Evrópskt átak til að fjölga tilkynntum aukaverkunum

Lyfjastofnun setur í dag af stað átak á samfélagsmiðlum til þess að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsfólks um mikilvægi þess tilkynna aukaverkanir af völdum lyfja. Verkefnið er hluti af samevrópsku átaki og er þetta í annað sinn sem slíkt átak er keyrt og hefur Lyfjastofnun verið með frá upphafi.

Tilkynningar almennings og heilbrigðisstarfsfólks vegna aukaverkana lyfja eru eitt mikilvægasta tækið sem eftirlitsstofnanir hafa til að auka öryggi lyfjanotkunar. Almennt má segja að stærsta vandamál slíka eftirlitskerfa sé að of fáar tilkynningar berist og því er áríðandi að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsfólks á mikilvægi þess að senda inn aukaverkanatilkynningar þegar grunur er um aukaverkun af völdum lyfja.

Í ár taka nítján Evrópulönd ásamt tveimur löndum utan Evrópu þátt í átakinu sem er samsvarandi fjöldi og á síðasta ári. Að auki er átakið keyrt með stuðningi Lyfjastofnunar Evrópu (EMA), framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Eurodis sem er bandalag samtaka sjúklinga með sjaldgæfa sjúkdóma í Evrópu.

Átak landanna náði til ríflega 2,5 milljóna einstaklinga. Í heild fjölgaði tilkynningum um 13% samtals í kjölfar átaksins í fyrra. Þessar niðurstöður styrkja mikilvægi slíks átaks.

Fylgjast má með átakinu á samfélagsmiðlum stofnunarinnar, Facebook, Twitter og Youtube.

Síðast uppfært: 20. nóvember 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat