Ársskýrsla Lyfjastofnunar 2018 er komin út

Ársskýrsla Lyfjastofnunar
fyrir árið 2018 hefur verið gefin út, og eins og síðustu ár er hún eingöngu
gefin út rafrænt.

Í ávarpi forstjóra ræðir
Rúna Hauksdóttir Hvannberg um miklar áskoranir sem takast þurfti á við á
síðasta ár. Þá ekki hvað síst innköllun á blóðþrýstingslækkandi lyfjum sem
innihalda valsartan, og lyfjaskortsmál af ýmsu tagi, ýmist yfirvofandi eða
raunveruleg. Þá vitnar hún í aðgerðir til að sporna gegn misnotkun
ávanabindandi lyfja, nýtt lyfjaauðkenniskerfi, og áskoranir vegna Brexit. 

Ársskýrslan er 35 blaðsíður og er aðgengileg á pdf formi.

Uppsetning og útlit
ársskýrslunnar er unnið hjá auglýsingastofnunni EnnEmm.

Ársskýrsla
Lyfjastofnunar 2018

Síðast uppfært: 3. júní 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat