Fréttir

Ársskýrsla Lyfjastofnunar 2018 er komin út

Fjallað um rekstur, skipulagsbreytingar, átaksverkefni og erlent samstarf

3.6.2019

Ársskýrsla Lyfjastofnunar fyrir árið 2018 hefur verið gefin út, og eins og síðustu ár er hún eingöngu gefin út rafrænt.

Í ávarpi forstjóra ræðir Rúna Hauksdóttir Hvannberg um miklar áskoranir sem takast þurfti á við á síðasta ár. Þá ekki hvað síst innköllun á blóðþrýstingslækkandi lyfjum sem innihalda valsartan, og lyfjaskortsmál af ýmsu tagi, ýmist yfirvofandi eða raunveruleg. Þá vitnar hún í aðgerðir til að sporna gegn misnotkun ávanabindandi lyfja, nýtt lyfjaauðkenniskerfi, og áskoranir vegna Brexit. 

Ársskýrslan er 35 blaðsíður og er aðgengileg á pdf formi.

Uppsetning og útlit ársskýrslunnar er unnið hjá auglýsingastofnunni EnnEmm.

Ársskýrsla Lyfjastofnunar 2018

Til baka Senda grein