Leiðbeiningar fyrir dýralækna sem starfrækja lyfjasölu

Gefin hefur verið út handbók á vef Lyfjastofnunar um það sem snýr að lyfjasölu dýralækna. Dýralæknum er heimilt að kaupa lyf af heildsölum til notkunar á eigin stofum, í vitjunum, og til sölu frá starfsstofu sinni. Lögum samkvæmt ber Lyfjastofnun að annast faglegt eftirlit með slíkri starfsemi dýralækna, eins og annarra sem höndla með lyf. Í handbókinni er t.d. bent á þær reglur sem gilda um lyfjageymslur, eftirlit með hitastigi í lyfjageymslum, afgreiðslu lyfja og merkingu þeirra, svo eitthvað sé nefnt.

Til glöggvunar en ekki tæmandi

Leiðbeiningarnar eru teknar saman á grundvelli ákvæða lyfjalaga sem og reglugerða sem gilda um smásölu lyfja og byggja á lyfjalögum. Þær eru hugsaðar til að auðvelda dýrlæknum að átta sig á hvaða kröfur eru gerðar til lyfjasölunnar, en þær eru ekki tæmandi. Dýralæknum sem stunda
lyfjasölu ber að kynna sér þá löggjöf sem um starfsemina gildir og fylgja henni. Ábyrgð á starfsemi lyfjasölu hvílir á herðum viðkomandi dýralæknis.

Síðast uppfært: 18. nóvember 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat