Fréttir

Ávana- og fíknilyfjum má einungis ávísa rafrænt frá og með morgundeginum, 1. september

31.8.2018

Af gefnu tilefni er athygli vakin á að ákvæði reglugerðar nr. 1266/2017, um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja með síðari breytingum, um bann við ávísun ávana- og fíknilyfja á pappírslyfseðlum, gengur í gildi á morgun,  1. september. Frá og með þeim degi verður því aðeins heimilt ávísa ávana- og fíknilyfjum með rafrænum hætti. Heimilt verður þó að afgreiða í apótekum pappírslyfseðla á ávana- og fíknilyf sem gefnir eru út fyrir 1. júlí 2018, í allt að ár frá útgáfu þeirra, sbr. bráðabirgðaákvæði reglugerðarinnar.

Á sama tíma fellur út gildi ákvæði um að apótek skuli að lokinni afgreiðslu senda Lyfjastofnun lyfseðla þar sem ávísað- er ávana og fíknilyfjum.

Þá skal ítrekað, að þegar er gengið í gildi ákvæði um að aðeins megi ávísa amfetamíni og metýlfenídatlyfjum ef sjúklingur er með gilt lyfjaskírteini frá Sjúkratryggingum Íslands.  


Skrá yfir ávana- og fíknilyf

Upplýsingar um ávana- og fíknilyf

Helstu breytingar vegna reglugerðar 1266/2017 um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja

Til baka Senda grein