Fréttir

Umsóknir stofnana um notkun á óskráðum lyfjum

20.12.2010

Lyfjastofnun vill vekja athygli á því að heimilt er að sækja um notkun á lyfjum án markaðsleyfis fyrir eitt almanaksár í senn, fyrir heilbrigðisstofnanir, í stað þess að tiltaka magn á undanþágueyðublaðinu. Umsókn um leyfi til að nota lyf sem ekki hefur markaðsleyfi á Íslandi er þá fyllt út og rökstudd eins og áður en í stað þess að tiltaka fjölda pakkninga í reitinn „Ávísað magn“ má skrifa þar „ársnotkun 2011“.Til baka Senda grein