Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Forðalyf sem innihalda leuprórelín (Eligard)

Markaðsleyfishafi lyfsins (Astellas Pharma A/S) hefur í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun sent bréf til heilbrigðisstarfsmanna vegna hættu á rangri meðhöndlun forðalyfja sem innihalda leuprórelín, sem getur leitt til skertrar verkunar.

Ástæða þessara ráðlegginga er allsherjar endurskoðun innan EES á meðhöndlun lyfsins.

Þær ráðleggingar sem gerðar hafa verið eru eftirfarandi:

  • Greint hefur verið frá rangri meðhöndlun forðalyfja sem innihalda leuprórelín, sem hugsanlega leiðir til skertrar verkunar.
  • Hættan á rangri meðhöndlun eykst þegar verklag við blöndun og gjöf lyfs felur í sér mörg skref.
  • Aðeins heilbrigðisstarfsfólk sem hefur reynslu af þessu verklagi skal undirbúa, blanda og gefa forðalyf sem innihalda leuprórelín.
  • Mikilvægt er að fylgja nákvæmlega leiðbeiningum um blöndun og gjöf sem finna má í lyfjaupplýsingunum.
  • Fræðsluefni um blöndun Eligard er birt á vef Sérlyfjaskrár.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um Eligard í Sérlyfjaskrá.

Yfirlit yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Síðast uppfært: 12. nóvember 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat