverkanatilkynningum allan tímann sem EudraVigilance liggur niðri.

Lesa meira

Samstarfi við Landspítala ætlað að fjölga tilkynntum aukaverkunum lyfja - 25.10.2017

Lyfjastofnun og Landspítalinn hafa hafið samstarf til að vekja athygli á mikilvægi þess að tilkynna aukaverkanir lyfja. Markmið samstarfsins er að fá betri yfirsýn yfir fjölda og alvarleika aukaverkana á Íslandi í því skyni að auka öryggi lyfja. Samstarfið miðar að því að fjölga aukaverkanatilkynningum lyfja sem eru merkt svörtum þríhyrningi en einnig alvarlegum aukaverkunum. Til alvarlegra aukaverkana teljast þær sem leiða til sjúkrahúsinnlagnar eða lengingar á sjúkrahúsvist, fötlunar eða fæðingargalla, lífshættulegs ástands, eða dauða. 

Lesa meira