Ný lyf á markað 1. janúar 2011
Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. janúar 2011.
Ný lyf
Pinex Comp Forte endaþarmsstíll, 500 mg + 30 mg. Pinex Comp Forte inniheldur parasetamól og kódeínfosfat. Lyfið er notað við verkjum. Það er lyfseðilsskylt. Lyfið verður fyrst um sinn selt undir nafninu Pinex Forte (sjá frétt).
Prednisolone Actavis tafla, 1 mg og 5 mg. Prednisólón er s.k. barksteri. Lyfið er notað við bólgusjúkdómum af ýmsu tagi. Það er lyfseðilsskylt.
Qutenza húðplástur, 179 mg. Virka efnið nefnist capsaicin. Lyfið er ætlað til meðferðar á verkjum vegna úttaugakvilla hjá fullorðnum sjúklingum sem ekki hafa sykursýki, annað hvort eitt sér eða með öðrum verkjalyfjum. Lyfið er lyfseðilsskylt.
Listi yfir lyf markaðssett 2011 er hér.