Fréttir

Lyf af markaði 1. mars 2019

Buspiron Mylan, Daxas, Esmeron, Truberzi, Zavedos, Questran, Questran Loc, Indometacin Actavis og Quinine Sulfate Actavis fara af markaði 1. mars 2019.

26.2.2019

Þann 1. mars nk. verða eftirfarandi lyf felld úr lyfjaskrám að ósk markaðsleyfishafa:


  • Buspiron Mylan töflur, 5 og 10 mg. Lyfin eru felld úr lyfjaskrám. Undanþágulyfið Busp töflur, er fáanlegt í 5 mg og 10 mg styrkleika og hægt að ávísa rafrænt.
  • Daxas filmuhúðaðar töflur, 500 míkróg. Lyfið er fellt úr lyfjaskrám.
  • Esmeron stungulyf, 10 mg/ml. Lyfið er fellt úr lyfjaskrám.
  • Truberzi filmuhúðaðar töflur, 75 og 100 mg. Lyfin eru felld úr lyfjaskrám.
  • Zavedos stungulyfsstofn lausn, 5 og 10 mg. Lyfin eru felld úr lyfjaskrám.
  • Questran og Questran Loc mixtúruduft, 4 g. Lyfin eru felld úr lyfjaskrám.
  • Indometacin Actavis hörð hylki, 25 og 50 mg. Markaðsleyfi lyfjanna hefur verið fellt niður.
  • Quinine Sulfate Actavis filmuhúðaðar töflur. Markaðsleyfi lyfsins hefur verið fellt niður.
Til baka Senda grein