Fréttir

Jóhann M. Lenharðsson lætur af störfum hjá Lyfjastofnun í lok apríl

Tveir nýir deildarstjórar

7.3.2019

Jóhann M. Lenharðsson lætur af störfum hjá Lyfjastofnun í lok apríl. Jóhann er lyfjafræðingur og á að baki langan starfsaldur hjá Lyfjastofnun og Lyfjaeftirliti ríkisins, öðrum forvera Lyfjastofnunar. Hann starfaði sem eftirlitsmaður hjá Lyfjaeftirliti ríkisins á árunum 1995-99. Jóhann var stundakennari við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands á árunum 1990-2014. Frá ágúst 2007 hefur hann unnið hjá Lyfjastofnun, lengst af sem sviðsstjóri skráningarsviðs en frá síðustu áramótum gegnt starfi aðstoðarmanns forstjóra. Einnig hefur hann verið staðgengill forstjóra um langt árabil.

Mynd af Jóhanni M. Lenharðssyni

Eftir langan og farsælan feril hjá Lyfjastofnun hyggst Jóhann nú söðla um og mun hann hefja störf á sviði Eftirlits og gæða hjá Embætti landlæknis í byrjun maí. Stjórnendur og starfsfólk Lyfjastofnunar þakka honum vel unnin störf og óska honum alls hins besta á nýjum vettvangi.

 

 

 

 

Tveir nýir deildarstjórar 

Þann 1. janúar sl. tók Hjalti Kristinsson við starfi deildarstjóra lyfjaöryggisdeildar. Hjalti er lyfjafræðingur, með doktorspróf í læknisvísindum frá Uppsalaháskóla sem hann lauk árið 2017 en hann lauk einnig mastsersnámi þar í sömu grein árið 2012 með sérhæfingu í líftækni. Hjalti starfaði áður sem eftirlitsmaður og sérfræðingur á eftirlitssviði Lyfjastofnunar á árunum 2008-2011. 

Hjalti-Kristinsson

Sólrún Haraldsdóttir tók við starfi deildarstjóra markaðsleyfadeildar 11. febrúar sl. Sólrún útskrifaðist með kandídatspróf í lyfjafræði frá Háskóla Íslands árið 2001, vann sem aðstoðarlyfjafræðingur í Hafnarfjarðar Apóteki og síðan sem skráningarsérfræðingur og ábyrgðarhafi hjá Pharmaco (nú Vistor hf.) frá 2001-2007. Sólrún hóf störf hjá Lyfjastofnun í ágúst 2007 og hefur m.a. haft umsjón með endurnýjun landsmarkaðsleyfa, mati á þýðingum ýmissa lyfjatexta, og sinnt verkstjórn í rekstrarþróunarverkefni stofnunarinnar.

Solrun-Haraldsdottir

Skráning á póstlista Lyfjastofnunar

Til baka Senda grein