Breytingar á ATC-flokkunarkerfi lyfja

Lyfjastofnun vekur
athygli á breytingum á ATC-flokkunarkerfi lyfja. Þær tóku gildi
1. janúar sl. samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO), breytingar fyrir mannalyf annars vegar, dýralyf hins vegar.  

ATC-flokkunarkerfi (manna og dýra) á vef
Lyfjastofnunar hefur verið uppfært í samræmi við ofangreindar breytingar.

Markaðsleyfishafar skulu sækja um breytingu á
SmPC þar sem það á við í samræmi við reglur þar að lútandi.

Ósamræmi gæti orðið
milli ATC-listans og SmPC viðkomandi lyfja þar til markaðsleyfishafi hefur sent
Lyfjastofnun umsókn um slíka um breytingu og hún afgreidd.

Síðast uppfært: 11. janúar 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat