Fréttir

Nýtt frá CVMP - janúar 2011

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um dýralyf, CVMP, hélt fund dagana 11.-13. janúar sl.

26.1.2011

Í fréttatilkynningu sem send var út eftir fundinn er m.a. greint frá því að:

  • nefndin mæli með útgáfu markaðsleyfa nýrra bóluefna: CaniLeish fyrir hunda og ZULVAC 1+8 Ovis fyrir sauðfé.
  • nefndin mæli með endurnýjun markaðsleyfis fyrir Flexicam stungulyf 5 mg/ml (ekki markaðssett á Íslandi).
  • nefndin mæli með gildi fyrir hámarkslyfjaleifar metýlprednisolons í mjólk.

Að beiðni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins mun nefndin endurskoða hámarkslyfjaleifar fyrir ivermectin, með tilliti til lyfjaleifa í vöðvum.

Nefndin samþykkti sk. „Reflection paper“ um meticillinónæman Staphylococcus pseudintermedius (MRSP).Til baka Senda grein