Kóvar 2 mg töflur hætta – Warfarin Teva 1 mg og 3 mg á markað

Kóvar töflur sem innihalda warfarín og eru notaðar til
blóðþynningar eru ekki lengur framleiddar og munu brátt hætta að fást. Í
staðinn eru komnar á markað töflur undir heitinu Warfarin Teva. Þessar töflur
eru ekki af sama styrkleika og Kóvar og mikilvægt er að sjúklingar fylgi
leiðbeiningum rannsóknarstöðva sem sjá um mælingar vegna blóðþynningarmeðferðar
svo breytingin á lyfjunum gangi örugglega fyrir sig hjá hverjum sjúklingi.

Útlit taflnanna:

  • Kóvar 2 mg töflur: Hvít, hringlaga, flöt tafla, 8
    mm í þvermál með deiliskoru á annarri hliðinni.
  • Warfarin Teva 1 mg töflur: Brún tafla með WFN ofan við og 1
    neðan við deiliskoru á annarri hliðinni og tvöföldum þríhyrningi á hinni.
  • Warfarin Teva 3 mg töflur: Blá tafla með WFN ofan við og 3
    neðan við deiliskoru á annarri hliðinni og tvöföldum þríhyrningi á hinni.

Leiðbeiningar til
apóteka
: Allir sjúklingar sem skipta frá Kóvar yfir í Warfarin Teva
þurfa að vera vel upplýstir um að þeir séu að fá nýtt lyf og að gæta þurfi
sérstaklega að skömmtun þess. Ráðlagt er að biðja alla sjúklinga um að hafa
samband við sína rannsóknarstöð sem sér um mælingar og skammtanir til að fá
frekari upplýsingar.

Leiðbeiningar til
lækna
: Sjá bréf
til heilbrigðisstarfsfólks
.

Leiðbeiningar
til lyfjanotenda
: Mikilvægt er að huga vel að skömmtun vegna
lyfjabreytingarinnar. Rannsóknarstöðvar sem sjá um mælingar og skömmtun vegna
blóðþynningarlyfja munu senda út leiðbeiningar til sjúklinga. Ef einhverjar
spurningar vakna um skömmtun skal hafa samband við viðkomandi rannsóknarstöð.
Breyting úr einu lyfi í annað skal alltaf gerð í samráði við rannsóknarstöðina.

Síðast uppfært: 25. janúar 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat