Fréttir

Fotil og Rhinocort Turbuhaler af markaði 1. september 2018

Stutt samantekt um lyf sem verða felld úr lyfjaskrám 1. september 2018.

10.8.2018

Í byrjun næsta mánaðar verða eftirfarandi lyf felld úr lyfjaskrám að ósk markaðsleyfishafa:

  • Fotil 5 mg + 20 mg/ml augndropar, lausn
  • Fotil 5 mg + 20 mg/ml augndropar, lausn, án rotvarnar í stakskammtaíláti
  • Rhinocort Turbuhaler, nefduft

Athugið að Fotil Forte 5 mg + 40 mg/ml augndropar, lausn, án rotvarnar í stakskammtaíláti verða áfram á markaði. Sjúklingum er bent á að hafa samband við lækni varðandi áframhaldandi meðferð.

Ekkert lyf sambærilegt Rhinocort Turbuhaler verður á markaði eftir brottfall Rhinocort Turbuhaler svo sjúklingum er bent á að hafa samband við lækni til að fá ávísað öðru lyfi.

Til baka Senda grein