Fréttir

Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Esmya (úlipristal asetat) - 19.2.2018

Takmarkanir á notkun úlipristal asetats, Esmya 5 mg töflur,  ásamt mikilvægum viðvörunum um alvarlegan lifrarskaða og ráðleggingar fyrir eftirlit með lifrarstarfsemi.

Lesa meira

PRAC leggur til að leiðbeiningar um þungunarforvarnir þeirra sem nota retínóíða verði betrumbættar - 16.2.2018

Sérfræðinefnd EMA um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) hefur mælt með uppfærslu á fyrirmælum varðandi þungunarvarnir og einnig viðvörun á mögulegri áhættu á geðrænum aukaverkunum líkt og þunglyndi, kvíða og skapgerðarbreytingum við notkun retínóíða.

Lesa meira

Nýtt frá PRAC – febrúar 2018 - 16.2.2018

Sérfræðinefnd EMA um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) fundaði 5.-8. febrúar sl.
Ályktað var um lyf sem innihalda valpróat, flupirtín, retínóíða, og lyfið esmya. 

Lesa meira

Nýjar leiðbeiningar og forvarnir frá PRAC til að koma í veg fyrir fósturskaða af völdum valpróats - 15.2.2018

Sérfræðinefnd EMA um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) fundaði dagana 5.-8. febrúar 2018 og mælir nefndin með nýjum leiðbeiningum til þess að takmarka enn frekar útsetningu fóstra fyrir valpróati á meðgöngu, vegna áhættu á alvarlegum þroskatruflunum og fæðingargöllum.

Lesa meira

Bricanyl retard og Xerodent af markaði 1. mars 2018 - 13.2.2018

Bicanyl retard 5 mg forðatafla og Xerodent munnsogstöflur fara af markaði 1. mars 2018

Lesa meira

Starfshópur skipaður til að sporna við mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja - 12.2.2018

Hlutverk starfshópsins er að gera tillögur um aðgerðir til að sporna við mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja. 

Lesa meira

Sjaldgæf en hugsanleg hætta á lifrarskemmdum við meðferð á vöðvaæxli í legi með lyfinu Esmya - 9.2.2018

PRAC hefur hafið skoðun á Esmya sem er ætlað til meðferðar á meðalsvæsnum til svæsnum einkennum vöðvaæxlis í legi. Tilefni skoðunarinnar eru aukaverkanatilkynningar um alvarlegar lifrarskemmdir. Að svo komnu máli mælir PRAC með því að konur sem nota lyfið við vöðvaæxli í legi fari reglulega í rannsókn á lifrarstarfsemi. PRAC mælir einnig með því að Esmya sé ekki gefið nýjum sjúklingum meðan á skoðuninni stendur. Sjúklingar sem hafa lokið meðferðartímabili skulu ekki heldur hefja lyfjameðferð á ný. Lesa meira

Nýtt dreifibréf – Afgreiðsla EES lyfjaávísana - 9.2.2018

Lyfjastofnun hefur sent frá sér dreifibréf um afgreiðslu EES lyfjaávísana hér á landi og mat lyfjafræðinga á réttri útgáfu og lögmæti þeirra.

Lesa meira

Málstofa um lyf fyrir börn hjá Lyfjastofnun Evrópu - 9.2.2018

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) og Framkvæmdastjórn ESB bjóða áhugasömum að taka þátt í málstofu til að ræða reglur ESB um lyf fyrir börn. Til málstofunnar er boðið hópum sem málið varðar víðs vegar að; aðstandendum sjúklinga, fræðimönnum, heilbrigðisstarfsmönnum og fulltrúum lyfjaiðnaðarins.  Málstofan fer fram í höfuðstöðvum EMA í Lundúnum 20. mars næstkomandi.

Lesa meira

Ný lyf á markað 1. febrúar 2018 - 8.2.2018

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. febrúar 2018

Lesa meira

Brugðist við fíknivanda – ákvörðun um 30 daga skammt í senn - 31.1.2018

Lyfjastofnun hefur frá í haust unnið að því að sett verði ákveðnari skilyrði við ávísun ávana- og fíknilyfja, í því skyna að hamla gegn misnotkun. Nú hefur verið tekin ákvörðun um að einungis megi afgreiða tiltekin ávanabindandi lyf sem nemur þörf til 30 daga í senn.

Lesa meira

Nýtt frá CHMP - janúar - 30.1.2018

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn (CHMP) hélt fund 22.-25. janúar síðastliðinn. 

Lesa meira

Átak til verndar umhverfinu - 29.1.2018

Nú um helgina hófst átak Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, í samvinnu við Veitur og Lyfjastofnun, þar sem landsmenn verða hvattir til að skila afgangslyfjum í apótek til eyðingar, 

Úbúið hefur verið myndband með leiðbeiningum um hvernig best er að bera sig að við lyfjaskil. 

Lesa meira

Ný lyfjabúð – Lyfja Hafnarstræti - 26.1.2018

Ný lyfjabúð opnuð að Hafnarstræti 19, 101 Reykjavík

Lesa meira

Ný lyfjabúð – Apótekarinn Vallakór - 26.1.2018

Ný lyfjabúð opnuð að Vallakór 4, 203 Kópavogi

 

Lesa meira

Bréf til heilbrigðisstarfsfólks (DHCP) – Cellcept, Myfenax, Myfortic og Mykofenolatmofetil Actavis - 23.1.2018

Eftir nýlega og ítarlega endurskoðun forklínískra og klínískra gagna um karlmenn sem gátu börn meðan þeir fengu meðferð með MMF og MPA hefur Lyfjastofnun Evrópu uppfært ráðleggingar sínar frá árinu 2015 varðandi getnaðarvarnir við meðferð með MMF og MPA.

Lesa meira

Baráttan við fíknivanda – leiðarvísir ESB - 22.1.2018

Í lok október á síðasta ári sendi Evrópusambandið frá sér skýrslu sem ætlað er að vera aðildarlöndunum leiðarvísir í baráttunni við fíkniefna- og fíknilyfjaneyslu. Lengst af hefur fíknivandinn snúist um efni sem teljast ólögleg, en sífellt eykst misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja. Þar valda ópíóíðar sem sprautað er í æð mestum áhyggjum.

Lesa meira

Nýtt frá CVMP - janúar - 19.1.2018

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir dýr (CVMP) fundaði dagana 16.-18. janúar.

Lesa meira

Lyfjastofnun á Læknadögum - 17.1.2018

Í þriðja árið í röð tekur Lyfjastofnun þátt í Læknadögum sem fara um þessar mundir fram í Hörpu.

Sýningarsvæðið sem er opið á meðan á Læknadögum stendur er aðgengilegt heilbrigðisstarfsfólki. Þar gefst gestum tækifæri til að ræða við starfsmenn Lyfjastofnunar.

Lesa meira

Nýtt frá PRAC – janúar 2018 - 15.1.2018

Sérfræðinefnd EMA um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) fundaði 8.-11. janúar sl. Nefndin leggur til að markaðsleyfi fyrir lyf sem innihalda hýdroxyetýl-sterkju (HES), og gefin eru í æð, verði afturkölluð.
 

Lesa meira

Upplýsingar til markaðsleyfishafa - ATC-flokkunarkerfi - 11.1.2018

Lyfjastofnun vekur athygli á breytingum á ATC-flokkunarkerfi lyfja fyrir menn/dýr sem tóku gildi 1. janúar sl. samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) fyrir mannalyf og dýralyf.

Breytingar á ATC fyrir mannalyf.

Breytingar á ATCvet fyrir dýralyf.

Nýir ATCvet flokkar fyrir dýralyf.   

Lesa meira

Ný lyf á markað 1. janúar 2018 - 10.1.2018

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1.janúar 2018.

Lesa meira