Aukaverkanatilkynningar fleiri í september en fyrri mánuði ársins

Fleiri tilkynningar um aukaverkanir lyfja bárust í september en fyrri mánuði ársins.

Engu að síður eru aukaverkanatilkynningar mun færri í hverjum mánuði að jafnaði á þessu ári en var árið 2019. Meðaltal ársins 2019
var 19 tilkynningar á mánuði, meðaltal fyrstu níu mánaða þessa árs er 9 tilkynningar á mánuði.

Tilkynningar um aukaverkanir í september sl. voru sextán talsins. Þrjár tilkynninganna voru um alvarlega aukaverkun.

Aukaverk-sept.-2020-alvarl

Sex af þeim sextán aukaverkanatilkynningum sem bárust Lyfjastofnun í september voru frá læknum, tvær frá öðrum heilbrigðisstarfsmönnum, þrjár frá lyfjafræðingum, og fimm frá notendum.

Aukaverk-sept.-2020-tilk

Tilkynningar um aukaverkanir veita mikilvægar upplýsingar um öryggi lyfja þegar þau eru komin í almenna notkun. Þá má minna á að Lyfjastofnun Evrópu hefur hvatt sérstaklega til þess að aukaverkanir lyfja sem gefin hafa verið við COVID-19 verði tilkynntar, sem og aukaverkanir af lyfjanotkun vegna annarra sjúkdóma meðan á COVID-19 veikindum stendur.

Allir geta tilkynnt um aukaverkun lyfs, almenningur jafnt sem heilbrigðisstarfsmenn. Hægt er að tilkynna rafrænt um aukaverkun í gegnum gátt á vef Lyfjastofnunar.

Síðast uppfært: 17. nóvember 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat