Fréttir

Cymevene stungulyf af markaði - markaðsleyfi Dexomet mixtúru fellt niður

Fellt úr lyfjaskrám 1. nóvember 2018

11.10.2018

Í byrjun næsta mánaðar verður eftirfarandi lyf fellt úr lyfjaskrám að ósk markaðsleyfishafa:

  • Cymevene stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn 500 mg/hettuglas

Notkun lyfsins hefur verið bundin við sjúkrahús þar sem sérhæfð meðferð sjúklings krefst sérfræðiþekkingar eða sérstaks eftirlits.

Þá hefur Actavis Group PTC efh. ákveðið að fella niður markaðsleyfi Dexomet 3 mg/ml mixtúrunnar en lyfið var tekið af markaði í apríl 2018. Lyfið var fáanlegt án lyfseðils í apótekum landsins.

Til baka Senda grein