Fréttir

Nýtt frá CHMP - janúar 2011

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn, CHMP, hélt fund dagana 17.-21. janúar sl.

25.1.2011

Í fréttatilkynningu sem send var út eftir fundinn er m.a. greint frá því að:

  • nefndin mæli með að gefin verði út markaðsleyfi fyrir nýjum lyfjum við MS-sjúkdómi, brjóstakrabbameini, blöðuhálskirtilskrabbameini, kransæðasjúkdómi og flogaveiki.
  • nefndin mæli með breyttri ábendingu fyrir lyfin Baraclude, ONOmax og Prezista.

Nefndin fjallaði einnig um hjartsláttaróreglulyfið Multaq vegna tveggja tilfella um grun um að það kunni að valda alvarlegum lifrarskaða. (sjá frétt EMA).

Þá er sagt frá vandamálum sem komið hafa upp hjá Baxter við framleiðslu á peritóíal díalýsuvökvum en í þeim hafa fundist endótoxín. (sjá fréttatilkynningu EMA).

Nefndin hefur hafið rannsókn á hvort samhengi sé milli notkunar á calcitónín lyfjum og aukinni hættu á blöðruhálskirtilskrabbameini og öðrum illkynja sjúkdómum.Til baka Senda grein