Fréttir

Upplýsingar til dýralækna

Ný útgáfa af Lyfjaupplýsingum/Sérlyfjaskrá hefur verið opnuð á vefnum undir slóðinni www.serlyfjaskra.is

20.1.2011

Á nýja vefnum, www.serlyfjaskra.is, er að finna upplýsingar um öll dýralyf sem hafa íslenskt markaðsleyfi og eru markaðssett hér á landi. Þar er birt samantekt um eiginleika lyfja (SmPC) og fylgiseðlar.

Athygli er vakin á því að Lyfjastofnun Evrópu (EMA) birtir nú á vefsíðu sinni íslenskar þýðingar á lyfjatextum miðlægt skráðra dýralyfja eins og skýrt var frá í frétt Lyfjastofnunar 6. desember sl. Íslenskir lyfjatextar fyrir öll ný dýralyf verða birtir þar og smám saman verða lyfjatextar eldri dýralyfja einnig birtir.

Skrá yfir ATCvet flokkun dýralyfja hefur verið breytt og er þess vænst að hún sé auðveldari í notkun en áður.

Upplýsingar um leyfilegt hámarksverð dýralyfja er einnig tilgreint á vefnum en athygli skal vakin á því að lyfjagreiðslunefnd gefur hina opinberu lyfjaverðskrá út og er hún aðgengileg á www.lgn.is.

Athugið að eftirtalda lista er að finna undir listar á forsíðu lyfjastofnun.is. Sjá frétt Lyfjastofnunar 6. janúar sl.

Dýralyf með markaðsleyfi á Íslandi

Biðtími fyrir afurðanýtingu



Til baka Senda grein