Fundir Lyfjastofnunar vegna lyfjaskorts

Lyfjastofnun stendur í þessari viku fyrir fundum með hagsmunaaðilum og stofnunum í því skyni að leita fleiri leiða til að bregðast við lyfjaskorti. Í dag fer fram fundur með markaðsleyfishöfum, umboðsmönnum markaðsleyfishafa, og dreifingaraðilum. Á morgun hittast síðan fulltrúar Lyfjastofnunar, lyfjagreiðslunefndar og Sjúkratrygginga Íslands.

Vonir standa til að í framhaldinu verði upplýsingum miðlað með skilvirkari hætti en áður og Lyfjastofnun hafi þannig betri yfirsýn yfir stöðu mála hverju sinni. Þar með ætti að vera hægt að grípa fyrr til viðeigandi ráðstafana ef ljóst þykir að stefni í tímabundinn skort tiltekinna lyfja.

Síðast uppfært: 25. september 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat