Fréttir

Minnt er á skráningu á Brexit-fundi Lyfjastofnunar

Boðað er til funda með hagsmunaaðilum vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

11.1.2019

Lyfjastofnun boðar til funda með hagsmunaaðilum dagana 17. og 18. janúar nk.  Fundirnir varða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (Brexit) og hugsanleg áhrif þess á hagsmunaaðila Lyfjastofnunar. Gert er ráð fyrir erindum frá Lyfjastofnun auk umræðna í lok fundar. 

Fundirnir verða sem hér segir

17. janúar

14:30-16:00

Markaðsleyfishafar og umboðsmenn

Skráning fyrir markaðsleyfishafa og umboðsmenn.


18. janúar

09:00-10:30

Apótek og heilbrigðisstofnanir

Skráning fyrir apótek og heilbrigðisstofnanir.

Til baka Senda grein