Framkvæmdastjórn ESB óskar eftir sérfræðingum í ráðgjafanefndir

Framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins mun síðar á þessu ári auglýsa eftir sérfræðingum í ráðgjafanefndir
sem ætlað er að koma að vinnu við mat á nýjum lækningatækjum sem áhætta gæti
fylgt. Nefndinni er einnig ætlað að vinna að síðari tíma endurbótum á reglum um
slík tæki með ráðgjöf til framkvæmdastjórnarinnar, samhæfingarnefndar um
lækningatæki, aðildarríkjanna, hagsmunaaðila og framleiðenda.

Sérfræðingarnir verða kallaðir til samráðs eftir því
sem á við á hverju sviði, t.d. því sem tengist hjarta- og æðakerfi,
bæklunarlækningum, taugalæknisfræði, innkirtalfræði o.s.frv. Frekari
upplýsingar verða veittar þegar auglýsingin birtist síðar á árinu.

Nánar um ráðgjafanefndir um lækningatæki

Síðast uppfært: 21. júní 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat