Fréttir

Serlyfjaskra.is

Ný útgáfa Lyfjaupplýsinga/Sérlyfjaskrár á vefnum

6.1.2011

Ný útgáfa af Lyfjaupplýsingum/Sérlyfjaskrá hefur verið opnuð á vefnum undir slóðinni www.serlyfjaskra.is

Á nýja vefnum er að finna upplýsingar um öll lyf sem eru á markaði á Íslandi og hafa markaðsleyfi. Þar eru birt samantekt um eiginleika lyfja (SmPC) og fylgiseðlar.

Athygli er vakin á því að Lyfjastofnun Evrópu (EMA) birtir nú á vefsíðu sinni íslenskar þýðingar á lyfjatextum miðlægt skráðra lyfja eins og skýrt var frá í frétt Lyfjastofnunar 6. desember sl.

Athugið að eftirtaldir listar eru enn sem komið er í eldri útgáfu á vef Lyfjastofnunar:

Lyf með markaðsleyfi á Íslandi

Ávana- og fíknilyf

Lyf án markaðsleyfis

Vélskömmtunarlisti

Sérmerking lyfja

Lyfjalisti tannlækna

Biðtími fyrir afurðanýtingu

Smáskammtalyf

Nýskráningar

Afskráningar

Lyfjaverðskrá

Lyf á biðlistaTil baka Senda grein