Fréttir

Ný lyf á markað 1. febrúar 2011

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. febrúar 2011.

3.2.2011

Ný lyf

Bicalutamide Portfarma filmuhúðuð tafla, 50 mg og 150 mg. Bicalutamíð er notað við krabbameini í blöðruhálskirtli. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Votrient filmuhúðuð tafla, 200 mg. Virka efnið nefnist pazopanib og er s.k. próteinkínasahemill. Það er notað til meðferðar við nýrnakrabbameini sem er langt gengið eða hefur dreifst til annarra líffæra. Notkun lyfsins er bundin við sjúkrastofnanir og einungis sérfræðingar í krabbameinslækningum mega ávísa því.

Nýtt lyfjaform

Daivobet hlaup 50 míkróg/g + 0,5 mg/g

Nýtt dýralyf

Torphasol vet. stungulyf, lausn, 10 mg/ml. Virka efnið heitir butorfanól. Lyfið er ætlað til skammtímastillingar verkja frá meltingarvegi vegna hrossasóttar. Eingöngu dýralæknar mega gefa lyfið.

Listi yfir lyf markaðssett 2011 er hér.Til baka Senda grein