Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Xeljanz

Markaðsleyfishafi lyfsins Pfizer hefur í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun sent bréf
til heilbrigðisstarfsmanna
sem fjallar um niðurstöðu klínískrar rannsóknar sem sýnt hefur aukna hættu á lungnablóðreki við töku 10 mg skammts af Xeljanz tvisvar á dag.

Ekki má nota 10 mg af Xeljanz tvisvar á dag handa sjúklingum þar sem eitt eða fleira af eftirtöldum atriðum á við:

  • Notkun samsettra hormónagetnaðarvarna eða hormónauppbótarmeðferð
  • Hjartabilun
  • Saga um segarek í bláæðum, annað hvort segamyndun í djúplægum bláæðum eða lungnablóðrek
  • Arfgengur blóðstorkukvilli
  • Illkynja sjúkdómur
  • Sjúklingur gengst undir meiri háttar skurðaðgerð

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um Xeljanz í sérlyfjaskrá.

Yfirlit yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Síðast uppfært: 25. mars 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat